Ánægja með störf Birgis en augljóslega kom eitthvað upp á Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2019 10:55 Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. „Reykjalundur er það mikilvæg stofnun að það þarf að ríkja sátt um hana og stöðugleiki fyrir sjúklingana,“ segir Bryndís sem auk formennsku í samtökunum er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún segir hollvinasamtökin standa þétt við bak Reykjalundar þegar komi að söfnun fjár og aðstoð við stærri fjárfestingar.Veðrið var fallegt á Reykjalundi í morgun en stöðunni er lýst af starfsmönnum sem neyðarástandi.Vísir/ArnarBirgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar, var sagt upp um mánaðamótin og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga og yfirlækni, í gær. „Ég hef átt gott samstarf við Birgi svo það kom mér á óvart að hann hefði lokið störfum,“ segir Bryndís. Hún hafi rætt við Svein Guðmundsson, formann SÍBS, sem hafi fullvissað hana um að störf Birgis fyrir Reykjalund hefðu verið góð.Bryndís Haraldsdóttir,lengst til vinstri og Birgir Gunnarsson lengst til hægri þegar Reykjalundi var veitt vegleg gjöf frá Styrktar- og sjúkrasjóði Verzlunarmanna í Reykjavík árið 2017.Ekki virðist öll sagan sögð. „Augljóslega hefur eitthvað komið upp á,“ segir Bryndís. Hún viti þó ekki nákvæmlega um hvað það snúist. Augljóslega hafi Birgir og Sveinn verið ósammála um eitthvað. Hún vonar að ástandið skýrist á fundi með starfsmönnum í hádeginu. „Það kom mér á óvart að Magnúsi hefði verið sagt upp störfum, eins og fréttin hljóðaði,“ segir Bryndís um uppsögn Magnúsar í gær. Hún leggi áherslu á að það verði að vera starfandi yfirlæknir á Reykjalundi. Það sé augljóst mál. Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03 Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. 9. október 2019 17:01 Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Bryndís Haraldsdóttir, formaður Hollvinasamtaka Reykjalundar, segir að henni hugnist ekki ástandið á Reykjalundi. Forstjóra og yfirlækni hefur verið sagt upp, starfsfólk lagði niður störf í dag og sjúklingar voru ýmist sendir heim eða afboðaðir í dag. „Reykjalundur er það mikilvæg stofnun að það þarf að ríkja sátt um hana og stöðugleiki fyrir sjúklingana,“ segir Bryndís sem auk formennsku í samtökunum er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún segir hollvinasamtökin standa þétt við bak Reykjalundar þegar komi að söfnun fjár og aðstoð við stærri fjárfestingar.Veðrið var fallegt á Reykjalundi í morgun en stöðunni er lýst af starfsmönnum sem neyðarástandi.Vísir/ArnarBirgi Gunnarssyni, forstjóra Reykjalundar, var sagt upp um mánaðamótin og Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga og yfirlækni, í gær. „Ég hef átt gott samstarf við Birgi svo það kom mér á óvart að hann hefði lokið störfum,“ segir Bryndís. Hún hafi rætt við Svein Guðmundsson, formann SÍBS, sem hafi fullvissað hana um að störf Birgis fyrir Reykjalund hefðu verið góð.Bryndís Haraldsdóttir,lengst til vinstri og Birgir Gunnarsson lengst til hægri þegar Reykjalundi var veitt vegleg gjöf frá Styrktar- og sjúkrasjóði Verzlunarmanna í Reykjavík árið 2017.Ekki virðist öll sagan sögð. „Augljóslega hefur eitthvað komið upp á,“ segir Bryndís. Hún viti þó ekki nákvæmlega um hvað það snúist. Augljóslega hafi Birgir og Sveinn verið ósammála um eitthvað. Hún vonar að ástandið skýrist á fundi með starfsmönnum í hádeginu. „Það kom mér á óvart að Magnúsi hefði verið sagt upp störfum, eins og fréttin hljóðaði,“ segir Bryndís um uppsögn Magnúsar í gær. Hún leggi áherslu á að það verði að vera starfandi yfirlæknir á Reykjalundi. Það sé augljóst mál.
Heilbrigðismál Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03 Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. 9. október 2019 17:01 Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15 Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Starfsfólk leggur niður störf og sjúklingar sendir heim af Reykjalundi Engir sjúklingar fá þjónustu á endurhæfingarstöðinni Reykjalundi í dag. 10. október 2019 10:03
Magnúsi óvænt sagt upp eftir fjörutíu ára starf á Reykjalundi Sveinn Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga (SÍBS), hefur sagt Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, upp störfum eftir 35 ára vinnu á endurhæfingarstöðinni. 9. október 2019 17:01
Segja ekkert saknæmt hafa borið að við starfslok forstjórans Stjórn SÍBS hafnar því að nokkurt saknæmt hafi borið að af hálfu fyrrverandi forstjóra Reykjalundar, Birgis Gunnarssonar, í aðdraganda starfsloka hans þann 30. september síðastliðinn. 9. október 2019 08:15
Prestur sat fund á Reykjalundi Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmannafund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykjalundar til 12 ára, var sagt upp. 10. október 2019 06:00