Telur ekki tilefni til að endurskoða aðild að NATO Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2019 15:37 Jens Stoltenberg fékk góðar viðtökur í utanríkisráðuneytinu þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tók á móti honum í sumar. Nato Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Halldóra spurði hvort hægt væri að treyst á varnarsamstarf með þjóðum eins og Bandaríkjunum og Tyrklandi og hvort kominn væri tími til að endurskoða veru Íslands í NATO. „Ég er þeirrar skoðunar og hef ekkert legið á þeirri skoðun minni að sú ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga herlið til baka var mjög misráðin,“ sagði Guðlaugur Þór. Árásirnar séu þó á ábyrgð Tyrkja og séu ekki studdar af NATO. Hann óttist að afleiðingarnar kunni að verða enn alvarlegri en þær séu þegar orðnar, einkum fyrir almenna borgara.Sjá einnig: Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Íslensk stjórnvöld hafi í samtali við nágrannaríki á Norðurlöndunum komið þeim skilaboðum áleiðis og reyni að þrýsta á Tyrkja að hætta og ganga fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. „En ég tel samt sem áður ekki að þetta kalli á það sem þingmaður spyr hér sérstaklega,“ sagði Guðlaugur Þór. Halldóra ítrekaði fyrirspurn sína um hvort öryggi Íslendinga væri tryggt innan hernaðarbandalags með Bandaríkjamönnum og Tyrkjum. „Ef Tyrkir virkja fimmtu grein NATO-samningsins vegna átakanna í Norður-Sýrlandi, mun Ísland bregðast við? Geta Tyrkir dregið okkur stríð?“ spurði Halldóra. „Ég hef miklar áhyggjur af að vera okkar í bandalagi þar sem utanríkisstefna tveggja aðildarríkja virðist vera gengin af göflunum.“ Guðlaugur Þór svaraði því neitandi. „Því er nú fljótsvarað að Tyrkir geta ekki dregið okkur Íslendinga í stríð og bara svo það sé alveg skýrt, að þeir fara fram með hætti sem enginn NATO-þjóð hefur stutt, ekki nokkur einasta,“ sagði Guðlaugur Þór. Alþingi Bandaríkin NATO Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist ekki telja tilefni til að endurskoða aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu í kjölfar innrásar Tyrkja á héruð Kúrda í norðurhluta Sýrlands. Þetta kom fram í svari ráðherra við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Halldóra spurði hvort hægt væri að treyst á varnarsamstarf með þjóðum eins og Bandaríkjunum og Tyrklandi og hvort kominn væri tími til að endurskoða veru Íslands í NATO. „Ég er þeirrar skoðunar og hef ekkert legið á þeirri skoðun minni að sú ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga herlið til baka var mjög misráðin,“ sagði Guðlaugur Þór. Árásirnar séu þó á ábyrgð Tyrkja og séu ekki studdar af NATO. Hann óttist að afleiðingarnar kunni að verða enn alvarlegri en þær séu þegar orðnar, einkum fyrir almenna borgara.Sjá einnig: Ákvörðun Bandaríkjamanna misráðin að mati utanríkisráðherra Íslensk stjórnvöld hafi í samtali við nágrannaríki á Norðurlöndunum komið þeim skilaboðum áleiðis og reyni að þrýsta á Tyrkja að hætta og ganga fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. „En ég tel samt sem áður ekki að þetta kalli á það sem þingmaður spyr hér sérstaklega,“ sagði Guðlaugur Þór. Halldóra ítrekaði fyrirspurn sína um hvort öryggi Íslendinga væri tryggt innan hernaðarbandalags með Bandaríkjamönnum og Tyrkjum. „Ef Tyrkir virkja fimmtu grein NATO-samningsins vegna átakanna í Norður-Sýrlandi, mun Ísland bregðast við? Geta Tyrkir dregið okkur stríð?“ spurði Halldóra. „Ég hef miklar áhyggjur af að vera okkar í bandalagi þar sem utanríkisstefna tveggja aðildarríkja virðist vera gengin af göflunum.“ Guðlaugur Þór svaraði því neitandi. „Því er nú fljótsvarað að Tyrkir geta ekki dregið okkur Íslendinga í stríð og bara svo það sé alveg skýrt, að þeir fara fram með hætti sem enginn NATO-þjóð hefur stutt, ekki nokkur einasta,“ sagði Guðlaugur Þór.
Alþingi Bandaríkin NATO Sýrland Tyrkland Utanríkismál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira