Deutsche bank tók fimm ár í að tilkynna grunsamlegar færslur Danske bank Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2019 12:06 Höfuðstöðvar Deutsche bank í Franfurkt þar sem húsleit var gerð í síðasta mánuði. Vísir/EPA Þýsk yfirvöld rannsaka nú hvers vegna Deutsche bank tilkynnti ekki um fleiri en milljón grunsamlegar fjármagnsfærslur sem tengdust danska bankanum Danske bank fyrr en fimm árum eftir að uppljóstrari gerði viðvart um meiriháttar peningaþvætti.Reuters-fréttastofan greinir frá því að Deutsche bank hafi ekki tilkynnt um 1,1 milljón færslna fyrr en í febrúar á þessu ári. Rannsakendur peningaþvættisyfirvalda og saksóknara kanni nú hvers vegna það tók Deutsche svo langan tíma. Færslurnar eru frá árunum 2014 til 2015 og tengjast Rússland og fyrrum Sovétlýðveldum. Til rannsóknar er hvort að starfsmenn eða stjórnendur Deutsche hafi lagt blessun sína yfir færslurnar og hvort þeir hafi reynt að hylma yfir það. Reynist svo vera gætu þeir átt yfir höfðu sér ákærur. Danske bank hefur viðurkennt að um 220 milljarðar dollara, jafnvirði um 27.500 milljarða íslenskra króna, hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi frá 2007 til 2015. Bankinn var rekinn úr landinu fyrr á þessu. Flestar færslur Danske bank fóru í gegnum Deutsche bank. Þýskir saksóknarar gerðu húsleit í höfuðstöðvum þýska bankans í tengslum við peningaþvættið í síðasta mánuði. Forsvarsmenn Deutsche tjá sig ekki um dráttinn á tilkynningum til yfirvalda um færslurnar en segjast hafa bundið enda á samstarfið við Danske bank árið 2015 og hert eftirlit sitt með peningaþvætti síðan. Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Þýskaland Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn Aivar Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. 25. september 2019 08:56 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Þýsk yfirvöld rannsaka nú hvers vegna Deutsche bank tilkynnti ekki um fleiri en milljón grunsamlegar fjármagnsfærslur sem tengdust danska bankanum Danske bank fyrr en fimm árum eftir að uppljóstrari gerði viðvart um meiriháttar peningaþvætti.Reuters-fréttastofan greinir frá því að Deutsche bank hafi ekki tilkynnt um 1,1 milljón færslna fyrr en í febrúar á þessu ári. Rannsakendur peningaþvættisyfirvalda og saksóknara kanni nú hvers vegna það tók Deutsche svo langan tíma. Færslurnar eru frá árunum 2014 til 2015 og tengjast Rússland og fyrrum Sovétlýðveldum. Til rannsóknar er hvort að starfsmenn eða stjórnendur Deutsche hafi lagt blessun sína yfir færslurnar og hvort þeir hafi reynt að hylma yfir það. Reynist svo vera gætu þeir átt yfir höfðu sér ákærur. Danske bank hefur viðurkennt að um 220 milljarðar dollara, jafnvirði um 27.500 milljarða íslenskra króna, hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi frá 2007 til 2015. Bankinn var rekinn úr landinu fyrr á þessu. Flestar færslur Danske bank fóru í gegnum Deutsche bank. Þýskir saksóknarar gerðu húsleit í höfuðstöðvum þýska bankans í tengslum við peningaþvættið í síðasta mánuði. Forsvarsmenn Deutsche tjá sig ekki um dráttinn á tilkynningum til yfirvalda um færslurnar en segjast hafa bundið enda á samstarfið við Danske bank árið 2015 og hert eftirlit sitt með peningaþvætti síðan.
Danmörk Eistland Peningaþvætti norrænna banka Þýskaland Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55 Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn Aivar Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. 25. september 2019 08:56 Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Danske bank ákærður Húsleit er einnig sögð hafa verið gerð á heimili Thomas Borgen í mars vegna rannsóknar á stórfelldu peningaþvætti í eistnesku útibúi Danske bank á árunum 2007 til 2015. 7. maí 2019 15:55
Fyrrverandi yfirmaður Danske Bank í Eistlandi fannst látinn Aivar Rehe fór fyrir starfsemi Danske Bank í Eistlandi á árunum 2006 til 2015, en talið er að hundruð milljarða Bandaríkjadala hafi verið þvættaðir í gegnum útibú bankans í Eistlandi. 25. september 2019 08:56
Eftirlitsstofnanir hunsuðu viðvaranir um peningaþvættið Fjármálaeftirlit Danmerkur og Eistlands aðhöfðust nær ekkert þrátt fyrir viðvaranir rússneska seðlabankans um hættuna á peningaþvætti í útibúi Danske bank í Eistlandi. 30. apríl 2019 11:50