Nasistar bíða færis Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 26. október 2019 12:00 Sjón Fréttablaðið/Anton Ný skáldsaga Sjóns, Korngult hár, grá augu, segir af Gunnari Kampen, ungum og alvörugefnum manni sem vorið 1958 stofnar andgyðinglegan stjórnmálaflokk þjóðernissinna í Vesturbænum og vill gera sig gildandi í heimssamtökum nýnasista. „Það að fólk telji sig vera merkilegra en annað fólk og fái stuðning við þær hugmyndir frá stórveldi úti í heimi, ég hef verið upptekinn af því nokkuð lengi. Í bókinni Með titrandi tár sem kom út árið 2001 skrifaði ég um útlending sem kemur til Íslands árið 1944, þegar allt er hér í uppgangi og stríðinu á að vera að ljúka. Þá voru hér á landi ýmsir vafasamir karakterar á kreiki. Á þessum tíma eignaðist ég dálítið af efni um framhaldslíf nasismans eftir stríð. Um það hvernig menn héldu saman og studdu hver annan. Sumir spyrja sig, hvernig gat nasisminn tekið sig upp aftur með þessum hætti skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina? Svarið er að nasisminn fór hvergi, nasistar biðu færis og gera enn.“Íslenskir og sænskir nasistar Í bókinni vefur Sjón raunverulegu fólki inn í skáldskapinn. Til dæmis nýaldarnasistanum Savitru Devi og George Lincoln Rockwell sem var giftur íslenskri konu, Þóru Hallgrímsdóttur, og bjó hér á landi um tíma. „George Lincoln Rockwell var búinn að gera margar tilraunir á Íslandi til að stofna íslenska þjóðernishreyfingu en gafst upp á þeim sem hann var að reyna að vinna með og vonaðist til að myndu fjármagna hreyfinguna. Honum fannst þeir of huglausir. Hann flutti til Bandaríkjanna og þar stofnaði hann The American Nazi Party og þá var marserað í fyrsta skipti frá millistríðsárum undir merkjum hakakrossins í Washington. Það sama gerðist víða annars staðar, í Evrópu, til dæmis í Svíþjóð þar sem menn höfðu ekki þurft að gera neitt upp,“ segir Sjón og rifjar upp tengsl íslenskra og sænskra nýnasista en árið 1956 stofnaði sænski nasistinn Göran Assar Oredsson Norræna ríkisflokkinn. Flokkurinn gaf út áróðursblað sem var selt í bókabúðum í Reykjavík. „Íslensku nýnasistarnir sóttu sér stuðning til þeirra sænsku og skrifuðu bréf. Oredsson minnist á bréfaskriftirnar í minningargrein um helsta framámann íslenska nasistaflokksins, að þeir hafi átt í svo góðu bréfasambandi.“ Framámaðurinn sem Sjón vísar til var Bernard Haarde sem lést ungur og aðalsöguhetjan í skáldsögu hans, hinn ungi Gunnar Kampen, minnir marga á. „Nú eru það spjallþræðir og leynisíður. Samskiptin sem eiga sér stað þar eru algerlega hliðstæð við bréfaskriftirnar. Þetta er sama kerfið. Sumt var ekki hægt að gera bréflega og þá voru menn sendir á milli landa, þeir voru duglegir að ferðast.“„Hvernig talar maður við manneskju sem er alltaf reiðubúin til að beita ofbeldi í samtalinu?“ Fréttablaðið/AntonFórnarlambið og ofbeldiðAðalsöguhetjan er eftirlætisbarn en líka brotið barn og er að berjast við rof í tengslum við föður sinn. Þessi sársauki, er hann afdrifaríkur? „Gott að þú dregur það fram því hættan við að skrifa svona bók er að fólk sjái bara stóra efnið. En í skáldskap má koma með tilgátu um manneskjuna. Jafnvel þótt þú takir ítarlegt viðtal við nýnasista þá er manneskjan þar að stíga fram í ákveðinni ímynd, í ákveðnum búningi. Viðbúin því að fá ákveðin viðbrögð. Í skáldskapnum hefur maður næði til að vera með manneskjunni. Gunnar Kampen mjakast á þessa braut. Það er það sem ég hafði áhuga á að skoða. Hvernig verða þessar hugmyndir til? Eitt af því sem einkennir málflutning þessarar hreyfingar er það að meðlimir setja sig í fórnarlambsstellingar. Þeir hafa upplifað höfnun, finnst þeir ekki njóta sannmælis og eru í uppreisn. En fyrst og fremst eru þeir fórnarlömb. Það er áhugavert að skoða þessi tengsl. Hvernig það að vera í hlutverki fórnarlambs verður afsökun þeirra eða útskýring á því ofbeldi sem manneskjan beitir. Þetta er tilraun til að skoða manneskjuna. Það er eitthvað brotið í Gunnari, en það er eitthvað brotið í okkur öllum. Enginn fer í gegnum lífið án þess að vera hafnað. En í tilfelli Gunnars þá rata þessar hugmyndir til hans. Þeir sem eru góðir við hann hafa þær. Þær eru í umhverfi hans.“Vináttan við Alfreð Flóka Sjón segist stundum hafa velt því fyrir sér af hverju hann lenti á þeirri braut sem hann er á í dag. „Eitt af þeim tækjum sem maður hefur sem rithöfundur er maður sjálfur. Ég var sólginn í öfgafulla myndlist og hryllingssögur sem krakki og svo er ég hér í dag, búinn að skrifa alls konar skrýtnar bækur. Þessi áhugi á hryllingi á unglingsárum, ég held hann sé tilkominn vegna þess að maður er að ganga í gegnum líkamlega umbreytingu. Einu listaverkin í samfélaginu sem takast á við óhugnað og sjálfsviðbjóð eru hryllingssögur. Á þessum árum horfir maður í spegilinn og maður er bara að breytast, það gerist bara í hryllingssögum!“ Þegar ég var unglingur heillaðist ég af súrrealismanum og nútímaljóðinu. Ég var um það bil sautján ára gamall þegar ég kynnist Alfreð Flóka sem ég minnist á í bókinni. Við urðum góðir vinir og ég varð fastagestur á heimili hans. Hann var mér eins og annar faðir og lét mig hafa bækur að lesa og ræddi við mig um heima og geima. Flóki var lítið fyrir það að vera í samskiptum við fólk úti í heimi, eða að slá trumbuna eins og hann kallaði það. Hann hafði sýnt á stórri súrrealistasýningu árið 1976 og súrrealistar höfðu sett sig í samband við hann. Hann færði mér öll þau sambönd á silfurfati og ég settist niður og skrifaði þessu fólki sem bjó úti um allan heim. Í mörg ár skrifaði ég súrrealistum í Portúgal, Bandaríkjunum og Kanada.“ Á þessum tíma var Sjón ein driffjöðrin í Medúsuhópnum sem rak sýningarsalinn Skruggubúð í Suðurgötu. „Við gáfum út bækur og vorum að þýða eftir aðra höfunda. Ég var í svona búbblu rétt eins og Gunnar Kampen. Í rauninni var ég inni í neti fólks sem var með róttækar og mjög ákveðnar hugmyndir um tilveruna. Þetta nota ég auðvitað þegar ég er að smíða persónu eins og Gunnar. Hvernig stóð á því að ég mjakaðist í þessa átt en hann í aðra? “Bíða færis Sjón segir alltaf verða til fólk sem aðhyllist nasisma og að það megi ekki sýna orðræðu blint umburðarlyndi. Það eigi að taka á henni af festu. „Það veit enginn hvort Gunnar Kampen hefði látið af þessum hugmyndum ári síðar og orðið venjulegur borgari. Margir vöknuðu nefnilega upp við vondan draum og margir sem voru í þessari sellu muna ekkert eftir þessu í dag. Eru bara venjulegt fólk úti í bæ. En svo eru aðrir sem fylgjast með miklum áhuga með því sem er að gerast víða um heim og upplifa að loksins sé nú hægt að tala upphátt á kaffihúsum.“Að fjalla um íslenska nasista, fannstu fyrir því að það væri viðkvæmt að róta í fortíðinni? „Þetta hefur kannski þótt svona leiðinlegt mál í fjölskyldum þessara manna en ég held að ef við ætlum að tala um þetta í samtímanum verðum við að muna að þetta fór aldrei, þetta er viðvarandi verkefni þeirra sem virkilega trúa á þetta, þeir bíða færis. Það er ekki nema við skoðum þetta fólk sem manneskjur að við getum byrjað samtalið. En þetta er samt klemma, því hvernig talar maður við manneskju sem er alltaf reiðubúin til að beita ofbeldi í samtalinu?“Og er jafnvel haldið gallhörðum fordómum? Og vill jafnvel ekki vera í samtali? „Já, það er mikið af fólki þar en líka fólki sem er mjakað þangað. Það er mikilvægt fyrir fólk að vera vakandi fyrir því. Þessi spjallsvæði þar sem þessar hugmyndir eru boðaðar og fólk skrifast á hafa verið skoðuð. Hvernig fólki er hrósað ef það lækar við einhvern rasistabrandara, þá fær það strax hrós fyrir það. Og ef þú deilir andstyggilegum skilaboðum, til dæmis um gyðinga, þá færðu læk fyrir það. Eitt af bestu tækjunum er svo að setja rasismann í búning húmors. Þá er hægt að segja: Hefur þú ekki húmor fyrir þessu? Þetta er bara grín! En Gunnar segir aldrei slíka brandara þótt eflaust hefði hann gert það. Mig langaði að sýna alvarleikann í hans verkefni. Hann er að finna sér stöðu í tilverunni. Faðir hans er í molum og drengurinn leitar annað eftir fyrirmynd. Eða til bróður hans í Noregi sem situr í fangelsi og er í hlutverki fórnarlambs. Faðir hans er honum ekki nóg. Móðurfjölskyldan er úr Vestmannaeyjum og hann kemst í tengsl við þann arm hreyfingarinnar. Óvíða voru duglegri nasistar en í Vestmannaeyjum. Þetta er saga þessa drengs innan þessarar fjölskyldu. Ég er að reyna að flækja myndina því það er ekki augljóst samband á milli ofbeldishneigðar og nasisma. Það getur einmitt verið viðkvæma barnið sem getur aðhyllst þessar hugmyndir.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Ný skáldsaga Sjóns, Korngult hár, grá augu, segir af Gunnari Kampen, ungum og alvörugefnum manni sem vorið 1958 stofnar andgyðinglegan stjórnmálaflokk þjóðernissinna í Vesturbænum og vill gera sig gildandi í heimssamtökum nýnasista. „Það að fólk telji sig vera merkilegra en annað fólk og fái stuðning við þær hugmyndir frá stórveldi úti í heimi, ég hef verið upptekinn af því nokkuð lengi. Í bókinni Með titrandi tár sem kom út árið 2001 skrifaði ég um útlending sem kemur til Íslands árið 1944, þegar allt er hér í uppgangi og stríðinu á að vera að ljúka. Þá voru hér á landi ýmsir vafasamir karakterar á kreiki. Á þessum tíma eignaðist ég dálítið af efni um framhaldslíf nasismans eftir stríð. Um það hvernig menn héldu saman og studdu hver annan. Sumir spyrja sig, hvernig gat nasisminn tekið sig upp aftur með þessum hætti skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina? Svarið er að nasisminn fór hvergi, nasistar biðu færis og gera enn.“Íslenskir og sænskir nasistar Í bókinni vefur Sjón raunverulegu fólki inn í skáldskapinn. Til dæmis nýaldarnasistanum Savitru Devi og George Lincoln Rockwell sem var giftur íslenskri konu, Þóru Hallgrímsdóttur, og bjó hér á landi um tíma. „George Lincoln Rockwell var búinn að gera margar tilraunir á Íslandi til að stofna íslenska þjóðernishreyfingu en gafst upp á þeim sem hann var að reyna að vinna með og vonaðist til að myndu fjármagna hreyfinguna. Honum fannst þeir of huglausir. Hann flutti til Bandaríkjanna og þar stofnaði hann The American Nazi Party og þá var marserað í fyrsta skipti frá millistríðsárum undir merkjum hakakrossins í Washington. Það sama gerðist víða annars staðar, í Evrópu, til dæmis í Svíþjóð þar sem menn höfðu ekki þurft að gera neitt upp,“ segir Sjón og rifjar upp tengsl íslenskra og sænskra nýnasista en árið 1956 stofnaði sænski nasistinn Göran Assar Oredsson Norræna ríkisflokkinn. Flokkurinn gaf út áróðursblað sem var selt í bókabúðum í Reykjavík. „Íslensku nýnasistarnir sóttu sér stuðning til þeirra sænsku og skrifuðu bréf. Oredsson minnist á bréfaskriftirnar í minningargrein um helsta framámann íslenska nasistaflokksins, að þeir hafi átt í svo góðu bréfasambandi.“ Framámaðurinn sem Sjón vísar til var Bernard Haarde sem lést ungur og aðalsöguhetjan í skáldsögu hans, hinn ungi Gunnar Kampen, minnir marga á. „Nú eru það spjallþræðir og leynisíður. Samskiptin sem eiga sér stað þar eru algerlega hliðstæð við bréfaskriftirnar. Þetta er sama kerfið. Sumt var ekki hægt að gera bréflega og þá voru menn sendir á milli landa, þeir voru duglegir að ferðast.“„Hvernig talar maður við manneskju sem er alltaf reiðubúin til að beita ofbeldi í samtalinu?“ Fréttablaðið/AntonFórnarlambið og ofbeldiðAðalsöguhetjan er eftirlætisbarn en líka brotið barn og er að berjast við rof í tengslum við föður sinn. Þessi sársauki, er hann afdrifaríkur? „Gott að þú dregur það fram því hættan við að skrifa svona bók er að fólk sjái bara stóra efnið. En í skáldskap má koma með tilgátu um manneskjuna. Jafnvel þótt þú takir ítarlegt viðtal við nýnasista þá er manneskjan þar að stíga fram í ákveðinni ímynd, í ákveðnum búningi. Viðbúin því að fá ákveðin viðbrögð. Í skáldskapnum hefur maður næði til að vera með manneskjunni. Gunnar Kampen mjakast á þessa braut. Það er það sem ég hafði áhuga á að skoða. Hvernig verða þessar hugmyndir til? Eitt af því sem einkennir málflutning þessarar hreyfingar er það að meðlimir setja sig í fórnarlambsstellingar. Þeir hafa upplifað höfnun, finnst þeir ekki njóta sannmælis og eru í uppreisn. En fyrst og fremst eru þeir fórnarlömb. Það er áhugavert að skoða þessi tengsl. Hvernig það að vera í hlutverki fórnarlambs verður afsökun þeirra eða útskýring á því ofbeldi sem manneskjan beitir. Þetta er tilraun til að skoða manneskjuna. Það er eitthvað brotið í Gunnari, en það er eitthvað brotið í okkur öllum. Enginn fer í gegnum lífið án þess að vera hafnað. En í tilfelli Gunnars þá rata þessar hugmyndir til hans. Þeir sem eru góðir við hann hafa þær. Þær eru í umhverfi hans.“Vináttan við Alfreð Flóka Sjón segist stundum hafa velt því fyrir sér af hverju hann lenti á þeirri braut sem hann er á í dag. „Eitt af þeim tækjum sem maður hefur sem rithöfundur er maður sjálfur. Ég var sólginn í öfgafulla myndlist og hryllingssögur sem krakki og svo er ég hér í dag, búinn að skrifa alls konar skrýtnar bækur. Þessi áhugi á hryllingi á unglingsárum, ég held hann sé tilkominn vegna þess að maður er að ganga í gegnum líkamlega umbreytingu. Einu listaverkin í samfélaginu sem takast á við óhugnað og sjálfsviðbjóð eru hryllingssögur. Á þessum árum horfir maður í spegilinn og maður er bara að breytast, það gerist bara í hryllingssögum!“ Þegar ég var unglingur heillaðist ég af súrrealismanum og nútímaljóðinu. Ég var um það bil sautján ára gamall þegar ég kynnist Alfreð Flóka sem ég minnist á í bókinni. Við urðum góðir vinir og ég varð fastagestur á heimili hans. Hann var mér eins og annar faðir og lét mig hafa bækur að lesa og ræddi við mig um heima og geima. Flóki var lítið fyrir það að vera í samskiptum við fólk úti í heimi, eða að slá trumbuna eins og hann kallaði það. Hann hafði sýnt á stórri súrrealistasýningu árið 1976 og súrrealistar höfðu sett sig í samband við hann. Hann færði mér öll þau sambönd á silfurfati og ég settist niður og skrifaði þessu fólki sem bjó úti um allan heim. Í mörg ár skrifaði ég súrrealistum í Portúgal, Bandaríkjunum og Kanada.“ Á þessum tíma var Sjón ein driffjöðrin í Medúsuhópnum sem rak sýningarsalinn Skruggubúð í Suðurgötu. „Við gáfum út bækur og vorum að þýða eftir aðra höfunda. Ég var í svona búbblu rétt eins og Gunnar Kampen. Í rauninni var ég inni í neti fólks sem var með róttækar og mjög ákveðnar hugmyndir um tilveruna. Þetta nota ég auðvitað þegar ég er að smíða persónu eins og Gunnar. Hvernig stóð á því að ég mjakaðist í þessa átt en hann í aðra? “Bíða færis Sjón segir alltaf verða til fólk sem aðhyllist nasisma og að það megi ekki sýna orðræðu blint umburðarlyndi. Það eigi að taka á henni af festu. „Það veit enginn hvort Gunnar Kampen hefði látið af þessum hugmyndum ári síðar og orðið venjulegur borgari. Margir vöknuðu nefnilega upp við vondan draum og margir sem voru í þessari sellu muna ekkert eftir þessu í dag. Eru bara venjulegt fólk úti í bæ. En svo eru aðrir sem fylgjast með miklum áhuga með því sem er að gerast víða um heim og upplifa að loksins sé nú hægt að tala upphátt á kaffihúsum.“Að fjalla um íslenska nasista, fannstu fyrir því að það væri viðkvæmt að róta í fortíðinni? „Þetta hefur kannski þótt svona leiðinlegt mál í fjölskyldum þessara manna en ég held að ef við ætlum að tala um þetta í samtímanum verðum við að muna að þetta fór aldrei, þetta er viðvarandi verkefni þeirra sem virkilega trúa á þetta, þeir bíða færis. Það er ekki nema við skoðum þetta fólk sem manneskjur að við getum byrjað samtalið. En þetta er samt klemma, því hvernig talar maður við manneskju sem er alltaf reiðubúin til að beita ofbeldi í samtalinu?“Og er jafnvel haldið gallhörðum fordómum? Og vill jafnvel ekki vera í samtali? „Já, það er mikið af fólki þar en líka fólki sem er mjakað þangað. Það er mikilvægt fyrir fólk að vera vakandi fyrir því. Þessi spjallsvæði þar sem þessar hugmyndir eru boðaðar og fólk skrifast á hafa verið skoðuð. Hvernig fólki er hrósað ef það lækar við einhvern rasistabrandara, þá fær það strax hrós fyrir það. Og ef þú deilir andstyggilegum skilaboðum, til dæmis um gyðinga, þá færðu læk fyrir það. Eitt af bestu tækjunum er svo að setja rasismann í búning húmors. Þá er hægt að segja: Hefur þú ekki húmor fyrir þessu? Þetta er bara grín! En Gunnar segir aldrei slíka brandara þótt eflaust hefði hann gert það. Mig langaði að sýna alvarleikann í hans verkefni. Hann er að finna sér stöðu í tilverunni. Faðir hans er í molum og drengurinn leitar annað eftir fyrirmynd. Eða til bróður hans í Noregi sem situr í fangelsi og er í hlutverki fórnarlambs. Faðir hans er honum ekki nóg. Móðurfjölskyldan er úr Vestmannaeyjum og hann kemst í tengsl við þann arm hreyfingarinnar. Óvíða voru duglegri nasistar en í Vestmannaeyjum. Þetta er saga þessa drengs innan þessarar fjölskyldu. Ég er að reyna að flækja myndina því það er ekki augljóst samband á milli ofbeldishneigðar og nasisma. Það getur einmitt verið viðkvæma barnið sem getur aðhyllst þessar hugmyndir.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira