Dufl hlýtur Gulleggið í ár Atli Ísleifsson skrifar 28. október 2019 12:39 Aðstandendur verkefnisins Dufl. Icelandic Startups Viðskiptahugmyndin Dufl sigraði Gulleggið í ár, en um er að ræða frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík síðastliðið föstudagskvöld. Í tilkynningu segir að Dufl, sem hefur þróað bættan staðsetningarbúnað fyrir sjó, hafi hlotið að launum 1,5 milljón króna í verðlaun og sérverðlaun í flokki „Vöru“ (e. product) sem fylgdu ráðgjafatímar hjá Marel og Hugverkastofunni.Sigurvegararnir í flokkunum fjórum.Icelandic StartupsGulleggið var fyrst veitt árið 2008 og var þá fyrsti formlegi vettvangurinn sem veitti aðstoð við að þróa áfram hugmyndir sem spruttu upp innan háskólanna. Í ár bárust 135 hugmyndir auk þess sem 20 einstaklingar skráðu sig til leiks án hugmyndar og áttu þess kost að taka þátt í verkefnum annarra. „Önnur sérverðlaun hlutu eftirtaldir: - Teymið GreenBytes í flokki „Grænna lausna“ (e. green) sem fékk að launum 150.000 kr. frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og ráðgjafatíma hjá KPMG. GreenBytes býður upp á hugbúnaðarlausn sem nýtir sölugögn með vitvélatækni (e. machine learning) til að minnka matarsóun og auka framlegð veitingastaða. - Örmælir í flokki „Heilsu“ (e. health) sem fengu að launum 300.000 kr. í peningaverðlaun frá Landsbankanum, ráðgjafatíma hjá Össuri og samtalsleit einkaleyfa frá Hugverkastofunni. Lausn þeirra snýst um að mæla snertilaust mjög lítið vökvamagn fyrir rannsóknir í heilbrigðisvísindum. - Statum, sem hannar gagnvirkan dómsal í sýndarveruleika til að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis að fara fyrir dóm, hlaut verðlaun í flokki „stafrænna lausna“ (e. digital). Hlaut teymið að launum ráðgjöf hjá Origo og Advel lögmannsstofu.“ - Í kosningunni um Val fólksins sem fór fram á vefsvæði RÚV bar Vegangerðin sigur úr býtum. Vegangerðin framleiðir íslenskan grænan próteingjafa fyrir heimili og veitingastaði. Nýsköpun Upplýsingatækni Tengdar fréttir Nýr valmöguleiki við andlát meðal bestu hugmynda Gulleggsins Aðstandendur frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins hafa valið þær tíu hugmyndir sem þeim þykja frambærilegastar í ár. 9. október 2019 14:37 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Viðskiptahugmyndin Dufl sigraði Gulleggið í ár, en um er að ræða frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík síðastliðið föstudagskvöld. Í tilkynningu segir að Dufl, sem hefur þróað bættan staðsetningarbúnað fyrir sjó, hafi hlotið að launum 1,5 milljón króna í verðlaun og sérverðlaun í flokki „Vöru“ (e. product) sem fylgdu ráðgjafatímar hjá Marel og Hugverkastofunni.Sigurvegararnir í flokkunum fjórum.Icelandic StartupsGulleggið var fyrst veitt árið 2008 og var þá fyrsti formlegi vettvangurinn sem veitti aðstoð við að þróa áfram hugmyndir sem spruttu upp innan háskólanna. Í ár bárust 135 hugmyndir auk þess sem 20 einstaklingar skráðu sig til leiks án hugmyndar og áttu þess kost að taka þátt í verkefnum annarra. „Önnur sérverðlaun hlutu eftirtaldir: - Teymið GreenBytes í flokki „Grænna lausna“ (e. green) sem fékk að launum 150.000 kr. frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og ráðgjafatíma hjá KPMG. GreenBytes býður upp á hugbúnaðarlausn sem nýtir sölugögn með vitvélatækni (e. machine learning) til að minnka matarsóun og auka framlegð veitingastaða. - Örmælir í flokki „Heilsu“ (e. health) sem fengu að launum 300.000 kr. í peningaverðlaun frá Landsbankanum, ráðgjafatíma hjá Össuri og samtalsleit einkaleyfa frá Hugverkastofunni. Lausn þeirra snýst um að mæla snertilaust mjög lítið vökvamagn fyrir rannsóknir í heilbrigðisvísindum. - Statum, sem hannar gagnvirkan dómsal í sýndarveruleika til að undirbúa þolendur kynferðisofbeldis að fara fyrir dóm, hlaut verðlaun í flokki „stafrænna lausna“ (e. digital). Hlaut teymið að launum ráðgjöf hjá Origo og Advel lögmannsstofu.“ - Í kosningunni um Val fólksins sem fór fram á vefsvæði RÚV bar Vegangerðin sigur úr býtum. Vegangerðin framleiðir íslenskan grænan próteingjafa fyrir heimili og veitingastaði.
Nýsköpun Upplýsingatækni Tengdar fréttir Nýr valmöguleiki við andlát meðal bestu hugmynda Gulleggsins Aðstandendur frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins hafa valið þær tíu hugmyndir sem þeim þykja frambærilegastar í ár. 9. október 2019 14:37 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Sjá meira
Nýr valmöguleiki við andlát meðal bestu hugmynda Gulleggsins Aðstandendur frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins hafa valið þær tíu hugmyndir sem þeim þykja frambærilegastar í ár. 9. október 2019 14:37