Valdefling á tímum hamfarahlýnunar Katrín Magnúsdóttir skrifar 10. október 2019 07:30 No one is too small to make a difference er heiti bókar sem inniheldur samansafn af ræðum Gretu Thunberg sem hefur vakið mikla athygli undanfarið. Titill bókarinnar inniheldur brýn skilaboð: Ekkert okkar er of lítið til að hafa áhrif. Áreitið er mikið í samfélaginu í dag og á okkur dynja upplýsingar úr öllum áttum. Umhverfismál hvers konar, s.s. hamfarahlýnun, eru áberandi í allri umræðu. Um raunverulegar ógnir er að ræða og því brýnt að grípa í taumana eigi að takast að sporna við þessari þróun. Það getur hins vegar verið flókið fyrir börn og ungmenni að henda reiður á öllum þessum upplýsingum. Hvað þýðir þetta allt og verða af leiðingarnar raunverulega eins slæmar og talað er um? Það er auðvelt að fyllast kvíða og vonleysi yfir framtíðinni við þessar aðstæður og finnast maður lítils megnugur. Valdefling og nemendalýðræði eru lykilþættir í alþjóðlega verkefninu Skólum á grænni grein (Grænfánaverkefninu) sem er fyrir nemendur á öllum skólastigum. Landvernd hefur rekið verkefnið hér á landi frá árinu 2001 og taka nú um 200 íslenskir skólar þátt. Skólar á grænni grein starfa eftir hugmyndafræði sjálfbærnimenntunar og hefur verið lýst af Sameinuðu þjóðunum sem einu helsta innleiðingartæki sjálfbærnimenntunar í heiminum í dag. Í Skólum á grænni grein eru nemendur því hluti af umhverfisnefnd skólans, sjá um að meta stöðu umhverfismála og setja skólanum markmið til að bæta það sem þeim þykir brýnast. Þeir fylgja markmiðunum eftir með hjálp samnemenda og starfsmanna skólans og helst með þátttöku nærsamfélagsins. Auk þess fá allir nemendur skólans fræðslu um þau þemu eða markmið sem tekin eru fyrir hverju sinni. Nemendur eru þannig virkjaðir til áhrifa innan síns skóla og nærsamfélags og er lýðræðislegum aðferðum beitt til að sem flestir komi að borðinu. Þannig er nemendum kennt að þeir geti beitt áhrifum sínum til að stuðla að breytingum í sínu nærumhverfi. Ekkert okkar er of lítið til að hafa áhrif eru því orð sem eiga vel við í allri umhverfisumræðu – við getum öll haft áhrif!Höfundur er verkefnisstjóri Skólar á grænni grein / Grænfáninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
No one is too small to make a difference er heiti bókar sem inniheldur samansafn af ræðum Gretu Thunberg sem hefur vakið mikla athygli undanfarið. Titill bókarinnar inniheldur brýn skilaboð: Ekkert okkar er of lítið til að hafa áhrif. Áreitið er mikið í samfélaginu í dag og á okkur dynja upplýsingar úr öllum áttum. Umhverfismál hvers konar, s.s. hamfarahlýnun, eru áberandi í allri umræðu. Um raunverulegar ógnir er að ræða og því brýnt að grípa í taumana eigi að takast að sporna við þessari þróun. Það getur hins vegar verið flókið fyrir börn og ungmenni að henda reiður á öllum þessum upplýsingum. Hvað þýðir þetta allt og verða af leiðingarnar raunverulega eins slæmar og talað er um? Það er auðvelt að fyllast kvíða og vonleysi yfir framtíðinni við þessar aðstæður og finnast maður lítils megnugur. Valdefling og nemendalýðræði eru lykilþættir í alþjóðlega verkefninu Skólum á grænni grein (Grænfánaverkefninu) sem er fyrir nemendur á öllum skólastigum. Landvernd hefur rekið verkefnið hér á landi frá árinu 2001 og taka nú um 200 íslenskir skólar þátt. Skólar á grænni grein starfa eftir hugmyndafræði sjálfbærnimenntunar og hefur verið lýst af Sameinuðu þjóðunum sem einu helsta innleiðingartæki sjálfbærnimenntunar í heiminum í dag. Í Skólum á grænni grein eru nemendur því hluti af umhverfisnefnd skólans, sjá um að meta stöðu umhverfismála og setja skólanum markmið til að bæta það sem þeim þykir brýnast. Þeir fylgja markmiðunum eftir með hjálp samnemenda og starfsmanna skólans og helst með þátttöku nærsamfélagsins. Auk þess fá allir nemendur skólans fræðslu um þau þemu eða markmið sem tekin eru fyrir hverju sinni. Nemendur eru þannig virkjaðir til áhrifa innan síns skóla og nærsamfélags og er lýðræðislegum aðferðum beitt til að sem flestir komi að borðinu. Þannig er nemendum kennt að þeir geti beitt áhrifum sínum til að stuðla að breytingum í sínu nærumhverfi. Ekkert okkar er of lítið til að hafa áhrif eru því orð sem eiga vel við í allri umhverfisumræðu – við getum öll haft áhrif!Höfundur er verkefnisstjóri Skólar á grænni grein / Grænfáninn.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar