Viðskipti innlent

Dill opnað í Kjörgarði

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Gunnar Karl Gíslason.
Gunnar Karl Gíslason.
Unnið er að því að opna veitingastaðinn Dill, sem er sá eini á Íslandi sem skartað hefur Mich­elin-stjörnu, á annarri hæð í Kjörgarði á Laugavegi 59. Veitingastaðurinn Nostra var þar áður til húsa en honum var lokað í maí. Á meðal hluthafa er Gunnar Karl Gíslason kokkur sem opnaði Dill árið 2009, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Veitingahúsinu var lokað tímabundið í ágúst. Á sama tíma var tveimur stöðum, sem reknir voru í sama húsi við Hverfisgötu 12 og lutu sama eignarhaldi, lokað fyrir fullt og allt.

Gunnar Karl sagði við fjölmiðla við það tilefni að þungur rekstur Mikkeller & Friends og Systur hefði sligað Dill. Staðirnir hefðu allir verið reknir á sömu kennitölu og á sama veitingaleyfi. Gatnaframkvæmdir á Hverfisgötu hefðu ekki bætt stöðuna.

Hann sagði að Dill hefði ekki farið í þrot, reksturinn hefði gengið mjög vel og aðsókn verið mikil frá upphafi.

Ekki náðist í Gunnar Karl við vinnslu fréttarinnar.




Tengdar fréttir

Erfiður vetur sem varð að martröð

Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×