Frelsisflokkurinn tregur í stjórn eftir kosningaskell Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. október 2019 09:15 Sebastian Kurz og Norbert Hofer í kappræðum. Nordicphotos/Getty Sebastian Kurz og Íhaldsflokkur hans unnu góðan sigur í nýafstöðnum þingkosningum í Austurríki. Fastlega er búist við því að hann verði forsætisráðherra á ný en möguleikum hans virðist hafa fækkað. „Við túlkum þessi kosningaúrslit ekki á þann veg að við höfum umboð til að setjast í ríkisstjórn,“ sagði Harald Vilimsky, aðalritari Frelsisflokksins. Flokkurinn þyrfti að ná tengslum við grasrótina á ný og því markmiði yrði betur náð í stjórnarandstöðu. Herbert Kickl, þingflokksformaður flokksins, hefur einnig talað á svipuðum nótum. Fastlega var búist við því að Kurz myndi reyna að mynda nýja stjórn með Frelsisflokknum, sem er hægi popúlískur flokkur. Flokkarnir tveir mynduðu saman stjórn þar til spillingarmál, kennt við Ibiza, kom upp fyrr á árinu. Þegar það kom upp sagði Heinz-Christian Strache, formaður Frelsisflokksins og varakanslari, af sér embætti og forystu flokksins. Talið var víst að Kurz myndi ná saman með nýjum formanni, Norbert Hofer, en nú eru blikur á lofti og valdajafnvægið orðið mjög bjagað. Ef Kurz nær ekki að mynda stjórn með Frelsisflokknum er talið að hann leiti til hinna tveggja sigurvegara kosninganna, Græningjanna og NEOS, sem er frjálslyndur miðjuflokkur. Íhaldsflokkurinn og Græningjar gætu myndað tveggja flokka stjórn en talið er að Kurz vilji fá NEOS inn til að breikka stjórnina og hafa styrkari meirihluta. Ef Kurz næði að mynda slíka stjórn þyrfti hann að tóna verulega niður andstöðu sína við innflytjendur en hann og Frelsisflokkurinn hafa verið mjög samtaka í þeim málaflokki hingað til. Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Sebastian Kurz og Íhaldsflokkur hans unnu góðan sigur í nýafstöðnum þingkosningum í Austurríki. Fastlega er búist við því að hann verði forsætisráðherra á ný en möguleikum hans virðist hafa fækkað. „Við túlkum þessi kosningaúrslit ekki á þann veg að við höfum umboð til að setjast í ríkisstjórn,“ sagði Harald Vilimsky, aðalritari Frelsisflokksins. Flokkurinn þyrfti að ná tengslum við grasrótina á ný og því markmiði yrði betur náð í stjórnarandstöðu. Herbert Kickl, þingflokksformaður flokksins, hefur einnig talað á svipuðum nótum. Fastlega var búist við því að Kurz myndi reyna að mynda nýja stjórn með Frelsisflokknum, sem er hægi popúlískur flokkur. Flokkarnir tveir mynduðu saman stjórn þar til spillingarmál, kennt við Ibiza, kom upp fyrr á árinu. Þegar það kom upp sagði Heinz-Christian Strache, formaður Frelsisflokksins og varakanslari, af sér embætti og forystu flokksins. Talið var víst að Kurz myndi ná saman með nýjum formanni, Norbert Hofer, en nú eru blikur á lofti og valdajafnvægið orðið mjög bjagað. Ef Kurz nær ekki að mynda stjórn með Frelsisflokknum er talið að hann leiti til hinna tveggja sigurvegara kosninganna, Græningjanna og NEOS, sem er frjálslyndur miðjuflokkur. Íhaldsflokkurinn og Græningjar gætu myndað tveggja flokka stjórn en talið er að Kurz vilji fá NEOS inn til að breikka stjórnina og hafa styrkari meirihluta. Ef Kurz næði að mynda slíka stjórn þyrfti hann að tóna verulega niður andstöðu sína við innflytjendur en hann og Frelsisflokkurinn hafa verið mjög samtaka í þeim málaflokki hingað til.
Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira