Aron Elís Þrándarson, leikmaður norska B-deildarliðsins Álasund, hefur verið kallaður inn í leikmannahóp A landsliðs karla fyrir leikinn við Andorra í undankeppni EM 2020 á mánudag.
Jóhann Berg Guðmundsson og Rúnar Már Sigurjónsson verða ekki með í leiknum gegn Andorra vegna meiðsla sem þeir urðu fyrir í 0-1 tapinu gegn Frakklandi á föstudag.
Aron Elís á 4 A-landsleiki fyrir Íslands hönd en hann lék með Víkingi Reykjavík áður en hann hélt í víking til Noregs árið 2014.
Fótbolti