Borgaði sig að halda Sólningu í rekstri Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 17. október 2019 07:45 Útlit er fyrir að heildarupphæð krafna í þrotabúið muni nema rúmlega 900 milljónum króna. Ákvörðun þrotabús Sólningar um að halda rekstrinum gangandi í stað þess að selja eignir á hrakvirði getur orðið til þess að heimtur kröfuhafa verði mun betri en ella. Skiptastjóri búsins segir að þetta sé sjaldgæf leið sem fleiri skiptastjórar eigi að hafa í huga. Hún eigi þó ekki alltaf við og mikilvægt sé að reynsla og þekking á rekstri sé til staðar. „Það er algjörlega á hreinu í dag að það var betra að fara þessa leið frekar en að auglýsa brunaútsölu eða selja allan lagerinn á hrakvirði til samkeppnisaðila. Eins er orðið ljóst að Sólning og dekkjaverkstæðin, og störfin sem fyrirtækið hefur skapað, verða til staðar næstu árin og það væri ekki staðan í dag ef ákveðið hefði verið að skella í lás þegar félagið fór í þrot,“ segir Erlendur Þór Gunnarsson, einn af fjórum eigendum OPUS lögmanna og skiptastjóri þrotabús Sólningar. Sólning, stærsti innflytjandi hjólbarða á Íslandi, var tekin til gjaldþrotaskipta í mars. Gjaldþrotið skildi eftir sig risavaxinn dekkjalager sem taldi 55 þúsund dekk og var metinn á hálfan milljarð króna. „Eftir gjaldþrotið áttum við í viðræðum við stór fyrirtæki á markaði um að þau myndu kaupa allan lagerinn en tilboðin voru einfaldlega ekki ásættanleg,“ segir Erlendur. Í kjölfarið var ákveðið að skoða þann möguleika að halda fyrirtækinu í rekstri í gegnum þrotabúið. Eftir gerð á rekstraráætlun og fundi með starfsmönnum og stórum viðskiptavinum var niðurstaðan sú að meiri líkur en minni væru á því að þessi leið myndi skila þrotabúinu meiru en hefðbundin gjaldþrotaskipti. Spurður hvort það hafi gengið eftir svarar Erlendur játandi. „Við höfum náð 60 prósentum af markmiði okkar hvað sölu varðar og eigum ansi mikið inni Ég bind vonir við að heimtur fyrir kröfuhafa verði yfir 50 prósent þegar upp er staðið. Þær hefðu í besta falli verið 20-25 prósent ef við hefðum ákveðið að selja allar eignir strax eftir gjaldþrot en algengt er að heimtur úr gjaldþrota félögum séu á bilinu 0-10 prósent. Þannig að ef þær fara yfir 50 prósent er ég sáttur en það mun auðvitað velta á því hvernig salan gengur í vetur. Ef það fer að frysta og við fáum alvöru vetrartíð þá munu áætlanir um sölu ganga eftir,“ segir Erlendur.Er þetta leið sem skiptastjórar eiga að horfa til í meiri mæli? „Já, þeir geta gert það en það er alveg ljóst að þessari leið fylgir áhætta sem skiptastjóri verður að vera meðvitaður um og eins þurfa að vera til staðar starfsmenn sem hann ber fullt traust til. Ef ég hefði farið þarna inn og ætlað að standa sjálfur í dekkjasölu hefði það mjög líklega farið illa en við vorum með Jón Hauksson sölustjóra sem er með áratugareynslu af þessum bransa og frábær starfsmaður. Og með góðu fólki getur svona verkefni fyllilega gengið upp,“ segir Erlendur. „Til að láta svona verkefni virka skiptir máli að það séu ekki eingöngu lögfræðimenntaðir skiptastjórar að stjórna ferðinni. Þá getur kostnaðurinn auðveldlega rokið upp því þar vantar jafnan upp á rekstrarkunnáttuna.“ Langstærsti kröfuhafinn er Landsbankinn en kröfur bankans nema 415 milljónum króna og eru þær með veð í birgðum félagsins. Útlit er fyrir að heildarupphæð krafna í búið muni nema rúmlega 900 milljónum króna. Erlendur segir að allir samningar sem voru gerðir í kjölfar gjaldþrotsins byggist á því að sölu á eignum búsins ljúki um áramótin. Eftir það taki við hefðbundnir þættir gjaldþrotaskipta, svo sem eftirfylgni riftunarmála og innheimta krafna.Reyndu að selja árið 2017 Tekjur Sólningar námu tæpum tveimur milljörðum 2017 og var fyrirtækið með um 35 prósenta markaðshlutdeild. Sama ár var kannaður möguleiki á að selja fyrirtækið. Enginn áhugi var til staðar og því fór söluferlið ekki lengra. Eigandi Sólningar var Gunnar Justinussen sem keypti fyrirtækið árið 2012 keypti af Hömlum ehf, dótturfélagi Landsbankans, fyrir 440 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Sólningar sagði í kjölfar gjaldþrotsins að lítil sala hafði verið á dekkjum á síðasta ári. Þetta væri fjárfrekur rekstur og of stór innkaup á vetrardekkum, miðað við milda veturinn sem þá var fram undan, hefðu sligað fyrirtækið. Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Tengdar fréttir Sólning segist ódýrari en Costco Samanburðurinn á við Michelin dekk frá Costco og Hankook dekk frá Sólningu. 23. maí 2017 12:32 Sólning á leið í gjaldþrot Tekjur Sólningar námu tæpum tveimur milljörðum 2017 og hagnaðurinn tveimur milljónum. 6. mars 2019 06:30 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Sjá meira
Ákvörðun þrotabús Sólningar um að halda rekstrinum gangandi í stað þess að selja eignir á hrakvirði getur orðið til þess að heimtur kröfuhafa verði mun betri en ella. Skiptastjóri búsins segir að þetta sé sjaldgæf leið sem fleiri skiptastjórar eigi að hafa í huga. Hún eigi þó ekki alltaf við og mikilvægt sé að reynsla og þekking á rekstri sé til staðar. „Það er algjörlega á hreinu í dag að það var betra að fara þessa leið frekar en að auglýsa brunaútsölu eða selja allan lagerinn á hrakvirði til samkeppnisaðila. Eins er orðið ljóst að Sólning og dekkjaverkstæðin, og störfin sem fyrirtækið hefur skapað, verða til staðar næstu árin og það væri ekki staðan í dag ef ákveðið hefði verið að skella í lás þegar félagið fór í þrot,“ segir Erlendur Þór Gunnarsson, einn af fjórum eigendum OPUS lögmanna og skiptastjóri þrotabús Sólningar. Sólning, stærsti innflytjandi hjólbarða á Íslandi, var tekin til gjaldþrotaskipta í mars. Gjaldþrotið skildi eftir sig risavaxinn dekkjalager sem taldi 55 þúsund dekk og var metinn á hálfan milljarð króna. „Eftir gjaldþrotið áttum við í viðræðum við stór fyrirtæki á markaði um að þau myndu kaupa allan lagerinn en tilboðin voru einfaldlega ekki ásættanleg,“ segir Erlendur. Í kjölfarið var ákveðið að skoða þann möguleika að halda fyrirtækinu í rekstri í gegnum þrotabúið. Eftir gerð á rekstraráætlun og fundi með starfsmönnum og stórum viðskiptavinum var niðurstaðan sú að meiri líkur en minni væru á því að þessi leið myndi skila þrotabúinu meiru en hefðbundin gjaldþrotaskipti. Spurður hvort það hafi gengið eftir svarar Erlendur játandi. „Við höfum náð 60 prósentum af markmiði okkar hvað sölu varðar og eigum ansi mikið inni Ég bind vonir við að heimtur fyrir kröfuhafa verði yfir 50 prósent þegar upp er staðið. Þær hefðu í besta falli verið 20-25 prósent ef við hefðum ákveðið að selja allar eignir strax eftir gjaldþrot en algengt er að heimtur úr gjaldþrota félögum séu á bilinu 0-10 prósent. Þannig að ef þær fara yfir 50 prósent er ég sáttur en það mun auðvitað velta á því hvernig salan gengur í vetur. Ef það fer að frysta og við fáum alvöru vetrartíð þá munu áætlanir um sölu ganga eftir,“ segir Erlendur.Er þetta leið sem skiptastjórar eiga að horfa til í meiri mæli? „Já, þeir geta gert það en það er alveg ljóst að þessari leið fylgir áhætta sem skiptastjóri verður að vera meðvitaður um og eins þurfa að vera til staðar starfsmenn sem hann ber fullt traust til. Ef ég hefði farið þarna inn og ætlað að standa sjálfur í dekkjasölu hefði það mjög líklega farið illa en við vorum með Jón Hauksson sölustjóra sem er með áratugareynslu af þessum bransa og frábær starfsmaður. Og með góðu fólki getur svona verkefni fyllilega gengið upp,“ segir Erlendur. „Til að láta svona verkefni virka skiptir máli að það séu ekki eingöngu lögfræðimenntaðir skiptastjórar að stjórna ferðinni. Þá getur kostnaðurinn auðveldlega rokið upp því þar vantar jafnan upp á rekstrarkunnáttuna.“ Langstærsti kröfuhafinn er Landsbankinn en kröfur bankans nema 415 milljónum króna og eru þær með veð í birgðum félagsins. Útlit er fyrir að heildarupphæð krafna í búið muni nema rúmlega 900 milljónum króna. Erlendur segir að allir samningar sem voru gerðir í kjölfar gjaldþrotsins byggist á því að sölu á eignum búsins ljúki um áramótin. Eftir það taki við hefðbundnir þættir gjaldþrotaskipta, svo sem eftirfylgni riftunarmála og innheimta krafna.Reyndu að selja árið 2017 Tekjur Sólningar námu tæpum tveimur milljörðum 2017 og var fyrirtækið með um 35 prósenta markaðshlutdeild. Sama ár var kannaður möguleiki á að selja fyrirtækið. Enginn áhugi var til staðar og því fór söluferlið ekki lengra. Eigandi Sólningar var Gunnar Justinussen sem keypti fyrirtækið árið 2012 keypti af Hömlum ehf, dótturfélagi Landsbankans, fyrir 440 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Sólningar sagði í kjölfar gjaldþrotsins að lítil sala hafði verið á dekkjum á síðasta ári. Þetta væri fjárfrekur rekstur og of stór innkaup á vetrardekkum, miðað við milda veturinn sem þá var fram undan, hefðu sligað fyrirtækið.
Birtist í Fréttablaðinu Gjaldþrot Tengdar fréttir Sólning segist ódýrari en Costco Samanburðurinn á við Michelin dekk frá Costco og Hankook dekk frá Sólningu. 23. maí 2017 12:32 Sólning á leið í gjaldþrot Tekjur Sólningar námu tæpum tveimur milljörðum 2017 og hagnaðurinn tveimur milljónum. 6. mars 2019 06:30 Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Sjá meira
Sólning segist ódýrari en Costco Samanburðurinn á við Michelin dekk frá Costco og Hankook dekk frá Sólningu. 23. maí 2017 12:32
Sólning á leið í gjaldþrot Tekjur Sólningar námu tæpum tveimur milljörðum 2017 og hagnaðurinn tveimur milljónum. 6. mars 2019 06:30