Náði nýjum samningi en þingið verður erfitt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 18. október 2019 08:00 Johnson býður hið risavaxna verkefni að sætta þingmenn við samninginn. Nordicphotos/Getty Boris Johnson, tilkynnti í gær um nýjan útgöngusamning Breta úr Evrópusambandinu. „Við höfum frábæran nýjan samning sem færir okkur aftur völdin,“ sagði Boris Johnson á Twitter í gær. Vindurinn fór þó aðeins úr seglunum skömmu síðar þegar DUP, flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi, gaf út yfirlýsingu um að hann styddi ekki samninginn. Johnson hefur fundað stíft með Arlene Foster, leiðtoga DUP, í vikunni. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði samning í höfn eftir ríkan vilja samningsaðila til að leita lausna. Hann hvatti leiðtogaráð Evrópusambandsins til að styðja samkomulagið. Aðalsamningamaður Evrópusambandsins, Michel Barnier, segir hinn nýja samning sanngjarna málamiðlun þar sem hagsmunir sambandsríkjanna séu varðir. Barnier bendir á að samningur Johnsons sé í stórum dráttum sá sami og Theresa May gerði fyrir ári. Bretar hafi samþykkt að standa við fjárhagslegar skuldbindingar vegna útgöngunnar úr sambandinu, sem áætlaðar hafa verið um 6.300 milljarðar króna. Ástæðan fyrir því að DUP getur ekki fellt sig við samninginn er sú að í raun verður Norður-Írland aðskilið tollasvæði frá Bretlandi, þó að orðalagið gefi annað til kynna. Norður-Írland fær í raun sérstöðu, með annan fótinn inni í Evrópusambandinu og annað skattakerfi en í Bretlandi. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir DUP hafa bæði Leo Varadkar, forseti Írlands, og höfuðandstæðingarnir í Sinn Fein fagnað samningnum. Samningurinn verður lagður fyrir breska þingið á morgun og ljóst er að mjög mjótt verður á munum, mun mjórra en í atkvæðagreiðslu um alla þrjá samninga Theresu May, forvera Johnsons. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðu Verkamannaflokksins, segir þennan nýja samning „enn verri“ en þann sem Theresa May kynnti. Verkamannaflokkurinn vill nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til að samþykkja eða hafna útgöngusamningnum. Innan Verkamannaflokksins eru þó tæplega 20 þingmenn, úr kjördæmum sem kusu með útgöngu, sem hafa ýjað að því að kjósa með samningi sem Johnson myndi leggja fram. Þeir munu þó ekki setja pólitíska framtíð sína í hættu nema að sjá fram á að vinna. SNP, skoski þjóðarflokkurinn, leggst alfarið gegn samningnum og segir óréttlátt að Norður-Írland fái sérstaka stöðu en Skotland ekki. Landsþing flokksins var haldið nýlega í Aberdeen og þar sagðist leiðtogi flokksins, Nicola Sturgeon, ætla að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði á næsta ári. Frjálslyndir demókratar eru einnig alfarið mótfallnir samningnum, sem og smærri flokkar. Sá sem talað hefur hvað harðast gegn samningnum er Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins. „Ég myndi frekar vilja frestun og nýjar kosningar en að samþykkja þennan skelfilega Evrópusamning,“ sagði hann. Johnson þarf þó frekar að hafa áhyggjur af ERG, harðlínumönnunum í Íhaldsflokknum sem eru tæplega 30 talsins því afstaða þeirra hefur oft verið sú sama og DUP. Ríkisstjórn Johnsons tapaði enn og aftur atkvæðagreiðslum í þinginu í gær, þar sem meðal annars var skýrar kveðið á um að sækja um frekari útgöngufrest. Juncker svaraði blaðamönnum á þá leið að Evrópusambandið myndi ekki veita fresti í ljósi þessa samnings, en stjórnmálaskýrendur og heimildarmenn innan Evrópusambandsins töldu ólíklegt að Evrópusambandið myndi hafna frekari frestun, væri þess óskað. Bresk fyrirtæki hafa lýst yfir vonbrigðum með samninginn og segja hann verri en þá sem Theresa May bar á borð. Þegar fregnir bárust af samningi reis hins vegar pundið í 1,29 á móti dollar, og hefur það ekki verið hærra í fimm mánuði. Eftir yfirlýsingu DUP seig það hins vegar niður í 1,27. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Nýr Brexit-samningur í höfn Forsætisráðherra Bretlands segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. 17. október 2019 09:47 Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. 17. október 2019 19:00 Úrslitadagar í Lundúnum, Brussel og Belfast Eftir að Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti að samningur væri í höfn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu varð fljótt ljóst að hann hafði aðeins náð samkomulagi við Evrópusambandið, ekki eigin bandamenn heima fyrir. 17. október 2019 21:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Boris Johnson, tilkynnti í gær um nýjan útgöngusamning Breta úr Evrópusambandinu. „Við höfum frábæran nýjan samning sem færir okkur aftur völdin,“ sagði Boris Johnson á Twitter í gær. Vindurinn fór þó aðeins úr seglunum skömmu síðar þegar DUP, flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi, gaf út yfirlýsingu um að hann styddi ekki samninginn. Johnson hefur fundað stíft með Arlene Foster, leiðtoga DUP, í vikunni. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði samning í höfn eftir ríkan vilja samningsaðila til að leita lausna. Hann hvatti leiðtogaráð Evrópusambandsins til að styðja samkomulagið. Aðalsamningamaður Evrópusambandsins, Michel Barnier, segir hinn nýja samning sanngjarna málamiðlun þar sem hagsmunir sambandsríkjanna séu varðir. Barnier bendir á að samningur Johnsons sé í stórum dráttum sá sami og Theresa May gerði fyrir ári. Bretar hafi samþykkt að standa við fjárhagslegar skuldbindingar vegna útgöngunnar úr sambandinu, sem áætlaðar hafa verið um 6.300 milljarðar króna. Ástæðan fyrir því að DUP getur ekki fellt sig við samninginn er sú að í raun verður Norður-Írland aðskilið tollasvæði frá Bretlandi, þó að orðalagið gefi annað til kynna. Norður-Írland fær í raun sérstöðu, með annan fótinn inni í Evrópusambandinu og annað skattakerfi en í Bretlandi. Til að bæta gráu ofan á svart fyrir DUP hafa bæði Leo Varadkar, forseti Írlands, og höfuðandstæðingarnir í Sinn Fein fagnað samningnum. Samningurinn verður lagður fyrir breska þingið á morgun og ljóst er að mjög mjótt verður á munum, mun mjórra en í atkvæðagreiðslu um alla þrjá samninga Theresu May, forvera Johnsons. Jeremy Corbyn, leiðtogi stjórnarandstöðu Verkamannaflokksins, segir þennan nýja samning „enn verri“ en þann sem Theresa May kynnti. Verkamannaflokkurinn vill nýja þjóðaratkvæðagreiðslu til að samþykkja eða hafna útgöngusamningnum. Innan Verkamannaflokksins eru þó tæplega 20 þingmenn, úr kjördæmum sem kusu með útgöngu, sem hafa ýjað að því að kjósa með samningi sem Johnson myndi leggja fram. Þeir munu þó ekki setja pólitíska framtíð sína í hættu nema að sjá fram á að vinna. SNP, skoski þjóðarflokkurinn, leggst alfarið gegn samningnum og segir óréttlátt að Norður-Írland fái sérstaka stöðu en Skotland ekki. Landsþing flokksins var haldið nýlega í Aberdeen og þar sagðist leiðtogi flokksins, Nicola Sturgeon, ætla að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði á næsta ári. Frjálslyndir demókratar eru einnig alfarið mótfallnir samningnum, sem og smærri flokkar. Sá sem talað hefur hvað harðast gegn samningnum er Nigel Farage, leiðtogi Brexit-flokksins. „Ég myndi frekar vilja frestun og nýjar kosningar en að samþykkja þennan skelfilega Evrópusamning,“ sagði hann. Johnson þarf þó frekar að hafa áhyggjur af ERG, harðlínumönnunum í Íhaldsflokknum sem eru tæplega 30 talsins því afstaða þeirra hefur oft verið sú sama og DUP. Ríkisstjórn Johnsons tapaði enn og aftur atkvæðagreiðslum í þinginu í gær, þar sem meðal annars var skýrar kveðið á um að sækja um frekari útgöngufrest. Juncker svaraði blaðamönnum á þá leið að Evrópusambandið myndi ekki veita fresti í ljósi þessa samnings, en stjórnmálaskýrendur og heimildarmenn innan Evrópusambandsins töldu ólíklegt að Evrópusambandið myndi hafna frekari frestun, væri þess óskað. Bresk fyrirtæki hafa lýst yfir vonbrigðum með samninginn og segja hann verri en þá sem Theresa May bar á borð. Þegar fregnir bárust af samningi reis hins vegar pundið í 1,29 á móti dollar, og hefur það ekki verið hærra í fimm mánuði. Eftir yfirlýsingu DUP seig það hins vegar niður í 1,27.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Nýr Brexit-samningur í höfn Forsætisráðherra Bretlands segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. 17. október 2019 09:47 Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. 17. október 2019 19:00 Úrslitadagar í Lundúnum, Brussel og Belfast Eftir að Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti að samningur væri í höfn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu varð fljótt ljóst að hann hafði aðeins náð samkomulagi við Evrópusambandið, ekki eigin bandamenn heima fyrir. 17. október 2019 21:00 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Nýr Brexit-samningur í höfn Forsætisráðherra Bretlands segir að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins sé í höfn. 17. október 2019 09:47
Óvíst hvort þingið samþykki nýja samninginn Skiptar skoðanir eru um nýjan samning um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Óljóst er hvort þingið samþykki samninginn. Ef það gerist ekki þarf Boris Johnson forsætisráðherra að biðja um að útgöngu verði frestað. 17. október 2019 19:00
Úrslitadagar í Lundúnum, Brussel og Belfast Eftir að Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands tilkynnti að samningur væri í höfn um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu varð fljótt ljóst að hann hafði aðeins náð samkomulagi við Evrópusambandið, ekki eigin bandamenn heima fyrir. 17. október 2019 21:00