Báknið kjurrt
Staðan er um margt fordæmalaus. Óumdeilt er að þjóðarbúið hefur aldrei staðið á styrkari stoðum, meðal annars þegar litið er til 840 milljarða gjaldeyrisforða Seðlabankans, lítillar skuldsetningar ríkisins, viðvarandi viðskiptaafgangs og jákvæðrar eignastöðu við útlönd, en það eru samt blikur á lofti. Hættan er sú að óvissa og stigvaxandi svartsýni heimila muni smitast í einkaneysluna, helsta drifkraft hagvaxtar, fasteignamarkaðinn og fjárfestingaráform fyrirtækja. Slíkur spírall, sem við sjáum vísbendingar um að sé þegar hafinn, veldur því að allir rifa seglin á sama tíma. Nýta þarf betur tæki og tól peningastefnunnar til að afstýra slíkri atburðarás, einkum nú þegar verðbólguvæntingar fara lækkandi, með skýrari skilaboðum um vaxtalækkunarferlið í stað þess að bíða og sjá til. Nýr seðlabankastjóri nýtti því miður ekki það tækifæri á síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankans.
Á meðan almenni vinnumarkaðurinn er að grípa til sársaukafullra aðgerða eru opinberir starfsmenn staddir í sínum hliðarveruleika. Stéttarfélög þeirra álíta að þau geti sótt sér meiri kjarabætur en um var samið í Lífskjarasamningunum fyrr á árinu. Það er ekki í boði að eftirláta opinberum starfsmönnum, sem eru með hæstu heildarlaun á Norðurlöndum, að leiða launaþróun á vinnumarkaði. Ríkið hefur hlutverki að gegna við að sporna gegn niðursveiflunni, sem ætti að felast í auknum innviðafjárfestingum og lækkun skatta á heimili og fyrirtæki, en það verður ekki gert með því að standa undir enn meiri rekstrarútgjöldum til handa opinberum stofnunum. Frá aldamótum hefur ríkisstarfsmönnum fjölgað um 55 prósent á meðan fjölgunin á almennum vinnumarkaði nemur 18 prósentum. Þá eru skattar á Íslandi einir þeir hæstu innan OECD og útgjaldaþensla ríkisins er stjórnlaus.
Það gætir vaxandi óþreyju með þessa þróun. Stærsti flokkur landsins, sem mælist nú með minna en 20 prósenta fylgi, hefur löngum talið sér það til tekna að vera málsvari einkaframtaks og minni ríkisumsvifa. Ekki fer þó mikið fyrir þeim áherslum, hvorki í orði né á borði, og sú staðreynd að fylgið er í botni þarf því ekki að koma á óvart. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs verði yfir þúsund milljarðar á næsta ári og hafa þau aukist um nærri 300 milljarða á einum áratug. Í stað þess að aukin útgjöld séu sjálfkrafa talin besti mælikvarðinn á árangur og þjónustu opinberra stofnana þarf ríkið að koma á skýrari mælikvörðum hvað skattgreiðendur eru að fá fyrir peninginn. Verði ekki snúið af þessari braut stefnir í óefni.
Skoðun
Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi
Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar
Að þora að stíga skref
Magnús Þór Jónsson skrifar
Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu?
Örn Karlsson skrifar
Ó Palestína
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar
Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga?
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
„Þetta er algerlega galið“
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Hvernig getum við stigið upp úr sorginni?
Birna Guðný Björnsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar
Haraldur Ólafsson skrifar
Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða
Árni Sigurðsson skrifar
Skilaboð hátíðarinnar
Skúli S. Ólafsson skrifar
Er þetta alvöru?
Bjarni Karlsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól!
Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið
Tinna Traustadóttir skrifar
Gott knatthús veldur deilum
Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Göngum fyrir friði
Guttormur Þorsteinsson skrifar
Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum
Sigvaldi Einarsson skrifar
Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins
Reynir Böðvarsson skrifar
Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn
Þorvarður Sveinsson skrifar
Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins
Jón Frímann Jónsson skrifar
„Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér
Guðni Freyr Öfjörð skrifar
2027 væri hálfkák
Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hvað eru jólin fyrir þér?
Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar
Landið helga?
Ingólfur Steinsson skrifar
Að sinna orkuþörf almennings
Kristín Linda Árnadóttir skrifar
Tímamót
Jón Steindór Valdimarsson skrifar
Menntun fyrir Hans Vögg
Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar
Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur
Erna Bjarnadóttir skrifar
Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn
Ole Anton Bieltvedt skrifar
Jól í sól versus jóla í dimmu
Matthildur Björnsdóttir skrifar