Sinnulítil gagnvart nýsköpunarfyrirtækjum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. október 2019 17:34 Tillagan er eitt af forgangsmálum þingflokksins þennan þingveturinn en frambjóðendur Samfylkingarinnar töluðu mikið um eflingu smærri fyrirtækja í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. visir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti á Alþingi í dag fyrir þingsályktunartillögu um aðgerðir í þágu smærri fyrirtækja. Tillögunni, sem er í sjö liðum, er ætlað að styðja sérstaklega við rekstrarumhverfi smærri fyrirtæki og efla nýsköpun. „Við erum alltof sinnulítil gagnvart framsæknum nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta eru gjarnan fyrirtæki sem eru drifin áfram af hugviti og þurfa að verða leiðandi í lífskjarasókn landsins til framtíðar. En við búum þeim alltof erfið lífsskilyrði,“ segir Logi. Tillagan er eitt af forgangsmálum þingflokksins þennan þingveturinn en frambjóðendur Samfylkingarinnar töluðu mikið um eflingu smærri fyrirtækja í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. „Oft eru ákvarðanir teknar hérna inni er varða fyrirtæki hugsaðar út frá hagsmunum stærri fyrirtækja, jafnvel allra stærstu. Hér eru daglega viðfangsefni sem lúta að sértækum verkefnum, sértækum fyrirtækjum, stórum atvinnugreinum en aftur á móti virðist vera allt of lítið hugsað út frá hinu smáa. Þær aðgerðir sem flutningsmenn eru að leggja áherslu á hér gagnast auðvitað líka meðalstórum og stórum fyrirtækjum en með þessari tilraun er verið að reyna að hugsa út frá þörfum smærri fyrirtækja því þau eiga sér, virðist vera, færri málsvara hér inni á þingi,“ segir Logi á Alþingi. Í tillögunni er meðal annars lagt til að lækka tryggingagjald fyrir smærri fyrirtæki og auka ívilnanir, að þak á endurgreiðslu vegna nýsköpunar verði afnumið og að breytingar verði gerðar á skattalögum til að skapa hvata til fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum og að auka áherslu á iðn- og tæknimenntun, skapandi menntun og endurmenntun. Alþingi Nýsköpun Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti á Alþingi í dag fyrir þingsályktunartillögu um aðgerðir í þágu smærri fyrirtækja. Tillögunni, sem er í sjö liðum, er ætlað að styðja sérstaklega við rekstrarumhverfi smærri fyrirtæki og efla nýsköpun. „Við erum alltof sinnulítil gagnvart framsæknum nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta eru gjarnan fyrirtæki sem eru drifin áfram af hugviti og þurfa að verða leiðandi í lífskjarasókn landsins til framtíðar. En við búum þeim alltof erfið lífsskilyrði,“ segir Logi. Tillagan er eitt af forgangsmálum þingflokksins þennan þingveturinn en frambjóðendur Samfylkingarinnar töluðu mikið um eflingu smærri fyrirtækja í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. „Oft eru ákvarðanir teknar hérna inni er varða fyrirtæki hugsaðar út frá hagsmunum stærri fyrirtækja, jafnvel allra stærstu. Hér eru daglega viðfangsefni sem lúta að sértækum verkefnum, sértækum fyrirtækjum, stórum atvinnugreinum en aftur á móti virðist vera allt of lítið hugsað út frá hinu smáa. Þær aðgerðir sem flutningsmenn eru að leggja áherslu á hér gagnast auðvitað líka meðalstórum og stórum fyrirtækjum en með þessari tilraun er verið að reyna að hugsa út frá þörfum smærri fyrirtækja því þau eiga sér, virðist vera, færri málsvara hér inni á þingi,“ segir Logi á Alþingi. Í tillögunni er meðal annars lagt til að lækka tryggingagjald fyrir smærri fyrirtæki og auka ívilnanir, að þak á endurgreiðslu vegna nýsköpunar verði afnumið og að breytingar verði gerðar á skattalögum til að skapa hvata til fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum og að auka áherslu á iðn- og tæknimenntun, skapandi menntun og endurmenntun.
Alþingi Nýsköpun Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara Sjá meira