Algjör óreiða ríkti á götum borgarinnar í gær þar sem glæpamenn réðust á öryggissveitir og brenndu bíla, svo eitthvað sé nefnt. Minnst átta létu lífið og 21 særðist.
Sjá einnig: Glæpamenn þvinguðu lögregluþjóna til að sleppa syni El Chapo
BBC hefur eftir Luis Cresencio, varnarmálaráðherra, að aðgerð lögreglunnar þar sem Guzman var handtekinn, hafi verið illa skipulögð. Minnst einn lögregluþjónn er meðal hinna látnu.
Ákvörðunin að sleppa Guzman er sögð hafa verið tekin til að þyrma lífi lögregluþjóna og tryggja öryggi í Culiacan. Helsta kosningamál Obrador var að herja á glæpagengi Mexíkó. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur vegna atviksins, þó atburðarásin sé á köflum óljós enn.
Þá hefur mynd sem á að hafa verið tekin af Guzman á meðan hann var í haldi verið í dreifingu á samfélagsmiðlum ytra.
Ovidio Guzmán Lopez released. From a PR standpoint alone, this was a total disaster – the slow drip of info, the photos of Guzmán in custody, the government statement… just terrifying how badly authorities handled it pic.twitter.com/syJwtPQHGy
— Stephen Woodman (@Stephentwoodman) October 18, 2019