Breska þingið hafnar tillögu Johnson um snemmbúnar kosningar Andri Eysteinsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 28. október 2019 19:03 Aukinn meirihluti fékkst ekki á breska þinginu fyrir tillögu forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, um að boða til þingkosninga 12. desember næstkomandi. Fyrirfram hafði verið búist við því að tillögunni yrði hafnað, sú varð raunin. Til þess að boðað yrði til kosninga hefði þurft 434 atkvæði með tillögunni en 650 þingmenn sitja í neðri deild breska þingsins. 299 greiddu atkvæði með tillögu forsætisráðherrans. Boris Johnson forsætisráðherra hafði barist fyrir nýjum kosningum allt frá því það varð ljóst að þingið myndi ekki samþykkja nýjan útgöngusamning hans í tæka tíð svo hægt væri að ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október eins og samþykkt hafði verið.Brexit slegið á frest til janúarloka Þingið hafði skyldað Johnson til þess að biðja Evrópusambandið um frest, næðist samningur ekki í gegn í síðasta lagi laugardaginn 19. október. Svar fékkst við þeirri beiðni í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í tísti að svarið hafi verið jákvætt. Sveigjanleg frestun yrði gerð á útgöngunni til loka janúarmánaðar. Það þýðir að Bretar geta gengið út fyrr, nái þeir samkomulagi þar um. Sophie Wilmes, sem varð forsætisráðherra Belgíu í dag, fyrst kvenna, kvaðst ánægð. „Þýði þetta að unnt verði að skipuleggja útgönguna þannig að hún gangi vel fyrir sig tel ég að það sé afar jákvætt,“ sagði Wilmes. Stjórnarandstöðuflokkar í Bretlandi höfðu gefið það út fyrir umræður og atkvæðagreiðslu kvöldsins að þeir myndu ekki styðja tillögu Johnsons um nýjar kosningar. Skoski þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir Demókratar eru hins vegar ekki alfarið andvígir nýjum kosningum. „Verði lagt fram frumvarp sem gerir okkur kleift að fara í skyndikosningar til að breyta löggjöfinni sem liggur þegar fyrir getum við haldið kosningar þann 9.desember næstkomandi,“ sagði Ian Blackford, þingflokksformaður skoska þjóðarflokksins. Blackford sagði þá lausn vera betri því þá væru kosningar fyrr og forsætisráðherrann fengi skemmri tíma til þess að reyna að koma samningi sínum, sem Blackford segir vondan, í gegnum þingið.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 sem send var út áður en að niðurstöður lágu fyrir. Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira
Aukinn meirihluti fékkst ekki á breska þinginu fyrir tillögu forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, um að boða til þingkosninga 12. desember næstkomandi. Fyrirfram hafði verið búist við því að tillögunni yrði hafnað, sú varð raunin. Til þess að boðað yrði til kosninga hefði þurft 434 atkvæði með tillögunni en 650 þingmenn sitja í neðri deild breska þingsins. 299 greiddu atkvæði með tillögu forsætisráðherrans. Boris Johnson forsætisráðherra hafði barist fyrir nýjum kosningum allt frá því það varð ljóst að þingið myndi ekki samþykkja nýjan útgöngusamning hans í tæka tíð svo hægt væri að ganga út úr Evrópusambandinu þann 31. október eins og samþykkt hafði verið.Brexit slegið á frest til janúarloka Þingið hafði skyldað Johnson til þess að biðja Evrópusambandið um frest, næðist samningur ekki í gegn í síðasta lagi laugardaginn 19. október. Svar fékkst við þeirri beiðni í dag. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í tísti að svarið hafi verið jákvætt. Sveigjanleg frestun yrði gerð á útgöngunni til loka janúarmánaðar. Það þýðir að Bretar geta gengið út fyrr, nái þeir samkomulagi þar um. Sophie Wilmes, sem varð forsætisráðherra Belgíu í dag, fyrst kvenna, kvaðst ánægð. „Þýði þetta að unnt verði að skipuleggja útgönguna þannig að hún gangi vel fyrir sig tel ég að það sé afar jákvætt,“ sagði Wilmes. Stjórnarandstöðuflokkar í Bretlandi höfðu gefið það út fyrir umræður og atkvæðagreiðslu kvöldsins að þeir myndu ekki styðja tillögu Johnsons um nýjar kosningar. Skoski þjóðarflokkurinn og Frjálslyndir Demókratar eru hins vegar ekki alfarið andvígir nýjum kosningum. „Verði lagt fram frumvarp sem gerir okkur kleift að fara í skyndikosningar til að breyta löggjöfinni sem liggur þegar fyrir getum við haldið kosningar þann 9.desember næstkomandi,“ sagði Ian Blackford, þingflokksformaður skoska þjóðarflokksins. Blackford sagði þá lausn vera betri því þá væru kosningar fyrr og forsætisráðherrann fengi skemmri tíma til þess að reyna að koma samningi sínum, sem Blackford segir vondan, í gegnum þingið.Í spilaranum efst í fréttinni má sjá frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 sem send var út áður en að niðurstöður lágu fyrir.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kosningar í Bretlandi Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Sjá meira