Játuðu að hafa komið til Íslands til að selja fíkniefni Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. október 2019 19:30 Tveir albanskir menn, sem lögregla hafði afskipti af á dögunum, viðurkenndu að hafa komið hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að selja fíkniefni. Aðstoðaryfirlögregluþjónn telur að mikið sé um að erlendir aðilar komi til Íslands tímabundið í þessum tilgangi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, telur að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Lögregla hafi að minnsta kosti tvisvar í mánuði afskipti af erlendum aðilum sem selji fíkniefni. „Við erum að verða varir við það að það eru erlendir aðilar að koma sérstaklega til landsins til að selja fíkniefni,“ segir Jóhann Karl. Þeir komi þá tímabundið til Íslands og selji fíkniefni í gegn um snjallforrit í símanum. Grunur lögreglunnar hafi fengist staðfestur á dögunum þegar tveir albanskir menn voru stöðvaðir í umferðareftirliti. „Þá fundust fíkniefni í bílnum og í framhaldinu var farið í húsleit og fundust meiri efni. Þetta endaði í 100 grömmum (af kannabis) eða eitthvað svoleiðis. Og það kom svolítið á óvart í yfirheyrslum að þeir játuðu það að þeir hefði komið gagngert til Íslands til þess að selja fíkniefni,“ segir Jóhann Karl. Áður hafi menn ekki viðurkennt að hafa komið hingað einungis í þessum tilgangi. „Þetta er svona einhver tilfinning og grunur sem við höfum haft en ekki kannski beint fengið þessa staðfestingu svona skíra eins og þarna. Ekki er vitað hver stóð á bak við starfsemi mannanna en grunur leikur á að starfsemin séu hluti af stærri og skipulagðari brotastarfsemi. Líklega komi Íslendingar einnig að málunum. Þá segir Jóhann Karlað mennirnir hafi verið hér í einhvern tíma og selt kannabis í gegn um snjallforrit í símanum. „Menn bara auglýsa sig og þú ferð inn á þessar síðusr og hringir og fær vöruna,“ segir Jóhann Karl. Fíkn Lögreglumál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira
Tveir albanskir menn, sem lögregla hafði afskipti af á dögunum, viðurkenndu að hafa komið hingað til lands gagngert í þeim tilgangi að selja fíkniefni. Aðstoðaryfirlögregluþjónn telur að mikið sé um að erlendir aðilar komi til Íslands tímabundið í þessum tilgangi. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, telur að umsvif erlendra glæpahópa fari vaxandi á sviði fíkniefnaviðskipta. Lögregla hafi að minnsta kosti tvisvar í mánuði afskipti af erlendum aðilum sem selji fíkniefni. „Við erum að verða varir við það að það eru erlendir aðilar að koma sérstaklega til landsins til að selja fíkniefni,“ segir Jóhann Karl. Þeir komi þá tímabundið til Íslands og selji fíkniefni í gegn um snjallforrit í símanum. Grunur lögreglunnar hafi fengist staðfestur á dögunum þegar tveir albanskir menn voru stöðvaðir í umferðareftirliti. „Þá fundust fíkniefni í bílnum og í framhaldinu var farið í húsleit og fundust meiri efni. Þetta endaði í 100 grömmum (af kannabis) eða eitthvað svoleiðis. Og það kom svolítið á óvart í yfirheyrslum að þeir játuðu það að þeir hefði komið gagngert til Íslands til þess að selja fíkniefni,“ segir Jóhann Karl. Áður hafi menn ekki viðurkennt að hafa komið hingað einungis í þessum tilgangi. „Þetta er svona einhver tilfinning og grunur sem við höfum haft en ekki kannski beint fengið þessa staðfestingu svona skíra eins og þarna. Ekki er vitað hver stóð á bak við starfsemi mannanna en grunur leikur á að starfsemin séu hluti af stærri og skipulagðari brotastarfsemi. Líklega komi Íslendingar einnig að málunum. Þá segir Jóhann Karlað mennirnir hafi verið hér í einhvern tíma og selt kannabis í gegn um snjallforrit í símanum. „Menn bara auglýsa sig og þú ferð inn á þessar síðusr og hringir og fær vöruna,“ segir Jóhann Karl.
Fíkn Lögreglumál Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Sjá meira