„Verk að vinna að ná sátt um sáttmálann“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2019 15:10 Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fréttablaðið/Anton Brink „Það er verk að vinna að ná sátt um sáttmálann svo að hann standi undir nafni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Eyþór sagði þó ýmislegt ánægjulegt í samkomulaginu, meðal annars það að nú sé ekki lengur deilt um þann vanda sem sé til staðar og ekki sé lengur deilt um að setja þurfi fé í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt samkomulaginu mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélögin 15 en 60 milljarðar verða fjármagnaðir með öðrum hætti, svo sem með umferðar- og flýtigjöldum svokölluðum, sem ekki hafa verið útfærð. „Þessar tölur eru dálitið stórar því þær eru til 15 ára,“ sagði Eyþór. Það séu 3 milljarðar á ári frá ríkinu sem sé aðeins aukning um einn milljarð, úr tveimur í þrjá, frá það sem var. „Það var söguleg lægð,“ sagði Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls um samkomulagið. Ítrekaði hann þar mikilvægi samkomulagsins sem hann sagði bæði vera í þágu umhverfissjónarmiða og bættra lífsgæða á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta samkomulag boðar nýja tíma,“ sagði borgarstjóri.Segir ekki skrýtið að fólk ruglist í rýminu Sá þáttur sem hefur þótt einna umdeildastur í samkomulaginu er fyrirhuguð innheimta veggjalda þótt ekki liggi fyrir í hvaða mynd hún verður. Samgönguráðherra hefur sagt að dregið verði úr öðrum gjöldum á móti, þannig verði ekki um aukna skattheimtu að ræða heldur einhvers konar tilfærslu. „Þegar við brjótum þetta niður þá eru þetta lykiltölurnar. Það er þess vegna það, sem er kannski ekki í samningnum, sem eru stærstu málin,“ sagði Eyþór. Þannig sé mörgum spurningum ósvarað varðandi veggjöldin þótt ýmsu hafi verið fleygt í þeirri umræðu. „Hafa verið rædd tafagjöld, flýtigjöld, umferðargjöld, mengunargjöld, vegagjöld og vegatollar,“ nefndi Eyþór sem dæmi yfir þau hugtök sem notuð hafi verið í þeirri umræðu. „Það er von að fólk verði ruglað í rýminu þegar svona mörg heiti og síðan eru útfærslurnar margar.“ „Við verðum að fá botn í þetta mál,“ bætti Eyþór við, þann botn sé ekki að finna í fyrirliggjandi nýundirrituðu samkomulagi. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira
„Það er verk að vinna að ná sátt um sáttmálann svo að hann standi undir nafni,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Þetta kom fram í máli Eyþórs í fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í dag um nýundirritað samkomulag ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu til næstu fimmtán ára. Eyþór sagði þó ýmislegt ánægjulegt í samkomulaginu, meðal annars það að nú sé ekki lengur deilt um þann vanda sem sé til staðar og ekki sé lengur deilt um að setja þurfi fé í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt samkomulaginu mun ríkið leggja til 45 milljarða og sveitarfélögin 15 en 60 milljarðar verða fjármagnaðir með öðrum hætti, svo sem með umferðar- og flýtigjöldum svokölluðum, sem ekki hafa verið útfærð. „Þessar tölur eru dálitið stórar því þær eru til 15 ára,“ sagði Eyþór. Það séu 3 milljarðar á ári frá ríkinu sem sé aðeins aukning um einn milljarð, úr tveimur í þrjá, frá það sem var. „Það var söguleg lægð,“ sagði Eyþór. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók fyrstur til máls um samkomulagið. Ítrekaði hann þar mikilvægi samkomulagsins sem hann sagði bæði vera í þágu umhverfissjónarmiða og bættra lífsgæða á höfuðborgarsvæðinu. „Þetta samkomulag boðar nýja tíma,“ sagði borgarstjóri.Segir ekki skrýtið að fólk ruglist í rýminu Sá þáttur sem hefur þótt einna umdeildastur í samkomulaginu er fyrirhuguð innheimta veggjalda þótt ekki liggi fyrir í hvaða mynd hún verður. Samgönguráðherra hefur sagt að dregið verði úr öðrum gjöldum á móti, þannig verði ekki um aukna skattheimtu að ræða heldur einhvers konar tilfærslu. „Þegar við brjótum þetta niður þá eru þetta lykiltölurnar. Það er þess vegna það, sem er kannski ekki í samningnum, sem eru stærstu málin,“ sagði Eyþór. Þannig sé mörgum spurningum ósvarað varðandi veggjöldin þótt ýmsu hafi verið fleygt í þeirri umræðu. „Hafa verið rædd tafagjöld, flýtigjöld, umferðargjöld, mengunargjöld, vegagjöld og vegatollar,“ nefndi Eyþór sem dæmi yfir þau hugtök sem notuð hafi verið í þeirri umræðu. „Það er von að fólk verði ruglað í rýminu þegar svona mörg heiti og síðan eru útfærslurnar margar.“ „Við verðum að fá botn í þetta mál,“ bætti Eyþór við, þann botn sé ekki að finna í fyrirliggjandi nýundirrituðu samkomulagi.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Fleiri fréttir Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Sjá meira