Frelsisflokkurinn tregur í stjórn eftir kosningaskell Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. október 2019 09:15 Sebastian Kurz og Norbert Hofer í kappræðum. Nordicphotos/Getty Sebastian Kurz og Íhaldsflokkur hans unnu góðan sigur í nýafstöðnum þingkosningum í Austurríki. Fastlega er búist við því að hann verði forsætisráðherra á ný en möguleikum hans virðist hafa fækkað. „Við túlkum þessi kosningaúrslit ekki á þann veg að við höfum umboð til að setjast í ríkisstjórn,“ sagði Harald Vilimsky, aðalritari Frelsisflokksins. Flokkurinn þyrfti að ná tengslum við grasrótina á ný og því markmiði yrði betur náð í stjórnarandstöðu. Herbert Kickl, þingflokksformaður flokksins, hefur einnig talað á svipuðum nótum. Fastlega var búist við því að Kurz myndi reyna að mynda nýja stjórn með Frelsisflokknum, sem er hægi popúlískur flokkur. Flokkarnir tveir mynduðu saman stjórn þar til spillingarmál, kennt við Ibiza, kom upp fyrr á árinu. Þegar það kom upp sagði Heinz-Christian Strache, formaður Frelsisflokksins og varakanslari, af sér embætti og forystu flokksins. Talið var víst að Kurz myndi ná saman með nýjum formanni, Norbert Hofer, en nú eru blikur á lofti og valdajafnvægið orðið mjög bjagað. Ef Kurz nær ekki að mynda stjórn með Frelsisflokknum er talið að hann leiti til hinna tveggja sigurvegara kosninganna, Græningjanna og NEOS, sem er frjálslyndur miðjuflokkur. Íhaldsflokkurinn og Græningjar gætu myndað tveggja flokka stjórn en talið er að Kurz vilji fá NEOS inn til að breikka stjórnina og hafa styrkari meirihluta. Ef Kurz næði að mynda slíka stjórn þyrfti hann að tóna verulega niður andstöðu sína við innflytjendur en hann og Frelsisflokkurinn hafa verið mjög samtaka í þeim málaflokki hingað til. Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Sebastian Kurz og Íhaldsflokkur hans unnu góðan sigur í nýafstöðnum þingkosningum í Austurríki. Fastlega er búist við því að hann verði forsætisráðherra á ný en möguleikum hans virðist hafa fækkað. „Við túlkum þessi kosningaúrslit ekki á þann veg að við höfum umboð til að setjast í ríkisstjórn,“ sagði Harald Vilimsky, aðalritari Frelsisflokksins. Flokkurinn þyrfti að ná tengslum við grasrótina á ný og því markmiði yrði betur náð í stjórnarandstöðu. Herbert Kickl, þingflokksformaður flokksins, hefur einnig talað á svipuðum nótum. Fastlega var búist við því að Kurz myndi reyna að mynda nýja stjórn með Frelsisflokknum, sem er hægi popúlískur flokkur. Flokkarnir tveir mynduðu saman stjórn þar til spillingarmál, kennt við Ibiza, kom upp fyrr á árinu. Þegar það kom upp sagði Heinz-Christian Strache, formaður Frelsisflokksins og varakanslari, af sér embætti og forystu flokksins. Talið var víst að Kurz myndi ná saman með nýjum formanni, Norbert Hofer, en nú eru blikur á lofti og valdajafnvægið orðið mjög bjagað. Ef Kurz nær ekki að mynda stjórn með Frelsisflokknum er talið að hann leiti til hinna tveggja sigurvegara kosninganna, Græningjanna og NEOS, sem er frjálslyndur miðjuflokkur. Íhaldsflokkurinn og Græningjar gætu myndað tveggja flokka stjórn en talið er að Kurz vilji fá NEOS inn til að breikka stjórnina og hafa styrkari meirihluta. Ef Kurz næði að mynda slíka stjórn þyrfti hann að tóna verulega niður andstöðu sína við innflytjendur en hann og Frelsisflokkurinn hafa verið mjög samtaka í þeim málaflokki hingað til.
Austurríki Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira