Af hverju þarf þetta að vera svona flókið? Daði Geir Samúelsson skrifar 14. október 2019 13:06 Ég hef oft velt þessari spurningu fyrir mér þegar kemur að málefnum sorpflokkunar hér á okkar fámenna landi. Af hverju er það svona flókið að skila af sér rusli? Íslendingar eru með svo margar mismunandi útgáfur af flokkunarkerfum að fólk fær bara létt taugaáfall við að hugsa út í þessi mál. Segjum sem svo að ég leggi af stað í ferðalag. Ég byrja í Hafnarfirði þar sem allur pappi er flokkaður og settur í blátunnu, plast er sett í sér poka og sett í grátunnu. Ég fer áfram yfir í Kópavog. Þar er líka blátunna en núna á plastið að fara í hana en ekki þá gráu. Okei, ég hlýt að geta munað þetta! Svo bruna ég áfram af stað og er kominn til Reykjavíkur. Þar á plastið að fara í græntunnu, pappinn í blátunnu og svo eru þeir líka með hina gömlu grátunnu. Nei, núna er ég orðin ruglaður og klóra mér í skallanum. Átti plastið að fara í grátunnuna, blátunnuna eða var það græntunnan. Úff, hvað er að frétta? Ég ákveð að pæla ekki í þessu og held áfram á mínu ferðalagi. Ég ætla að skella mér í sumarbústað í Hrunamannahrepp. Þegar þangað er komið ætla ég að létta á sorpinu sem safnaðist upp hjá mér. Þar er blátunna, grátunna og brúntunna. Hvað á ég að gera? Ég les á bláu tunnuna og þar er komin enn önnur útgáfa. Þar á ég að setja plast, pappa og járn allt saman. Svo má lífræna ekki lengur fara með gráutunnunni heldur á að fara í brúnutunnuna. Ég skoða þetta seinna og tek ruslið mitt og fer yfir í Bláskógabyggð til að fá mér ís. Þar sé ég fjórar tunnur: gráa, brúna, græna og bláa. Nei, hættu nú alveg! Ef ég væri ekki búinn að missa allt hárið þá væri ég alveg að verða gráhærður. Ég gefst upp, ég veit ekki hvernig ég á að gera þetta. Ég bruna á Selfoss stoppa fyrir utan eina sjoppu og sé þar stóran gám sem á stendur heimilissorp. Þar hendi öllu sorpinu og bruna svo aftur beinustu leið í Hafnarfjörð þar sem ég stekk inn og loka mig af með gríðarlegt flokkunarsamviskubit. Þarf þetta að vera svona flókið? Er ekki hægt að einfalda þetta í ekki stærra landi en raun ber vitni? Er það virkilega nánast svo að ef ég ferðast á milli einhverja af þessum 72 sveitarfélaga sem eru hér á landi þarf ég að læra að flokka upp á nýtt? Ég tel að það væri sniðugra að það væri eitt samræmt flokkunarkerfi fyrir landið sem tryggir það að allir séu á sömu línu. Það myndi leiða til þess að betri og skilvirkari flokkun ætti sér stað og endurvinnsluefni færu á rétta staði. Samband ungra Framsóknarmanna samþykkti ályktun um málið á síðasta sambandsþingi sínu þar sem lagt var til að komið verði á samræmdu flokkunarkerfi fyrir landið og mun berjast fyrir því að ná málinu í gegn.Höfundur er formaður umhverfisnefndar Hrunamannahrepps og stjórnarmeðlimur í Sambandi ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorpa Umhverfismál Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef oft velt þessari spurningu fyrir mér þegar kemur að málefnum sorpflokkunar hér á okkar fámenna landi. Af hverju er það svona flókið að skila af sér rusli? Íslendingar eru með svo margar mismunandi útgáfur af flokkunarkerfum að fólk fær bara létt taugaáfall við að hugsa út í þessi mál. Segjum sem svo að ég leggi af stað í ferðalag. Ég byrja í Hafnarfirði þar sem allur pappi er flokkaður og settur í blátunnu, plast er sett í sér poka og sett í grátunnu. Ég fer áfram yfir í Kópavog. Þar er líka blátunna en núna á plastið að fara í hana en ekki þá gráu. Okei, ég hlýt að geta munað þetta! Svo bruna ég áfram af stað og er kominn til Reykjavíkur. Þar á plastið að fara í græntunnu, pappinn í blátunnu og svo eru þeir líka með hina gömlu grátunnu. Nei, núna er ég orðin ruglaður og klóra mér í skallanum. Átti plastið að fara í grátunnuna, blátunnuna eða var það græntunnan. Úff, hvað er að frétta? Ég ákveð að pæla ekki í þessu og held áfram á mínu ferðalagi. Ég ætla að skella mér í sumarbústað í Hrunamannahrepp. Þegar þangað er komið ætla ég að létta á sorpinu sem safnaðist upp hjá mér. Þar er blátunna, grátunna og brúntunna. Hvað á ég að gera? Ég les á bláu tunnuna og þar er komin enn önnur útgáfa. Þar á ég að setja plast, pappa og járn allt saman. Svo má lífræna ekki lengur fara með gráutunnunni heldur á að fara í brúnutunnuna. Ég skoða þetta seinna og tek ruslið mitt og fer yfir í Bláskógabyggð til að fá mér ís. Þar sé ég fjórar tunnur: gráa, brúna, græna og bláa. Nei, hættu nú alveg! Ef ég væri ekki búinn að missa allt hárið þá væri ég alveg að verða gráhærður. Ég gefst upp, ég veit ekki hvernig ég á að gera þetta. Ég bruna á Selfoss stoppa fyrir utan eina sjoppu og sé þar stóran gám sem á stendur heimilissorp. Þar hendi öllu sorpinu og bruna svo aftur beinustu leið í Hafnarfjörð þar sem ég stekk inn og loka mig af með gríðarlegt flokkunarsamviskubit. Þarf þetta að vera svona flókið? Er ekki hægt að einfalda þetta í ekki stærra landi en raun ber vitni? Er það virkilega nánast svo að ef ég ferðast á milli einhverja af þessum 72 sveitarfélaga sem eru hér á landi þarf ég að læra að flokka upp á nýtt? Ég tel að það væri sniðugra að það væri eitt samræmt flokkunarkerfi fyrir landið sem tryggir það að allir séu á sömu línu. Það myndi leiða til þess að betri og skilvirkari flokkun ætti sér stað og endurvinnsluefni færu á rétta staði. Samband ungra Framsóknarmanna samþykkti ályktun um málið á síðasta sambandsþingi sínu þar sem lagt var til að komið verði á samræmdu flokkunarkerfi fyrir landið og mun berjast fyrir því að ná málinu í gegn.Höfundur er formaður umhverfisnefndar Hrunamannahrepps og stjórnarmeðlimur í Sambandi ungra Framsóknarmanna.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar