Steig óvænt fram og lýsti ábyrgð á allri amfetamínframleiðslunni í Borgarfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2019 15:19 Sumarbústaðurinn í Heyholtslandi í Borgarfirði þar sem amfetamínsframleiðslan fór fram. Karlmaður nokkur hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. Um er að ræða umfangsmikið mál sem komið er til kasta dómstóla. Þrír karlmenn, þar af tveir sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu á sínum tíma, eru meðal ákærðu Fyrirtaka í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar kom fram að verjendur, saksóknari og lögreglu hefðu fengið bréf frá karlmanni sem lýsti sök sinni í málinu. Raunar tók hann alla ábyrgð í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir ekki einsdæmi að einhver stígi fram líkt og nú er gert. Þá sé tekin skýrsla af viðkomandi. Hún minnir á að búið sé að gefa út ákæru á hendur mönnum sem byggi á gögnum sem tengir þá við málið og er talið líklegt að leiði til sakfellingar. Skýrslan yfir manninum var ekki lögð fram í héraðsdómi í dag þar sem ekki var búið að skrifa upp endurrit af framburði mannsins. Líklegt má telja að maðurinn verði kallaður fyrir dóm þegar aðalmeðferð málsins fer fram. Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, eru ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni ákærðir fyrir framleiðslu rúmlega átta kíló af amfetamíni í Borgarfirði. Mennirnir þrír hafa allir þrír neitað sök en þeir eru sömuleiðis ákærðir fyrir ræktun á kannabisi í Þykkvabæ. Þrír aðilar til viðbótar hafa þegar játað aðild að ræktuninni og hafa hlotið skilorðsbundna dóma. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir á peningaþvættisanga málsins. Grunur leikur á að fé hafi verið þvættað í gegnum atvinnurekstur. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, hefur sagt að skýra þurfi ansi mikla peningagjörninga sem hefðu átt sér stað hjá þeim sem ákærðir væru í málinu. „Þannig að mér reiknast svona til í fljótu bragði að við séum með ýmis verðmæti, húseignir, bíla, ýmsa fjármuni, lausafé og fleira, svona eitthvað, það er nú farið að slá upp í 100 milljónir held ég, sem eru með mismunandi þvingunarþætti á sér, eftir því hvers eðlis hlutirnir eru,“ sagði Karl Steinar við fréttastofu RÚV. Aðalmeðferð í málinu er áætluð 31. október og 1. nóvember. Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Ræktendurnir í Þykkvabæ fengu skilorðsbundna dóma Tveir karlmenn og ein kona fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að kannabisræktun við bóndabæ nærri Þykkvabæ. 8. október 2019 12:11 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Karlmaður nokkur hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. Um er að ræða umfangsmikið mál sem komið er til kasta dómstóla. Þrír karlmenn, þar af tveir sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu á sínum tíma, eru meðal ákærðu Fyrirtaka í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar kom fram að verjendur, saksóknari og lögreglu hefðu fengið bréf frá karlmanni sem lýsti sök sinni í málinu. Raunar tók hann alla ábyrgð í málinu. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir ekki einsdæmi að einhver stígi fram líkt og nú er gert. Þá sé tekin skýrsla af viðkomandi. Hún minnir á að búið sé að gefa út ákæru á hendur mönnum sem byggi á gögnum sem tengir þá við málið og er talið líklegt að leiði til sakfellingar. Skýrslan yfir manninum var ekki lögð fram í héraðsdómi í dag þar sem ekki var búið að skrifa upp endurrit af framburði mannsins. Líklegt má telja að maðurinn verði kallaður fyrir dóm þegar aðalmeðferð málsins fer fram. Alvar Óskarsson og Einar Jökull Einarsson, sem hlutu þunga dóma í Pólstjörnumálinu svokallaða sem varðaði stórfellt fíkniefnasmygl, eru ásamt Margeiri Pétri Jóhannssyni ákærðir fyrir framleiðslu rúmlega átta kíló af amfetamíni í Borgarfirði. Mennirnir þrír hafa allir þrír neitað sök en þeir eru sömuleiðis ákærðir fyrir ræktun á kannabisi í Þykkvabæ. Þrír aðilar til viðbótar hafa þegar játað aðild að ræktuninni og hafa hlotið skilorðsbundna dóma. Rannsókn lögreglu stendur enn yfir á peningaþvættisanga málsins. Grunur leikur á að fé hafi verið þvættað í gegnum atvinnurekstur. Karl Steinar Valsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, hefur sagt að skýra þurfi ansi mikla peningagjörninga sem hefðu átt sér stað hjá þeim sem ákærðir væru í málinu. „Þannig að mér reiknast svona til í fljótu bragði að við séum með ýmis verðmæti, húseignir, bíla, ýmsa fjármuni, lausafé og fleira, svona eitthvað, það er nú farið að slá upp í 100 milljónir held ég, sem eru með mismunandi þvingunarþætti á sér, eftir því hvers eðlis hlutirnir eru,“ sagði Karl Steinar við fréttastofu RÚV. Aðalmeðferð í málinu er áætluð 31. október og 1. nóvember.
Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Borgarbyggð Dómsmál Tengdar fréttir Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45 Ræktendurnir í Þykkvabæ fengu skilorðsbundna dóma Tveir karlmenn og ein kona fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að kannabisræktun við bóndabæ nærri Þykkvabæ. 8. október 2019 12:11 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34
Kitchenaid-hræra og kaffipokar notuð við framleiðslu amfetamíns í bústaðnum í Borgarfirði Þess er krafist að fjöldi tækja og tóla til fíkniefnaframleiðslu verði gerður upptækur í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál sem þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. 9. september 2019 11:45
Ræktendurnir í Þykkvabæ fengu skilorðsbundna dóma Tveir karlmenn og ein kona fengu skilorðsbundna dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir aðild að kannabisræktun við bóndabæ nærri Þykkvabæ. 8. október 2019 12:11