Bayern München hafði betur gegn Tottenham í níu marka leik í Lundúnum í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
Heimamenn í Tottenham komust yfir með marki frá Son Heung-min á 12. mínútu en gestirnir jöfnuðu þremur mínútum seinna með glæsimarki frá Joshua Kimmich.
Robert Lewandowski kom svo Bayern yfir á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.
Í seinni hálfleik fór Serge Gnabry á kostum og skoraði fjögur mörk fyrir Bayern sem valtaði yfir Tottenham.
Inn á milli marka Gnabry þá skoraði Lewandowski annað mark og Harry Kane setti sárabótamark fyrir Tottenham úr vítaspyrnu.
Lokatölur urðu 2-7 fyrir Bayern sem er með fullt hús stiga í B-riðli eftir tvo leiki. Tottenham er með eitt stig.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)