Vestfirsku ræturnar hafa hjálpað Ólafi Ragnari að halda sönsum í allri ólgunni Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2019 17:51 Hér má sjá húsið við Túngötu 3. Ólafur Ragnar ólst upp í íbúð í suðurenda, vinstra megin á myndinni, hússins. Vísir „Af tilfinningalegum ástæðum gat ég ekki gengið framhjá því,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson í Víglínunni í dag þar sem hann var spurður út í kaup hans á æskuheimili sínum við Túngötu 3 á Ísafirði. Um er að ræða hvítt og blátt hús sem um árabil hefur verið kallað Grímshús, eftir föður Ólafs Ragnar, Grími Kristgeirssyni hárskera. Ólafur var spurður hvað hann ætlaði að gera við húsið en hann sagðist ekki hafa mótað það endanlega. Hann sagði húsið ekki einvörðungu hugsað sem sumarhús heldur vildi Ólafur með kaupunum gefa dætrum sínum og barnabörnum tengingu við Vestfirði. „Vestfirði hafa eins og þú veist fylgt mér alla ævi. Það eru þær rætur sem hafa kannski gert mér kleift að halda sönsum í allri þessari miklu ólgu.“ Hann sagðist einnig hafa velt því fyrir sér hvort tengja mætti húsið við Norðurslóðir og Vestfirði. Ólafur Ragnar hefur látið sig málefni Norðurslóða varða um langt skeið og er einmitt formaður Arctic Circle. „Þannig að þarna geti líka orðið gestaíbúðir fyrir vísindamenn, fræðimenn og aðra sem vilja koma vestur og stunda rannsóknir tengdum varðandi Norðurslóðir. Þannig að það er margt á teikniborðinu í þessum efnum.“ Ólafur rakti í þættinum að um sögufrægt hús væri að ræða. Húsið er upprunalega norskt, var áður hús hvalveiðimanna, en faðir hans flutti það á Ísafjörð og reisti í Túngötunni árið 1930. „Það eru áratugir síðan þetta hús var á sölulista. Reyndar var ekki allt húsið á sölulista. Pabbi átt allt húsið þegar ég fæddist á Ísafirði. En sá hluti hússins sem við bjuggum í var á sölu,“ segir Ólafur Ragnar. Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar í nostalgíukasti á Ísafirði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent. 23. ágúst 2019 14:41 Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
„Af tilfinningalegum ástæðum gat ég ekki gengið framhjá því,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson í Víglínunni í dag þar sem hann var spurður út í kaup hans á æskuheimili sínum við Túngötu 3 á Ísafirði. Um er að ræða hvítt og blátt hús sem um árabil hefur verið kallað Grímshús, eftir föður Ólafs Ragnar, Grími Kristgeirssyni hárskera. Ólafur var spurður hvað hann ætlaði að gera við húsið en hann sagðist ekki hafa mótað það endanlega. Hann sagði húsið ekki einvörðungu hugsað sem sumarhús heldur vildi Ólafur með kaupunum gefa dætrum sínum og barnabörnum tengingu við Vestfirði. „Vestfirði hafa eins og þú veist fylgt mér alla ævi. Það eru þær rætur sem hafa kannski gert mér kleift að halda sönsum í allri þessari miklu ólgu.“ Hann sagðist einnig hafa velt því fyrir sér hvort tengja mætti húsið við Norðurslóðir og Vestfirði. Ólafur Ragnar hefur látið sig málefni Norðurslóða varða um langt skeið og er einmitt formaður Arctic Circle. „Þannig að þarna geti líka orðið gestaíbúðir fyrir vísindamenn, fræðimenn og aðra sem vilja koma vestur og stunda rannsóknir tengdum varðandi Norðurslóðir. Þannig að það er margt á teikniborðinu í þessum efnum.“ Ólafur rakti í þættinum að um sögufrægt hús væri að ræða. Húsið er upprunalega norskt, var áður hús hvalveiðimanna, en faðir hans flutti það á Ísafjörð og reisti í Túngötunni árið 1930. „Það eru áratugir síðan þetta hús var á sölulista. Reyndar var ekki allt húsið á sölulista. Pabbi átt allt húsið þegar ég fæddist á Ísafirði. En sá hluti hússins sem við bjuggum í var á sölu,“ segir Ólafur Ragnar.
Ísafjarðarbær Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Ólafur Ragnar í nostalgíukasti á Ísafirði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent. 23. ágúst 2019 14:41 Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Ólafur Ragnar í nostalgíukasti á Ísafirði Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir minningarnar hafa flætt yfir sig þegar hann steig inn á æskuheimili sitt á Ísafirði fyrr í dag. Ólafur Ragnar festi kaup á húsinu fyrr í sumar og hefur nú fengið það afhent. 23. ágúst 2019 14:41
Ólafur Ragnar kaupir æskuheimili sitt á Ísafirði Um lítið annað rætt á Ísafirði þessa dagana. 5. júní 2019 11:30