Hver er gráðugur? Ólöf Skaftadóttir skrifar 17. október 2019 07:30 Verktakar hafa tekið sig saman og stefnt Reykjavíkurborg vegna svokallaðra innviðagjalda sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Gjaldið telja verktakarnir ólögmætt. Fjárhæðirnar nema milljörðum. Gjaldið skiptir almenning máli því það hefur áhrif til hækkunar á byggingarkostnaði sem aftur hefur áhrif til hækkunar fasteignaverðs, getur dregið úr framboði og rýrt hlut kaupenda, seljenda og leigjenda þegar á hólminn er komið. Borgin hefur innheimt þessi tilteknu gjöld í ýmsu formi og undir ýmsum nöfnum undanfarin ár. Oft er óljóst hvaða forsendur liggja að baki ákvörðun um upphæð gjaldsins hverju sinni. Upphæðin er ólík milli svæða. Gjaldið hefur líka verið innheimt við uppbyggingu á svokölluðum þéttingarreitum – þar sem fyrir er enginn skortur á innviðum! Vitaskuld vekur slíkt spurningar um innheimtu gjaldsins og hvert fjármunirnir renna í raun. Í stað þess að svara gagnrýni málefnalega, segir borgarstjóri boðað dómsmál til marks um eitthvað sem hann kallar „verktakagræðgi“. Álagning gjaldanna byggi á samningum sem verktakar hafi undirritað. Það sé því einkennilegt að þeir ætli sér nú að „stinga af frá reikningnum og velta kostnaðinum yfir á borgarbúa“. Gott og vel. Sennilega hafa báðir eitthvað til síns máls. En þótt hagsmunaaðilar höfði dómsmálið má það ekki villa okkur sýn. Það er brýnt fyrir almenning að úr óvissunni um lögmæti gjaldsins sé skorið. Sem dæmi má nefna að innviðagjald á hvern fermetra í hinni nýju og um margt glæsilegu Vogabyggð er um 23 þúsund krónur. Það gerir 2,3 milljónir króna á hverja 100 fermetra íbúð. Í Vogabyggð nemur þessi skattstofn borgarinnar um fimm milljörðum króna. Munar um minna. Frumskógarlögmál ríkir á húsnæðismarkaði. Kallað hefur verið eftir að stjórnvöld bregðist við. Hlutur sveitarfélaganna er þar mestur. Innviðagjaldið er enn lagt á uppbyggingarverkefni í borginni. Á næstu árum eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar. Hvað sem meintu ólögmæti innviðagjalds líður, er það staðreynd að meirihlutinn í borginni hefur skorast undan ábyrgð á sjálfsögðu aðhaldi í rekstri. Til að bregðast við því heldur borgin ekki bara útsvari í hæsta lögleyfða marki heldur hækkar tekjustofna með ýmsum kúnstum, sem innviðagjaldið virðist vera skólabókardæmi um. Að minnsta kosti hlýtur að teljast ólíklegt að stétt verktaka sé gráðugri en annað fólk. Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka, í stað lausnamiðaðrar nálgunar á hvernig skuli leysa sjálfskapaðan bráðavanda á húsnæðismarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Ólöf Skaftadóttir Reykjavík Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Verktakar hafa tekið sig saman og stefnt Reykjavíkurborg vegna svokallaðra innviðagjalda sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Gjaldið telja verktakarnir ólögmætt. Fjárhæðirnar nema milljörðum. Gjaldið skiptir almenning máli því það hefur áhrif til hækkunar á byggingarkostnaði sem aftur hefur áhrif til hækkunar fasteignaverðs, getur dregið úr framboði og rýrt hlut kaupenda, seljenda og leigjenda þegar á hólminn er komið. Borgin hefur innheimt þessi tilteknu gjöld í ýmsu formi og undir ýmsum nöfnum undanfarin ár. Oft er óljóst hvaða forsendur liggja að baki ákvörðun um upphæð gjaldsins hverju sinni. Upphæðin er ólík milli svæða. Gjaldið hefur líka verið innheimt við uppbyggingu á svokölluðum þéttingarreitum – þar sem fyrir er enginn skortur á innviðum! Vitaskuld vekur slíkt spurningar um innheimtu gjaldsins og hvert fjármunirnir renna í raun. Í stað þess að svara gagnrýni málefnalega, segir borgarstjóri boðað dómsmál til marks um eitthvað sem hann kallar „verktakagræðgi“. Álagning gjaldanna byggi á samningum sem verktakar hafi undirritað. Það sé því einkennilegt að þeir ætli sér nú að „stinga af frá reikningnum og velta kostnaðinum yfir á borgarbúa“. Gott og vel. Sennilega hafa báðir eitthvað til síns máls. En þótt hagsmunaaðilar höfði dómsmálið má það ekki villa okkur sýn. Það er brýnt fyrir almenning að úr óvissunni um lögmæti gjaldsins sé skorið. Sem dæmi má nefna að innviðagjald á hvern fermetra í hinni nýju og um margt glæsilegu Vogabyggð er um 23 þúsund krónur. Það gerir 2,3 milljónir króna á hverja 100 fermetra íbúð. Í Vogabyggð nemur þessi skattstofn borgarinnar um fimm milljörðum króna. Munar um minna. Frumskógarlögmál ríkir á húsnæðismarkaði. Kallað hefur verið eftir að stjórnvöld bregðist við. Hlutur sveitarfélaganna er þar mestur. Innviðagjaldið er enn lagt á uppbyggingarverkefni í borginni. Á næstu árum eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar. Hvað sem meintu ólögmæti innviðagjalds líður, er það staðreynd að meirihlutinn í borginni hefur skorast undan ábyrgð á sjálfsögðu aðhaldi í rekstri. Til að bregðast við því heldur borgin ekki bara útsvari í hæsta lögleyfða marki heldur hækkar tekjustofna með ýmsum kúnstum, sem innviðagjaldið virðist vera skólabókardæmi um. Að minnsta kosti hlýtur að teljast ólíklegt að stétt verktaka sé gráðugri en annað fólk. Viðbrögð borgarstjórans bera vott um valdhroka, í stað lausnamiðaðrar nálgunar á hvernig skuli leysa sjálfskapaðan bráðavanda á húsnæðismarkaði.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun