Sviptingar hafa verið á Reykjalundi undanfarna tíu daga. Um mánaðamótin var Birgi Gunnarssyni forstjóra sagt upp störfum. Í gær var Magnúsi, nánum samstarfsmanni Birgis, sömuleiðis sagt upp nokkrum vikum eða mánuðum fyrir fyrirhuguð starfslok hans sökum aldurs.
Starfsmenn Reykjalundar funduðu í morgun með lögfræðingi og var niðurstaðan sú að þeim væri ekki heimilt að sinna störfum án yfirlæknis.

Starfsmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja að deilur um peninga séu kveikjan að átökum stjórnar SÍBS, sem á Reykjalund, og forsvarsmanna Reykjalundar.
Um 200 manns starfa á Reykjalundi en stöðugildin eru færri. Í kringum 70 manns mættu á starfsmannafundinn í morgun samkvæmt heimildum Vísis.