Viðskipti innlent

Nýr banki á Íslandi

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Bunq er símabanki.
Bunq er símabanki.
Hollenski bankinn Bunq hefur opnað fyrir viðskipti á öllu Evrópusambandssvæðinu, auk Noregs og Íslands. Bankinn er símabanki og samskipti við neytandann fara aðallega í gegnum smáforrit. Hægt er þó að fá hefðbundin greiðslukort frá bankanum, bæði debet- og kreditkort.

Bunq var stofnaður af hinum kanadísk-íranska Ali Nikam árið 2015. Frá og með gærdeginum er bankinn opinn í 30 löndum en fram að því hafði hann verið starfræktur í Hollandi, Belgíu, Þýskalandi, Frakklandi, á Spáni, Ítalíu og Írlandi.

Sjá einnig: Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal

„Við ætlum að snúa bankakerfinu á hvolf,“ sagði Nikam fyrr á þessu ári. Bankinn leggur mikið upp úr lágum gjöldum og vöxtum en ekki er boðið upp á lán eða yfirdrátt. Skipulag bankans er með öðru móti en hefðbundinna banka. Ofurlaun og háir bónusar til starfsmanna þekkjast ekki.

Bankinn hefur lagt mikið upp úr sérstöku fyrirframgreiddu ferðakorti frá Mastercard, en Bunq rukkar ekki sérstakt gjaldeyrisgjald eins og flestir bankar gera, tvö eða þrjú prósent að jafnaði. Það sama gildir um peningasendingar á milli landa.


Tengdar fréttir

Þýski netbankinn birtingarmynd þess sem koma skal

Þó svo að koma þýska netbankans N26 muni að öllum líkindum ekki umturna íslenska bankakerfinu er innreið hans skýr birtingarmynd þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í bankaþjónustu þessi misserin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×