Páll Viðar Gíslason mun stýra liði Þórs í Inkasso deild karla næsta sumar en hann var ráðinn þjálfari Þórsara í dag.
Páll Viðar gerir þriggja ára samning við sitt gamla félag, en hann átti farsælan feril að baki með Þór bæði sem leikmaður og þjálfari.
Hann hefur á síðustu árum þjálfað Völsung á Húsavík og Magna frá Grenivík.
„Ráðning Páls Viðars er hluti af þeirri stefnu Þórs að líta meira inn á við, ekki síst í svona málum enda njóta Þórsarar þeirra forréttinda að eiga margt hæfileikaríkt fólk innan félagsins,“ segir í tilkynningu félagsins.
Þór endaði í sjötta sæti Inkasso deidlarinnar í sumar með 34 stig.

