San Francisco er nú búið að vinna alla fimm leiki sína í deildinni en í gær skellti liðið LA Rams á útivelli og það sannfærandi. Liðið var að senda út skýr skilaboð með þessum flotta sigri.
FINAL: The @49ers defeat the Rams to move to 5-0! #SFvsLAR#GoNinerspic.twitter.com/aQJzrLbxCa
— NFL (@NFL) October 13, 2019
Óvæntustu úrslit gærkvöldsins var líklega sigur NY Jets á Dallas Cowboys. Leikstjórnandi Jets, Sam Darnold, snéri aftur eftir að hafa verið að glíma við einkirningasótt síðustu vikur.
Hann spilaði vel en vörn Jets var líka frábær og átti svör við flestu sem Kúrekarnir buðu upp á. Þessi úrslit mikill skellur fyrir Cowboys og margir sem kölluðu eftir því að Jason Garrett yrði rekinn sem þjálfari liðsins eftir leikinn.
FINAL: The @nyjets win in Sam Darnold's return! #TakeFlight#DALvsNYJpic.twitter.com/TqcZV8KUAD
— NFL (@NFL) October 13, 2019
Það biðu margir spenntir eftir leik Kansas og Houston því þar voru að mætast tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar, Patrick Mahomes og DeShaun Watson.
Houston gerði sér lítið fyrir og sótti sigur á Arrowhead þar sem Watson var frábær. Þetta var annað tap Kansas í röð og brestir að koma í ljós á liði sem virkaði ósigrandi í upphafi leiktíðar. Houston er aftur á móti á hraðri uppleið.
FINAL: @deshaunwatson and the @HoustonTexans take down the Chiefs! #HOUvsKC#WeAreTexanspic.twitter.com/skglzc1OhW
— NFL (@NFL) October 13, 2019
Úrslit:
Tampa Bay-Carolina 26-37
Minnesota-Philadelphia 38-20
Miami-Washington 16-17
Kansas City-Houston 24-31
Jacksonville-New Orleans 6-13
Cleveland-Seattle 28-32
Baltimore-Cincinnati 23-17
LA Rams-San Francisco 7-20
Arizona-Atlanta 33-34
NY Jets-Dallas 24-22
Denver-Tennessee 16-0
LA Chargers-Pittsburgh 17-24
Í nótt:
Green Bay - Detroit
Staðan í NFL-deildinni.