Þarf nýjar tryggingar við sölu Icelandair Hotels til Berjaya Hörður Ægisson skrifar 2. október 2019 07:00 Vincent Tan. Vísir/Getty Á meðal útistandandi skilyrða fyrir kaupum malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Land Berhad á 75 prósentum hlutafjár í Icelandair Hotels er að Icelandair Group, eigandi hótelkeðjunnar, reiði fram nýjar tryggingar vegna leigusamninga milli Reita fasteignafélags og Icelandair Hotels. Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, staðfestir í samtali við Markaðinn að félagið eigi þessa dagana í viðræðum við Icelandair um þetta atriði ásamt því að ræða fyrirkomulag leigusamninganna og mögulega lengingu þeirra. Hann segir að fyrir Reiti skipti máli að vera „ekki verr sett en áður“ og að félagið muni „meta gæði þeirra ábyrgða“ sem Icelandair reiði fram í stað þeirrar sem hingað til hefur verið. Viðræðurnar muni halda áfram á næstu vikum, að sögn Guðjóns. Leigusamningar Reita og Icelandair Hotels ná til Reykjavík Natura, Hilton Reykjavik Nordica og Hótel Öldu við Laugaveg sem hótelkeðjan keypti vorið 2018. Malasíska félagið, sem var stofnað af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, greiðir 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir hlutinn í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum. Heildarvirði hótelkeðjunnar og tengdra fasteigna – hlutafé og vaxtaberandi skuldir – er 136 milljónir dala í viðskiptunum. Endanlegt verð mun ráðast af fjárhagsstöðu hótelkeðjunnar þegar kaupin ganga í gegn í lok ársins, háð skilyrðum frá báðum aðilum. Kaup malasíska risans eru meðal annars háð því að skuldir Icelandair Hotels verði endurfjármagnaðar með nýjum lánum upp á 64 til 72 milljónir dala sem jafngildir átta til níu milljörðum króna. Tekjur Icelandair Hotels, sem rekur alls þrettán hótel auk sumarhótelkeðjunnar Hótel Eddu, námu 97 milljónum dala í fyrra og var EBITDA hótelrekstursins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – á sama tíma jákvæð um sjö milljónir dala. Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Á meðal útistandandi skilyrða fyrir kaupum malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Land Berhad á 75 prósentum hlutafjár í Icelandair Hotels er að Icelandair Group, eigandi hótelkeðjunnar, reiði fram nýjar tryggingar vegna leigusamninga milli Reita fasteignafélags og Icelandair Hotels. Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, staðfestir í samtali við Markaðinn að félagið eigi þessa dagana í viðræðum við Icelandair um þetta atriði ásamt því að ræða fyrirkomulag leigusamninganna og mögulega lengingu þeirra. Hann segir að fyrir Reiti skipti máli að vera „ekki verr sett en áður“ og að félagið muni „meta gæði þeirra ábyrgða“ sem Icelandair reiði fram í stað þeirrar sem hingað til hefur verið. Viðræðurnar muni halda áfram á næstu vikum, að sögn Guðjóns. Leigusamningar Reita og Icelandair Hotels ná til Reykjavík Natura, Hilton Reykjavik Nordica og Hótel Öldu við Laugaveg sem hótelkeðjan keypti vorið 2018. Malasíska félagið, sem var stofnað af milljarðamæringnum Vincent Tan, eiganda breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, greiðir 53,6 milljónir dala, jafnvirði um 6,7 milljarða króna, fyrir hlutinn í Icelandair Hotels og þeim fasteignum sem tilheyra hótelrekstrinum. Heildarvirði hótelkeðjunnar og tengdra fasteigna – hlutafé og vaxtaberandi skuldir – er 136 milljónir dala í viðskiptunum. Endanlegt verð mun ráðast af fjárhagsstöðu hótelkeðjunnar þegar kaupin ganga í gegn í lok ársins, háð skilyrðum frá báðum aðilum. Kaup malasíska risans eru meðal annars háð því að skuldir Icelandair Hotels verði endurfjármagnaðar með nýjum lánum upp á 64 til 72 milljónir dala sem jafngildir átta til níu milljörðum króna. Tekjur Icelandair Hotels, sem rekur alls þrettán hótel auk sumarhótelkeðjunnar Hótel Eddu, námu 97 milljónum dala í fyrra og var EBITDA hótelrekstursins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – á sama tíma jákvæð um sjö milljónir dala.
Birtist í Fréttablaðinu Icelandair Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira