Handbolti

Seinni bylgjan: „Hann er tveir metrar og á ekki séns í sirkúsinn“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skjáskot af lokasókn Vals.
Skjáskot af lokasókn Vals. vísir/skjáskot
Valur tapaði með eins marks mun, 25-24, fyrir ÍBV í stórleik 4. umferðarinnar í Olís-deild karla en síðasta sókn Vals vakti athygli.

Valsmenn voru einu marki undir og tóku leikhlé. Þeir ákváðu að reyna sirkusmark en það tókst ekki eftir að sending Antons Rúnarsson rataði ekki í hendur Ásgeirs Vignissonar.

„Þetta er fullkomlega uppsett. Hann þarf ekki að hafa neitt fyrir því að hoppa og það er mikið pláss,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson um lokasóknina en Ásgeir er nokkuð hávaxinn.

„Hann er tveir metrar og á ekki séns í sirkúsinn. Þetta er illa framkvæmt af jafn góðum sendingarmanni og Anton er. Þetta er furðulegt.“

„Þeir reyndu þetta í fyrri hálfleik og þá hefðu flestir sagt hvað eru þeir að gera? Mér fannst smá kúl að gera þetta aftur því þetta var galopið.“

Innslagið má sjá hér að neðan.



Klippa: SB: Lokasókn Vals



Fleiri fréttir

Sjá meira


×