Dorrit líkir klónun hunda við hjónaband samkynhneigðra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. október 2019 17:51 Dorrit og Sámur árið 2012. Fréttablaðið/Stefán „Sumum finnst líka hjónaband milli tveggja karla eða tveggja kvenna sé ósiðlegt, sumum finnst það. Við höfum öll mismunandi sjónarmið og ég virði þau öll. En það er ekkert land í heiminum, ekki einu sinni lönd sem kirkjan stjórnar ennþá, þar sem þetta er ólöglegt,“ sagði Dorrit Moussaieff í Síðdegisútvarpinu í dag um gagnrýni á klónun hundsins hennar. Dorrit ræddi þar fæðingu hins nýja Sáms og sagði þar að hún gerði sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. Dorrit sagði frá því í viðtalinu að hvolpurinn Sámur, eða Samson, sé enn í Bandaríkjunum og fari þaðan til London í mars. „Ef hann er í London getur hann ferðast um alla Evrópu, hann getur komið með mér. En hann má ekki koma til Íslands, nema að vera mánuð í sóttkví, og ég vil ekki gera það.. En hann verður mjög hamingjusamur í London og það mega allir koma og sjá hann, og hann mun ferðast með mér allt sem ég fer í Evrópu og Ameríku.“ Ætlar að klóna sám aftur Dorrit segir að ef reglum um sóttkví hunda verði breytt á Íslandi geti hún tekið hann með sér hingað. Í viðtalinu sagði Dorrit að þetta hafi verið þriðja sinn sem einræktunin var reynd, en hún mistókst í fyrstu tvö skiptin. Sámur er fyrsti Íslenski hundurinn sem hefur verið klónaður en Dorrit segist þekkja að minnsta kosti sex einstaklinga sem hafi klónað gæludýrin sín. „Ég ætla að eignast annan og ætla að rækta krabbameinsgenið úr honum. Upprunalegi Sámur dó úr mjög sjaldgæfri tegund af krabbameini. Agnes dýralæknir á Íslandi var læknirinn og hún útskýrði fyrir mér að kannski væri hægt að ná þessum genum úr Sámi. Kannski gæti það leitt til þess að hægt væri að ná krabbameinsgenum úr fólki.“ Hún segir kraftaverk hvað læknavísindin hafi þróast á síðustu tuttugu árum. Dorrit hitti hinn Sám, hundinn sem hún átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, þegar hann var árs gamall og þekkti hann því ekki sem hvolp. Samt segir hún að hún sjái strax á myndum að þeir séu líkir og meðal annars opni munninn alveg eins. Í viðtalinu kom fram að Dorrit ætli að klóna Sám aftur. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um klónun gæludýra. „Þetta er náttúrulega ekki komið á það stig að fólk geti bara látið klóna hundinn sinn, því að þetta sýnir fram á svo ekki verður um villst, muninn á þeim sem eiga og þeim sem eiga ekki.“ Hann sagði einnig að honum þyki „sætt“ hjá Dorrit að klóna hundinn Sám, hvolpurinn verði eins og eineggja tvíburi hliðraður til í tíma. „Dorrit verður að sætta sig við að þessi Samson hennar kemur ekki til með að vera alveg eins og Sámur.Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Dýr Hinsegin Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík síðdegis Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira
„Sumum finnst líka hjónaband milli tveggja karla eða tveggja kvenna sé ósiðlegt, sumum finnst það. Við höfum öll mismunandi sjónarmið og ég virði þau öll. En það er ekkert land í heiminum, ekki einu sinni lönd sem kirkjan stjórnar ennþá, þar sem þetta er ólöglegt,“ sagði Dorrit Moussaieff í Síðdegisútvarpinu í dag um gagnrýni á klónun hundsins hennar. Dorrit ræddi þar fæðingu hins nýja Sáms og sagði þar að hún gerði sér grein fyrir því að sumum finnist einræktun ósiðleg, sagðist hún skilja þá afstöðu fullkomlega. Dorrit sagði frá því í viðtalinu að hvolpurinn Sámur, eða Samson, sé enn í Bandaríkjunum og fari þaðan til London í mars. „Ef hann er í London getur hann ferðast um alla Evrópu, hann getur komið með mér. En hann má ekki koma til Íslands, nema að vera mánuð í sóttkví, og ég vil ekki gera það.. En hann verður mjög hamingjusamur í London og það mega allir koma og sjá hann, og hann mun ferðast með mér allt sem ég fer í Evrópu og Ameríku.“ Ætlar að klóna sám aftur Dorrit segir að ef reglum um sóttkví hunda verði breytt á Íslandi geti hún tekið hann með sér hingað. Í viðtalinu sagði Dorrit að þetta hafi verið þriðja sinn sem einræktunin var reynd, en hún mistókst í fyrstu tvö skiptin. Sámur er fyrsti Íslenski hundurinn sem hefur verið klónaður en Dorrit segist þekkja að minnsta kosti sex einstaklinga sem hafi klónað gæludýrin sín. „Ég ætla að eignast annan og ætla að rækta krabbameinsgenið úr honum. Upprunalegi Sámur dó úr mjög sjaldgæfri tegund af krabbameini. Agnes dýralæknir á Íslandi var læknirinn og hún útskýrði fyrir mér að kannski væri hægt að ná þessum genum úr Sámi. Kannski gæti það leitt til þess að hægt væri að ná krabbameinsgenum úr fólki.“ Hún segir kraftaverk hvað læknavísindin hafi þróast á síðustu tuttugu árum. Dorrit hitti hinn Sám, hundinn sem hún átti með Ólafi Ragnari Grímssyni, þegar hann var árs gamall og þekkti hann því ekki sem hvolp. Samt segir hún að hún sjái strax á myndum að þeir séu líkir og meðal annars opni munninn alveg eins. Í viðtalinu kom fram að Dorrit ætli að klóna Sám aftur. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag um klónun gæludýra. „Þetta er náttúrulega ekki komið á það stig að fólk geti bara látið klóna hundinn sinn, því að þetta sýnir fram á svo ekki verður um villst, muninn á þeim sem eiga og þeim sem eiga ekki.“ Hann sagði einnig að honum þyki „sætt“ hjá Dorrit að klóna hundinn Sám, hvolpurinn verði eins og eineggja tvíburi hliðraður til í tíma. „Dorrit verður að sætta sig við að þessi Samson hennar kemur ekki til með að vera alveg eins og Sámur.Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Dýr Hinsegin Ólafur Ragnar Grímsson Reykjavík síðdegis Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Sjá meira