Íslensk stjórnvöld sett sig í samband við þau tyrknesku Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. október 2019 11:43 Utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna takast hér í hendur, en útspil stjórnvalda í Washington á sunnudag hleypti af stað atburðarásinni sem nú á sér stað í norðausturhluta Sýrlands. Vísir/Vilhelm Utanríkisráðuneytið segist hafa komið óánægju sinni með hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi á framfæri við tyrknesk yfirvöld með formlegum hætti. „Hernaðaraðgerðirnar samræmast ekki alþjóðalögum og er þess krafist að Tyrkir hætti aðgerðunum þegar í stað og fylgi alþjóðalögum í hvívetna. Hernaður sem beinist að almennum borgurum og veldur manntjóni, eins og fregnir herma, er fordæmdur,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Innrás Tyrkja í Sýrland hófst í gær eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, féllst á að draga bandarískt herlið sem hefur starfað náið með Kúrdum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í norðanverðu Sýrlandi. Tyrkir létu sprengikúlum rigna yfir skotmörk í Sýrlandi í gær og hermenn eru nú sagðir sækja lengra inn í landið. Utanríkisráðuneytið segir íslensk stjórnvöld hafi þungar áhyggjur af því að yfirstandandi hernaðaraðgerðir Tyrkja magni enn frekar ófríðarbálið á svæðinu. Það myndi gera „að engu þann árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytsins.Deeply concerned about the #Turkey military offensive against #Kurds in #Syria, which could reinvigorate ISIS and bring further suffering to civilians. Ceasefire is needed in Syria, not further escalation.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) October 9, 2019 Það rímar við yfirlýsingu utanríkisráðherra, sem hann sendi frá sér á Twitter í gær. „Það er þörf á vopnahléi í Sýrlandi, ekki frekari stigmögnun,“ skrifaði Guðlaugur Þór Þórðarson og kallaði eftir vopnahléi á svæðinu. Tyrklandsforseti lýsti því yfir í morgun að Tyrkir gætu hugsað sér að senda þær milljónir flóttamanna sem hírast í landinu til Evrópu, fari svo að Vesturlönd setji sig upp á móti aðgerðum Tyrklandshers í Sýrlandi. „Tyrkir hafa sannarlega tekið á móti miklum fjölda flóttamanna frá Sýrlandi en það er skýr afstaða íslenskra stjórnvalda að aðgerðir sem þessar séu síst til þess fallnar að skapa aðstæður til að flóttafólk geti snúið aftur til síns heima, enda líklegt að þær stuðli fremur að áframhaldandi átökum en varanlegum friði,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins og bætt við að íslensk stjórnvöld ætli sér að fylgjast með framvindu málsins næstu daga. Þau ætli sér að leggja áherslu á það ásamt öðrum ríkjum að hernaðaraðgerðum verði hætt. Sýrland Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Vill að ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja í Sýrland Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, kallaði eftir því á Alþingi í dag að íslenska ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja á Kúrdahéruð í Sýrlandi. 9. október 2019 16:30 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Utanríkisráðuneytið segist hafa komið óánægju sinni með hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi á framfæri við tyrknesk yfirvöld með formlegum hætti. „Hernaðaraðgerðirnar samræmast ekki alþjóðalögum og er þess krafist að Tyrkir hætti aðgerðunum þegar í stað og fylgi alþjóðalögum í hvívetna. Hernaður sem beinist að almennum borgurum og veldur manntjóni, eins og fregnir herma, er fordæmdur,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins. Innrás Tyrkja í Sýrland hófst í gær eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, féllst á að draga bandarískt herlið sem hefur starfað náið með Kúrdum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í norðanverðu Sýrlandi. Tyrkir létu sprengikúlum rigna yfir skotmörk í Sýrlandi í gær og hermenn eru nú sagðir sækja lengra inn í landið. Utanríkisráðuneytið segir íslensk stjórnvöld hafi þungar áhyggjur af því að yfirstandandi hernaðaraðgerðir Tyrkja magni enn frekar ófríðarbálið á svæðinu. Það myndi gera „að engu þann árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytsins.Deeply concerned about the #Turkey military offensive against #Kurds in #Syria, which could reinvigorate ISIS and bring further suffering to civilians. Ceasefire is needed in Syria, not further escalation.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) October 9, 2019 Það rímar við yfirlýsingu utanríkisráðherra, sem hann sendi frá sér á Twitter í gær. „Það er þörf á vopnahléi í Sýrlandi, ekki frekari stigmögnun,“ skrifaði Guðlaugur Þór Þórðarson og kallaði eftir vopnahléi á svæðinu. Tyrklandsforseti lýsti því yfir í morgun að Tyrkir gætu hugsað sér að senda þær milljónir flóttamanna sem hírast í landinu til Evrópu, fari svo að Vesturlönd setji sig upp á móti aðgerðum Tyrklandshers í Sýrlandi. „Tyrkir hafa sannarlega tekið á móti miklum fjölda flóttamanna frá Sýrlandi en það er skýr afstaða íslenskra stjórnvalda að aðgerðir sem þessar séu síst til þess fallnar að skapa aðstæður til að flóttafólk geti snúið aftur til síns heima, enda líklegt að þær stuðli fremur að áframhaldandi átökum en varanlegum friði,“ segir í yfirlýsingu ráðuneytisins og bætt við að íslensk stjórnvöld ætli sér að fylgjast með framvindu málsins næstu daga. Þau ætli sér að leggja áherslu á það ásamt öðrum ríkjum að hernaðaraðgerðum verði hætt.
Sýrland Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Vill að ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja í Sýrland Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, kallaði eftir því á Alþingi í dag að íslenska ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja á Kúrdahéruð í Sýrlandi. 9. október 2019 16:30 Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis-og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Vill að ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja í Sýrland Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, kallaði eftir því á Alþingi í dag að íslenska ríkisstjórnin fordæmi innrás Tyrkja á Kúrdahéruð í Sýrlandi. 9. október 2019 16:30
Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Ólíkum sögum fer af árangri hersveita Tyrkja í árás þeirra á Kúrda. 10. október 2019 10:38
Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01