Dómum yfir sjálfstæðissinnum mótmælt í Katalóníu Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2019 10:44 Hundruð mótmælenda lokuðu Via Laietana í miðborg Barcelona til að krefjast frelsis leiðtoga sjálfstæðissinna í morgun. Vísir/EPA Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórnin virði dóm hæstaréttar yfir níu katalónskum stjórnmálamönnum. Langir fangelsisdómar voru kveðnir upp í morgun yfir leiðtogum sjálfstæðissinna vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem héraðsstjórn Katalóníu stóð fyrir í trássi við vilja spænsku ríkisstjórnarinnar og úrskurð stjórnlagadómstóls landsins 1. október árið 2017. Þyngsta dóminn hlaut Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti katalónska héraðsþingsins, þrettán ára fangelsi. Þrír aðrir hluti tólf ára fangelsisdóma og þrír hlutu ellefu og hálfs árs dóma. Tveir til viðbótar hlutu níu ára fangelsisdóma. Stuðningsmenn sjálfstæðis komu saman í Barcelona og fleiri borgum Katalóníu strax eftir að dómarnir lágu fyrir í morgun. Mótmælendur hafa lokað nokkrum götum í miðborg Barcelona, þar á meðal Diagonal-stræti við Passeig de Gracia. Katalónska dagblaðið La Vanguardia segir að samtökin Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið fyrir aðgerðum, ætli að boða næstu skref sín klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Búist er við því að Katalóníutorg verði miðpunktur mótmæla í dag.Sánchez er starfandi forsætisráðherra. Ekki tókst að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarn sem fóru fram í apríl. Kosið verður að nýju í næsta mánuði.Vísir/EPASagði engan lögum ofar Sánchez, starfandi forsætisráðherra, lofaði störf hæstaréttar á blaðamannafundi í morgun. Fullyrti hann að ríkisstjórnin virti dómana og að hún lyti þeim. „Enginn er ofar lögunum,“ sagði Sánchez. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, fordæmdi dómana yfir félögum hans og líkti þeim við voðaverk. Hann hefur verið í útlegð í Belgíu. Junqueras, sem hlaut þyngsta dóminn, segir spænsk yfirvöld vilja rústa lífum, afhöfða stjórnmálaflokka og leiðtoga þeirra og þagga niður í þjóð sem vilji tjá sig í kosningum. „Lýðræði á Spáni er fallið í dag og stjórn þess beitir sér í hefndarskyni vegna þess að hún skilur ekki réttlæti, stjórnmál eða lýðræðislegt ferli,“ sagði leiðtoginn dæmdi.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá frá mótmælum sjálfstæðissinna á Diagonal-stræti í Barcelona í morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Mótmæli gegn fangelsisdómum yfir leiðtogum sjálfstæðissinna hófust í helstu borgum Katalóníu þegar í morgun. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar, segir að ríkisstjórnin virði dóm hæstaréttar yfir níu katalónskum stjórnmálamönnum. Langir fangelsisdómar voru kveðnir upp í morgun yfir leiðtogum sjálfstæðissinna vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem héraðsstjórn Katalóníu stóð fyrir í trássi við vilja spænsku ríkisstjórnarinnar og úrskurð stjórnlagadómstóls landsins 1. október árið 2017. Þyngsta dóminn hlaut Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseti katalónska héraðsþingsins, þrettán ára fangelsi. Þrír aðrir hluti tólf ára fangelsisdóma og þrír hlutu ellefu og hálfs árs dóma. Tveir til viðbótar hlutu níu ára fangelsisdóma. Stuðningsmenn sjálfstæðis komu saman í Barcelona og fleiri borgum Katalóníu strax eftir að dómarnir lágu fyrir í morgun. Mótmælendur hafa lokað nokkrum götum í miðborg Barcelona, þar á meðal Diagonal-stræti við Passeig de Gracia. Katalónska dagblaðið La Vanguardia segir að samtökin Lýðræðisflóðbylgjan, sem hafa staðið fyrir aðgerðum, ætli að boða næstu skref sín klukkan 11:00 að íslenskum tíma. Búist er við því að Katalóníutorg verði miðpunktur mótmæla í dag.Sánchez er starfandi forsætisráðherra. Ekki tókst að mynda ríkisstjórn eftir þingkosningarn sem fóru fram í apríl. Kosið verður að nýju í næsta mánuði.Vísir/EPASagði engan lögum ofar Sánchez, starfandi forsætisráðherra, lofaði störf hæstaréttar á blaðamannafundi í morgun. Fullyrti hann að ríkisstjórnin virti dómana og að hún lyti þeim. „Enginn er ofar lögunum,“ sagði Sánchez. Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti katalónsku héraðsstjórnarinnar, fordæmdi dómana yfir félögum hans og líkti þeim við voðaverk. Hann hefur verið í útlegð í Belgíu. Junqueras, sem hlaut þyngsta dóminn, segir spænsk yfirvöld vilja rústa lífum, afhöfða stjórnmálaflokka og leiðtoga þeirra og þagga niður í þjóð sem vilji tjá sig í kosningum. „Lýðræði á Spáni er fallið í dag og stjórn þess beitir sér í hefndarskyni vegna þess að hún skilur ekki réttlæti, stjórnmál eða lýðræðislegt ferli,“ sagði leiðtoginn dæmdi.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá frá mótmælum sjálfstæðissinna á Diagonal-stræti í Barcelona í morgun.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Leiðtogar Katalóna fá þunga fangelsisdóma Hæstiréttur Spánar dæmdi í morgun níu af leiðtogum sjálfstæðishreyfinga Katalóníu í fangelsi fyrir aðgerðir sínar í tengslum við atkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Katalóníu árið 2017 og sjálfstæðisyfirlýsinguna sem fylgdi í kjölfarið. 14. október 2019 08:03