Hannes Þór: Eigum að vinna Andorra þrátt fyrir öll meiðslin Smári Jökull Jónsson á Laugardalsvelli skrifar 12. október 2019 12:00 Hannes eftir leikinn í gærkvöldi Vísir/Vilhelm Hannes Halldórsson var góður í marki Íslands gegn Frökkum í gærkvöldi og greip oft vel inn í þegar Frakkar gerðu atlögu að marki Íslendinga. „Ég er sáttur með frammistöðuna en grútsvekktur með úrslitin,“ sagði Hannes í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í gærkvöldi. Hann sagði vörnina hafa haldið vel í leiknum. „Mér fannst það, sérstaklega fram að vítaspyrnunni. Þeir fá engin færi í fyrri hálfleik og ekki fram að vítinu. Mér fannst þessi leikur vera að þróast eins og þessir þegar við höfum verið að sigra þessar stóru þjóðir á heimavelli.“ „Við vorum ekki að gefa nein færi á okkur og það var góður kraftur í okkur og neisti. Þó við værum ekki að skapa mikið þá fengum við sénsa og hálfsénsa og áttum skot í fyrri hálfleik og hornspyrnur sem við hefðum mátt nýta betur. Svo fengu þeir þetta víti og hlutirnir verða aðeins að falla með okkur ef við ætlum að vinna heimsmeistarana. Því miður gerðu þeir það ekki. Við vorum nálægt því að fá eitthvað út úr þessu.“ Hannesi fannst, eins og mörgum leikmönnum Íslands, vítaspyrnudómurinn vera ódýr. „Það var snerting, ég heyrði að það var snerting en ég var að vona að hann myndi láta þetta sleppa. Hann dettur mjög seint. Mér fannst þetta ódýrt en kannski réttmætt, ég veit það ekki.“ Sóknarlega sköpuðu íslensku leikmennirnir ekki mikið gegn þéttu frönsku liði. „Við reyndum okkar besta á móti frábærum varnarmönnum. Strákarnir töluðu um það inni í klefa að þeir gerðu vel í að trufla sóknarmennina okkar, koma sér fyrir allt og koma í veg fyrir að klafsið okkar yrði að einhverjum færum.“ „Mér fannst við hefðum mátt gera aðeins betur í föstum leikatriðum, vera hvassari í spyrnunum og í þessu fáu augnablikum sem við fáum. Við verðum að nýta það gegn Frökkum.“ Tveir leikmenn íslenska liðsins fóru af velli vegna meiðsla í kvöld auk þess sem Aron Einar Gunnarsson fyrirliði er meiddur og frá í nokkurn tíma. „Við megum ekki við miklum skakkaföllum, við erum búnir að missa fyrirliðann og Jóa (Berg Guðmundsson) og Rúnar Má núna. Það er ekki gott en þetta fylgir fótbolta og við verðum að bregðast við því. Við eigum að vinna Andorra þrátt fyrir það.“ Íslenska liðið á enn möguleika í riðlinum en verða að treysta á önnur úrslit svo það geti orðið að veruleika. „Við erum búnir að horfa á þessa stöðu í svolítinn tíma, að það væri líklegast að þetta myndi þróast þannig að ef Frakkarnir vinna sinn leik gegn Tyrkjum þá búum við til úrslitaleik í Tyrklandi með því að vinna Andorra og ég held að það fari þannig.“ „Það er bara að vinna á mánudag og gíra okkur svo í svakalegan slag í nóvember. Við höfum unnið þar áður og nokkrum sinnum á síðustu árum. Við getum tekið þá og höfum fulla trú á því og ætlum að klára þetta.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Fleiri fréttir Albert skoraði á móti gömlu félögunum Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Sjá meira
Hannes Halldórsson var góður í marki Íslands gegn Frökkum í gærkvöldi og greip oft vel inn í þegar Frakkar gerðu atlögu að marki Íslendinga. „Ég er sáttur með frammistöðuna en grútsvekktur með úrslitin,“ sagði Hannes í viðtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í gærkvöldi. Hann sagði vörnina hafa haldið vel í leiknum. „Mér fannst það, sérstaklega fram að vítaspyrnunni. Þeir fá engin færi í fyrri hálfleik og ekki fram að vítinu. Mér fannst þessi leikur vera að þróast eins og þessir þegar við höfum verið að sigra þessar stóru þjóðir á heimavelli.“ „Við vorum ekki að gefa nein færi á okkur og það var góður kraftur í okkur og neisti. Þó við værum ekki að skapa mikið þá fengum við sénsa og hálfsénsa og áttum skot í fyrri hálfleik og hornspyrnur sem við hefðum mátt nýta betur. Svo fengu þeir þetta víti og hlutirnir verða aðeins að falla með okkur ef við ætlum að vinna heimsmeistarana. Því miður gerðu þeir það ekki. Við vorum nálægt því að fá eitthvað út úr þessu.“ Hannesi fannst, eins og mörgum leikmönnum Íslands, vítaspyrnudómurinn vera ódýr. „Það var snerting, ég heyrði að það var snerting en ég var að vona að hann myndi láta þetta sleppa. Hann dettur mjög seint. Mér fannst þetta ódýrt en kannski réttmætt, ég veit það ekki.“ Sóknarlega sköpuðu íslensku leikmennirnir ekki mikið gegn þéttu frönsku liði. „Við reyndum okkar besta á móti frábærum varnarmönnum. Strákarnir töluðu um það inni í klefa að þeir gerðu vel í að trufla sóknarmennina okkar, koma sér fyrir allt og koma í veg fyrir að klafsið okkar yrði að einhverjum færum.“ „Mér fannst við hefðum mátt gera aðeins betur í föstum leikatriðum, vera hvassari í spyrnunum og í þessu fáu augnablikum sem við fáum. Við verðum að nýta það gegn Frökkum.“ Tveir leikmenn íslenska liðsins fóru af velli vegna meiðsla í kvöld auk þess sem Aron Einar Gunnarsson fyrirliði er meiddur og frá í nokkurn tíma. „Við megum ekki við miklum skakkaföllum, við erum búnir að missa fyrirliðann og Jóa (Berg Guðmundsson) og Rúnar Má núna. Það er ekki gott en þetta fylgir fótbolta og við verðum að bregðast við því. Við eigum að vinna Andorra þrátt fyrir það.“ Íslenska liðið á enn möguleika í riðlinum en verða að treysta á önnur úrslit svo það geti orðið að veruleika. „Við erum búnir að horfa á þessa stöðu í svolítinn tíma, að það væri líklegast að þetta myndi þróast þannig að ef Frakkarnir vinna sinn leik gegn Tyrkjum þá búum við til úrslitaleik í Tyrklandi með því að vinna Andorra og ég held að það fari þannig.“ „Það er bara að vinna á mánudag og gíra okkur svo í svakalegan slag í nóvember. Við höfum unnið þar áður og nokkrum sinnum á síðustu árum. Við getum tekið þá og höfum fulla trú á því og ætlum að klára þetta.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Fleiri fréttir Albert skoraði á móti gömlu félögunum Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 0-1 | Strákarnir áttu meira skilið Strákarnir okkar skildu allt eftir á grasi Laugardalsvallar í kvöld en urðu að sætta sig við 0-1 tap gegn heimsmeisturum Frakka í leik þar sem þeir áttu vel skilið að fá stig. 11. október 2019 21:30