Öfugsnúin umhverfisvernd Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 2. október 2019 07:15 Umhverfisvernd er ekki það sama og umhverfisvernd. Hugtakið hefur verið útþynnt af þeim sem hafa meiri áhuga á sýndarmennsku en raunverulegri umhverfisvernd. Í þeirra huga dugar að leggja til lausnir sem hljóma eins og þær séu umhverfisvænar. Engu máli virðist skipta hversu skilvirkar lausnirnar eru, eða hverjar afleiðingarnar eru. Góður ásetningur og miklar áhyggjur af stöðu mála vega þyngra en raunhæfar og skilvirkar lausnir. Á heimasíðu sinni vekur Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra, réttilega athygli á því að ekki séu nema átta ár frá því að ríkisstjórn vinstriflokka lögfesti umfangsmiklar skattaívilnanir til að örva innflutning á „endurnýjanlegu eldsneyti“ sem einkum er unnið úr pálmum og matjurtum á borð við repju, soja og maís. Tveimur árum síðar leiddi sama ríkisstjórn í lög að allt eldsneyti skyldi blandað þessu endurnýjanlega eldsneyti. Útreikningar fjármálaráðuneytisins hafa síðan leitt í ljós að yfir milljarður króna renni árlega úr ríkissjóði til erlendra framleiðenda á endurnýjanlegu eldsneyti vegna þessara ríkisinngripa. Í þessu samhengi nefnir Sigríður að nýlega hafi verið lögð fram þingsályktunartillaga um bann við notkun á pálmaolíu á bíla. Þingmennirnir sem standa á bak við tillöguna draga upp dökka mynd. Í tillögunni segir að lönd á borð við Indónesíu og Malasíu, sem framleiða langmest af pálmaolíu, hafi nú þegar fellt stóran hluta af regnskógum sínum, meðal annars fyrir fjöldaframleiðslu á pálmaolíu. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð aukast þegar skógarnir eru ruddir því þá bæði losni kolefni út í andrúmsloftið þegar skógurinn er sjálfur brenndur og einnig þegar mýrin er ræst fram. Ekki nóg með það heldur hefur verið komið upp um barnaþrælkun á pálmaolíuplantekrunum. „Reiknað hefur verið út að lífeldsneyti frá jurtaolíu, sem er um 70 prósent af lífeldsneytismarkaði í Evrópu, losi 80 prósentum meira af gróðurhúsalofttegundum en jarðefnaeldsneytið sem verið er að skipta út. Pálmaolía trónir þar hæst og er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti, en næst á eftir kemur sojaolía sem er tvisvar sinnum verri,“ segir enn fremur í tillögunni. Stjórnmálamenn láta blekkjast af hugtökum á borð við „endurnýjanlegt eldsneyti“, festa í lög frumvörp með háleitum markmiðum sem síðan reynast hafa þveröfug áhrif. Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í síðasta sinn sem það gerist. Og enginn skyldi efast um að flestir af þeim sem standa á bak við þingsályktunartillöguna hefðu greitt atkvæði með blöndunarskyldunni og skattaívilnunum á sínum tíma ef þeir hefðu haft tækifæri til þess. Umhverfisvitundin ristir ekki dýpra en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umhverfisvernd er ekki það sama og umhverfisvernd. Hugtakið hefur verið útþynnt af þeim sem hafa meiri áhuga á sýndarmennsku en raunverulegri umhverfisvernd. Í þeirra huga dugar að leggja til lausnir sem hljóma eins og þær séu umhverfisvænar. Engu máli virðist skipta hversu skilvirkar lausnirnar eru, eða hverjar afleiðingarnar eru. Góður ásetningur og miklar áhyggjur af stöðu mála vega þyngra en raunhæfar og skilvirkar lausnir. Á heimasíðu sinni vekur Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra, réttilega athygli á því að ekki séu nema átta ár frá því að ríkisstjórn vinstriflokka lögfesti umfangsmiklar skattaívilnanir til að örva innflutning á „endurnýjanlegu eldsneyti“ sem einkum er unnið úr pálmum og matjurtum á borð við repju, soja og maís. Tveimur árum síðar leiddi sama ríkisstjórn í lög að allt eldsneyti skyldi blandað þessu endurnýjanlega eldsneyti. Útreikningar fjármálaráðuneytisins hafa síðan leitt í ljós að yfir milljarður króna renni árlega úr ríkissjóði til erlendra framleiðenda á endurnýjanlegu eldsneyti vegna þessara ríkisinngripa. Í þessu samhengi nefnir Sigríður að nýlega hafi verið lögð fram þingsályktunartillaga um bann við notkun á pálmaolíu á bíla. Þingmennirnir sem standa á bak við tillöguna draga upp dökka mynd. Í tillögunni segir að lönd á borð við Indónesíu og Malasíu, sem framleiða langmest af pálmaolíu, hafi nú þegar fellt stóran hluta af regnskógum sínum, meðal annars fyrir fjöldaframleiðslu á pálmaolíu. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð aukast þegar skógarnir eru ruddir því þá bæði losni kolefni út í andrúmsloftið þegar skógurinn er sjálfur brenndur og einnig þegar mýrin er ræst fram. Ekki nóg með það heldur hefur verið komið upp um barnaþrælkun á pálmaolíuplantekrunum. „Reiknað hefur verið út að lífeldsneyti frá jurtaolíu, sem er um 70 prósent af lífeldsneytismarkaði í Evrópu, losi 80 prósentum meira af gróðurhúsalofttegundum en jarðefnaeldsneytið sem verið er að skipta út. Pálmaolía trónir þar hæst og er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti, en næst á eftir kemur sojaolía sem er tvisvar sinnum verri,“ segir enn fremur í tillögunni. Stjórnmálamenn láta blekkjast af hugtökum á borð við „endurnýjanlegt eldsneyti“, festa í lög frumvörp með háleitum markmiðum sem síðan reynast hafa þveröfug áhrif. Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í síðasta sinn sem það gerist. Og enginn skyldi efast um að flestir af þeim sem standa á bak við þingsályktunartillöguna hefðu greitt atkvæði með blöndunarskyldunni og skattaívilnunum á sínum tíma ef þeir hefðu haft tækifæri til þess. Umhverfisvitundin ristir ekki dýpra en það.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun