Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. október 2019 13:26 Elva Hrönn Hjartardóttir er meðal þeirra ungmenna sem sækja Norðurlandaráðsþing sem hefst í dag. mynd/aðsend Fulltrúar ungu kynslóðarinnar taka þátt í Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag auk þeirra 87 þingmanna sem þingið sitja. Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. Elva Hrönn Hjartardóttir er fráfarandi stjórnarkona í framkvæmdastjórn Ungmennaráðs Norðurlandaráðs. Hún situr jafnframt í stjórn Vinstri grænna og er fráfarandi formaður ungra sósíalista á Norðurlöndum. „Loftslagsmálin og umhverfismálin það eru svona helstu málefnin eins og gefur að skilja og við erum svona nokkurn veginn sammála um þau mál þvert á flokka og hreyfingar,“ segir Elva. „Svo eru önnur málefni sem að við erum ekki eins sammála um í ungliðahreyfingunni, bara eins og í Norðurlandaráði kannski sjálfu. Ber þar kannski að nefna aðild að NATO og kjarnorku og annað sem að við sammælumst ekki alveg um.“Sjá einnig: Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á NorðurlandaráðsþingiUngmennaráðið hélt sitt eigið þing síðustu helgi þar sem fjöldi ályktana var samþykktur en þær verða svo bornar fyrir nefndir Norðurlandaráðs á komandi starfsári. „Við viljum að Norðurlöndin verði leiðandi þegar kemur að því að takast á við loftslagsvanda og þennan vanda sem við stöndum frami fyrir þar sem við erum að missa líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir Elva.Norðurlandaráðsþing stendur þessa dagana yfir í Stokkhólmi í Svíþjóð.norden.org/Magnus Fröderberg„Við þurfum að taka miklu meiri og afgerandi skref í átt að markmiðum til þess að koma í veg fyrir einhverja svaka krísu og neyðarástand hérna í loftslagsmálum.“Sjónarmið unga fólksins stundum sett til hliðar Þá hafa ungliðahreyfingarnar jafnframt tekist á um ályktanir tengdum hatursorðræðu að sögn Elvu. „Það var tillaga sem kom upp frá hægriflokkum hér í Skandinavíu og vildu fá meira frelsi til að tala og við náttúrlega bara hinir flokkarnir á vinstri vængnum töluðum algjörlega gegn því. Svo eru hérna ályktanir um stafræn skilríki þvert á Norðurlöndin, sameiginlegar samgöngur þvert á Norðurlöndin og ýmislegt annað sem kemur ungu fólki til góða og bara öllum,“ Á morgun mun fráfarandi forseti framkvæmdastjórnar Ungmennaráðsins vera meðal þeirra ungmenna sem fundar með forsætisráðherra Íslands og annarra Norðurlanda á morgun. Elva kveðst eiga von á því að loftslags- og umhverfismál verði fyrirferðarmikil á þeim fundi. „Við erum ótrúlega heppin að hafa hana Gretu Thunberg í fararbroddi fylkingar um loftslagsmálin og ég held að það sem að hún er búin að gera núna undanfarið ár sé núna svolítið okkar gluggi. Það er kominn gluggi þarna til þess að við getum haft hátt og á okkur sé hlustað,“ segir Elva. „Við notum hvert tækifæri til þess að tala um unga fólkið og hér er mikið talað um unga fólkið. En það er ekki alltaf sem að aðgerðir fylgja orðum og við erum stundum höfð til hliðar þótt að það sé talað um mikilvægi ungs fólks en við erum að gera okkar allra besta,“ segir Elva. Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fulltrúar ungu kynslóðarinnar taka þátt í Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag auk þeirra 87 þingmanna sem þingið sitja. Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. Elva Hrönn Hjartardóttir er fráfarandi stjórnarkona í framkvæmdastjórn Ungmennaráðs Norðurlandaráðs. Hún situr jafnframt í stjórn Vinstri grænna og er fráfarandi formaður ungra sósíalista á Norðurlöndum. „Loftslagsmálin og umhverfismálin það eru svona helstu málefnin eins og gefur að skilja og við erum svona nokkurn veginn sammála um þau mál þvert á flokka og hreyfingar,“ segir Elva. „Svo eru önnur málefni sem að við erum ekki eins sammála um í ungliðahreyfingunni, bara eins og í Norðurlandaráði kannski sjálfu. Ber þar kannski að nefna aðild að NATO og kjarnorku og annað sem að við sammælumst ekki alveg um.“Sjá einnig: Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á NorðurlandaráðsþingiUngmennaráðið hélt sitt eigið þing síðustu helgi þar sem fjöldi ályktana var samþykktur en þær verða svo bornar fyrir nefndir Norðurlandaráðs á komandi starfsári. „Við viljum að Norðurlöndin verði leiðandi þegar kemur að því að takast á við loftslagsvanda og þennan vanda sem við stöndum frami fyrir þar sem við erum að missa líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir Elva.Norðurlandaráðsþing stendur þessa dagana yfir í Stokkhólmi í Svíþjóð.norden.org/Magnus Fröderberg„Við þurfum að taka miklu meiri og afgerandi skref í átt að markmiðum til þess að koma í veg fyrir einhverja svaka krísu og neyðarástand hérna í loftslagsmálum.“Sjónarmið unga fólksins stundum sett til hliðar Þá hafa ungliðahreyfingarnar jafnframt tekist á um ályktanir tengdum hatursorðræðu að sögn Elvu. „Það var tillaga sem kom upp frá hægriflokkum hér í Skandinavíu og vildu fá meira frelsi til að tala og við náttúrlega bara hinir flokkarnir á vinstri vængnum töluðum algjörlega gegn því. Svo eru hérna ályktanir um stafræn skilríki þvert á Norðurlöndin, sameiginlegar samgöngur þvert á Norðurlöndin og ýmislegt annað sem kemur ungu fólki til góða og bara öllum,“ Á morgun mun fráfarandi forseti framkvæmdastjórnar Ungmennaráðsins vera meðal þeirra ungmenna sem fundar með forsætisráðherra Íslands og annarra Norðurlanda á morgun. Elva kveðst eiga von á því að loftslags- og umhverfismál verði fyrirferðarmikil á þeim fundi. „Við erum ótrúlega heppin að hafa hana Gretu Thunberg í fararbroddi fylkingar um loftslagsmálin og ég held að það sem að hún er búin að gera núna undanfarið ár sé núna svolítið okkar gluggi. Það er kominn gluggi þarna til þess að við getum haft hátt og á okkur sé hlustað,“ segir Elva. „Við notum hvert tækifæri til þess að tala um unga fólkið og hér er mikið talað um unga fólkið. En það er ekki alltaf sem að aðgerðir fylgja orðum og við erum stundum höfð til hliðar þótt að það sé talað um mikilvægi ungs fólks en við erum að gera okkar allra besta,“ segir Elva.
Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Vinstri græn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira