Finnland fékk Armeníu í heimsókn í undankeppni EM 2020 í fyrsta leik J-riðils í dag. Leiknum lauk með öruggum 3-0 sigri Finna.
Sigurinn var í raun aldrei í hættu en Fredrik Jensen kom Finnum í 1-0 eftir rúman hálftíma leik og þannig var staðan í hálfleik.
Í þeim síðari skoraði Teemu Pukki, framherji Norwich City í ensku úrvalsdeildinni, tvívegis og lokatölur því 3-0 í öruggum sigri Finnlands.
Sigurinn þýðir að Finnar eru nú í 2. sæti með 15 stig, sex stigum á eftir Ítölum sem sita á toppnum með 21 stig og leik til góða. Á eftir Finnum koma svo Armenar og Bosnía Hersegóvína en síðarnefnda liðið á leik til góða gegn Grikkjum síðar í dag.
Finnar í góðum málum eftir öruggan sigur á Armenum
Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar

Mest lesið



„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“
Íslenski boltinn

Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn
Íslenski boltinn

Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“
Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn


Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum
Íslenski boltinn
