Tyrkir sækja dýpra inn í Sýrland Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 10:38 Íbúar í norðanverðu Sýrlandi flýja undan loftárásum Tyrkja í gær. Vísir/AP Varnarmálaráðuneyti Tyrklands fullyrðir að hersveitir þess hafi náð fyrstu markmiðum sínum í innrásinni á yfirráðasvæði Kúrda í norðanverðu Sýrlandi sem hófst í gær. Tyrkneski herinn sæki nú lengra inn í Norður-Sýrland. Kúrdar halda því á móti fram að Tyrkjum hafi orðið lítt ágengt þrátt fyrir mikið sprengjuregn. Innrás Tyrkja í Sýrland hófst í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti féllst á að draga til baka bandarískt herlið sem hefur starfað náið með Kúrdum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í norðanverðu Sýrlandi á sunnudag. Tyrkir létu sprengikúlum rigna yfir skotmörk í Sýrlandi í gær og hermenn eru nú sagðir sækja lengra inn í landið. Íbúar, sem áður þurftu að flýja Ríki íslams, neyddust aftur til að forða sér fótgangandi, á bílum og bifhjólum með dýnur og örfáar eigur sínar, að sögn AP-fréttaveitunnar. Hersveitir Kúrda, Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), gera lítið úr árangri Tyrkja. Tyrkneskir hermenn hafi ekki komist langt á þeim vígstöðvum sem þeir hafi opnað. AP segir að aðstæður á svæðinu geri erfitt um vik að sannreyna fullyrðingar ólíkra fylkinga.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fregnir hafi barist af hörðum orrustum við landamæri Sýrlands og Tyrklands og jafnvel um mannfall óbreyttra borgara. Kúrdíski Rauði hálfmáninn fullyrðir að sjö óbreyttir borgarar í það minnsta hafi fallið, þar á meðal tvö börn. Nítján til viðbótar hafi særst alvarlega, þar á meðal fjögur börn. Þá saka Kúrdar Tyrki um að hafa varpað sprengjum á fangelsi þar sem vígamönnum Ríkis íslams er haldið í Qamishli við landamærin austanverð. Það hafi verið skýr tilraun til að hjálpa þeim að flýja. Reuters-fréttastofan segir að bandarískt herlið, sem hefur haldið sig til hlés á meðan Tyrkir ráðast á bandamenn þess, hafi tekið tvo þekkta liðsmenn Ríkis íslams í sína vörslu og komið þeim úr landi á öruggan stað. Öfgamennirnir eru sagðir koma úr hópi Breta sem bendlaðir hafa verið við morð á vestrænum gíslum. Vestræn ríki óttast um afdrif þúsunda liðsmanna hryðjuverkasamtakanna sem Kúrdar handsömuðu og hafa haldið í bráðabirgðafangelsum í norðanverðu Sýrlandi í innrás Tyrkja. Trump Bandaríkjaforseti lýsti takmörkuðum áhyggjum af því í gær, hryðjuverkamennirnir myndu flýja inn í Evrópu. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01 Segir Bandaríkjastjórn ekki hafa verið samþykka innrásinni Mike Pompeo reynir nú að verja þá ákvörðun Donald Trump forseta um að kalla bandaríska hermenn frá svæðinu. 10. október 2019 08:27 Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin. 9. október 2019 21:45 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fleiri fréttir Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Tyrklands fullyrðir að hersveitir þess hafi náð fyrstu markmiðum sínum í innrásinni á yfirráðasvæði Kúrda í norðanverðu Sýrlandi sem hófst í gær. Tyrkneski herinn sæki nú lengra inn í Norður-Sýrland. Kúrdar halda því á móti fram að Tyrkjum hafi orðið lítt ágengt þrátt fyrir mikið sprengjuregn. Innrás Tyrkja í Sýrland hófst í gær eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti féllst á að draga til baka bandarískt herlið sem hefur starfað náið með Kúrdum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams í norðanverðu Sýrlandi á sunnudag. Tyrkir létu sprengikúlum rigna yfir skotmörk í Sýrlandi í gær og hermenn eru nú sagðir sækja lengra inn í landið. Íbúar, sem áður þurftu að flýja Ríki íslams, neyddust aftur til að forða sér fótgangandi, á bílum og bifhjólum með dýnur og örfáar eigur sínar, að sögn AP-fréttaveitunnar. Hersveitir Kúrda, Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), gera lítið úr árangri Tyrkja. Tyrkneskir hermenn hafi ekki komist langt á þeim vígstöðvum sem þeir hafi opnað. AP segir að aðstæður á svæðinu geri erfitt um vik að sannreyna fullyrðingar ólíkra fylkinga.Breska ríkisútvarpið BBC segir að fregnir hafi barist af hörðum orrustum við landamæri Sýrlands og Tyrklands og jafnvel um mannfall óbreyttra borgara. Kúrdíski Rauði hálfmáninn fullyrðir að sjö óbreyttir borgarar í það minnsta hafi fallið, þar á meðal tvö börn. Nítján til viðbótar hafi særst alvarlega, þar á meðal fjögur börn. Þá saka Kúrdar Tyrki um að hafa varpað sprengjum á fangelsi þar sem vígamönnum Ríkis íslams er haldið í Qamishli við landamærin austanverð. Það hafi verið skýr tilraun til að hjálpa þeim að flýja. Reuters-fréttastofan segir að bandarískt herlið, sem hefur haldið sig til hlés á meðan Tyrkir ráðast á bandamenn þess, hafi tekið tvo þekkta liðsmenn Ríkis íslams í sína vörslu og komið þeim úr landi á öruggan stað. Öfgamennirnir eru sagðir koma úr hópi Breta sem bendlaðir hafa verið við morð á vestrænum gíslum. Vestræn ríki óttast um afdrif þúsunda liðsmanna hryðjuverkasamtakanna sem Kúrdar handsömuðu og hafa haldið í bráðabirgðafangelsum í norðanverðu Sýrlandi í innrás Tyrkja. Trump Bandaríkjaforseti lýsti takmörkuðum áhyggjum af því í gær, hryðjuverkamennirnir myndu flýja inn í Evrópu.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01 Segir Bandaríkjastjórn ekki hafa verið samþykka innrásinni Mike Pompeo reynir nú að verja þá ákvörðun Donald Trump forseta um að kalla bandaríska hermenn frá svæðinu. 10. október 2019 08:27 Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin. 9. október 2019 21:45 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fleiri fréttir Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sjá meira
Kúrdar segja Tyrki ráðast gegn óbreyttum borgurum Evrópskir leiðtogar fordæma innrásina og hvetja Tyrki til stillingar. 9. október 2019 16:01
Segir Bandaríkjastjórn ekki hafa verið samþykka innrásinni Mike Pompeo reynir nú að verja þá ákvörðun Donald Trump forseta um að kalla bandaríska hermenn frá svæðinu. 10. október 2019 08:27
Hefur litlar áhyggjur af flótta ISIS-liða til Evrópu Hersveitir Tyrkja hafa gert innrás í norðausturhluta Sýrlands eftir loftárásir og stórskotaliðsárásir í dag. Nú í kvöld voru hermenn og sveitir hliðhollar Tyrkjum sendar yfir landamærin. 9. október 2019 21:45