Afturkalla leyfi vegna stíflu Neyðarlínunnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. október 2019 07:15 Stífla Neyðarlínunnar í Drekagili við Öskju er stærri en leyfið sagði til um. Neyðarlínan ohf. fékk í október í fyrra heimild frá Skútustaðahreppi og forsætisráðuneytinu til byggja „litla heimarafstöð“ í Drekagili við Öskju. Eftir ábendingu fóru fulltrúar hreppsins á staðinn og kom þá í ljós að stífla sem átti að vera 1,5 metrar er tæpir ellefu metrar. Frá lóninu sem hefur myndast er síðan 300 metra fallpípa að fyrirhuguðu stöðvarhúsi um 600 metra frá skálum á svæðinu. Rafstöðin á að þjóna fjarskiptasendi á Vaðöldu og ferðaþjónustuskálum. „Í vettvangsskoðun kom í ljós að búið er að stífla lækinn með 10,8 m breiðri stíflu sem er úr forsteyptum einingum með timburþili að hluta sem hægt er að fjarlægja,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, í bréfi til stjórnar Neyðarlínunnar. „Ljóst þykir að þær framkvæmdir eru hvorki í samræmi við gildandi skipulag né þá framkvæmd sem sótt var um þann 24. október 2018,“ segir áfram í bréfinu þar sem kynnt er sú ákvörðun sveitarstjórnarinnar að stöðva framkvæmdina. Þorsteinn gerir að sérstöku umtalsefni símtal skipulagsfulltrúa Skútustaðahrepps við Þórhall Ólafsson, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, eftir vettvangsrannsóknina. „Voru formaður skipulagsnefndar og ráðsmaður áhaldahúss vitni að því símtali. Var framkoma framkvæmdastjórans honum lítt til sóma og reyndar með þeim hætti að hún sæmir ekki manni í hans stöðu. Er kvörtun vegna framkomu hans hér með komið á framfæri,“ segir í bréfinu. Spurð hvers vegna ekki hafi verið haft samráð við Skútustaðahrepps um breytingarnar segir stjórn Neyðarlínunnar þær hafa verið „smávægilegar og innan þess ramma sem gera má ráð fyrir“ eins og segir í svarinu. Samráð hefði þó mátt vera meira, segir stjórnin, og biðst velvirðingar á því. „Stjórn Neyðarlínunnar harmar þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið,“ segir stjórnin og stingur upp á því til þess að ná sátt við hreppinn fari fulltrúar beggja aðila auk fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs á svæðið næsta sumar að skoða aðstæður. „Í framhaldi leggi sveitarfélagið fram mögulegar kröfur um breytingar telji það ástæðu til,“ segir stjórnin sem kveður Neyðarlínuna munu annast þær úrbætur að viðstöddum fulltrúum allra aðila. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps segir þessi viðbrögð Neyðarlínunnar hins vegar ófullnægjandi og afturkallaði í fyrradag framkvæmdaleyfi fyrir rafstöðina. „Jafnframt verður óskað eftir afstöðu Vatnajökulsþjóðgarðs og forsætisráðuneytis vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.“ Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Neyðarlínan ohf. fékk í október í fyrra heimild frá Skútustaðahreppi og forsætisráðuneytinu til byggja „litla heimarafstöð“ í Drekagili við Öskju. Eftir ábendingu fóru fulltrúar hreppsins á staðinn og kom þá í ljós að stífla sem átti að vera 1,5 metrar er tæpir ellefu metrar. Frá lóninu sem hefur myndast er síðan 300 metra fallpípa að fyrirhuguðu stöðvarhúsi um 600 metra frá skálum á svæðinu. Rafstöðin á að þjóna fjarskiptasendi á Vaðöldu og ferðaþjónustuskálum. „Í vettvangsskoðun kom í ljós að búið er að stífla lækinn með 10,8 m breiðri stíflu sem er úr forsteyptum einingum með timburþili að hluta sem hægt er að fjarlægja,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, í bréfi til stjórnar Neyðarlínunnar. „Ljóst þykir að þær framkvæmdir eru hvorki í samræmi við gildandi skipulag né þá framkvæmd sem sótt var um þann 24. október 2018,“ segir áfram í bréfinu þar sem kynnt er sú ákvörðun sveitarstjórnarinnar að stöðva framkvæmdina. Þorsteinn gerir að sérstöku umtalsefni símtal skipulagsfulltrúa Skútustaðahrepps við Þórhall Ólafsson, framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, eftir vettvangsrannsóknina. „Voru formaður skipulagsnefndar og ráðsmaður áhaldahúss vitni að því símtali. Var framkoma framkvæmdastjórans honum lítt til sóma og reyndar með þeim hætti að hún sæmir ekki manni í hans stöðu. Er kvörtun vegna framkomu hans hér með komið á framfæri,“ segir í bréfinu. Spurð hvers vegna ekki hafi verið haft samráð við Skútustaðahrepps um breytingarnar segir stjórn Neyðarlínunnar þær hafa verið „smávægilegar og innan þess ramma sem gera má ráð fyrir“ eins og segir í svarinu. Samráð hefði þó mátt vera meira, segir stjórnin, og biðst velvirðingar á því. „Stjórn Neyðarlínunnar harmar þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið,“ segir stjórnin og stingur upp á því til þess að ná sátt við hreppinn fari fulltrúar beggja aðila auk fulltrúa Vatnajökulsþjóðgarðs á svæðið næsta sumar að skoða aðstæður. „Í framhaldi leggi sveitarfélagið fram mögulegar kröfur um breytingar telji það ástæðu til,“ segir stjórnin sem kveður Neyðarlínuna munu annast þær úrbætur að viðstöddum fulltrúum allra aðila. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps segir þessi viðbrögð Neyðarlínunnar hins vegar ófullnægjandi og afturkallaði í fyrradag framkvæmdaleyfi fyrir rafstöðina. „Jafnframt verður óskað eftir afstöðu Vatnajökulsþjóðgarðs og forsætisráðuneytis vegna þeirrar stöðu sem upp er komin.“
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira