Segir fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í Samherjamálinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. október 2019 12:02 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, lýsir RÚV sem geranda í máli Seðlabanka Íslands gegn Samherja. Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að forsætisráðherra, hefur vísað máli vegna meints upplýsingaleka frá Seðlabankanum til Ríkisútvarpsinns í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Í viðtali á Bylgjunni í morgun vísaði Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja til þess að Ríkisútvarpið hefði verið viðstatt húsleitina og sagði fréttastofuna geranda í málinu. „RÚV var þátttakandi og gerandi í þessari húsleit á sínum tíma," sagði Þorsteinn. „Það má kannski segja að þetta er ein ruddalegasta húsleit sem gerð hefur verið á Íslandi og hún er gerð í samstarfi við RÚV." Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.visir/vilhelmHjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsinns, segir ásakanir forstjóra Samherja í garð Ríkisútvarpsins vera fráleitar. „RÚV var bara að vinna vinnuna sína samkvæmt heimildum sem þeir hafa og sinna því aðhaldshluterki sem þeir hafa. Það á ekki og má ekki tala með þessum hætti um aðhald fjölmiðla að stórum aðilum í þessu landi sem hafa mikilla hagsmuna að gæta," segir Hjálmar. Í skriflegu svari frá Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra Ríkisútvarpsins, segir að hún telji ekki ástæðu til að svara þessum fullyrðingum forstjóra Samherja að öðru leyti en því að fjölmiðlar hafi ítrekað myndað og flutt fréttir af húsleitum, yfirheyrslum og opinberum rannsóknum. Ekki síst á árunum eftir hrun. Það sé beinlínis hlutverk fréttamiðla og því ekkert athugavert við það. Hjálmar segir fréttastofuna eðlilega hafa fylgt eftir sínum heimildum. „Fjölmiðlar sinna sínu aðhaldhaldshltuverki og þeir hafa sína heimildarmenn og þess vegna erum við með heimmildarvernd og svo framvegis. Vegna þess að það er svo mikilvægt að þetta aðhald sé til staðar í lýðræðissamfélögum. Þannig að spilling fái ekki þrifist," segir Hjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsins.Í spilaranum hér að neðan er viðtalið í heild við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja. Dómsmál Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Það er fráleitt að tala um Ríkisútvarpið sem geranda í máli seðlabankans gegn Samherja að sögn formanns blaðamannafélagsins, líkt og forstjóri Samherja hefur gert. Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir það beinlínis vera hlutverk fjölmiðla að fjalla um mál sem þessi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að forsætisráðherra, hefur vísað máli vegna meints upplýsingaleka frá Seðlabankanum til Ríkisútvarpsinns í aðdraganda húsleitar hjá Samherja árið 2012 til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem lekinn kunni að fela í sér refsivert brot. Í viðtali á Bylgjunni í morgun vísaði Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja til þess að Ríkisútvarpið hefði verið viðstatt húsleitina og sagði fréttastofuna geranda í málinu. „RÚV var þátttakandi og gerandi í þessari húsleit á sínum tíma," sagði Þorsteinn. „Það má kannski segja að þetta er ein ruddalegasta húsleit sem gerð hefur verið á Íslandi og hún er gerð í samstarfi við RÚV." Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.visir/vilhelmHjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsinns, segir ásakanir forstjóra Samherja í garð Ríkisútvarpsins vera fráleitar. „RÚV var bara að vinna vinnuna sína samkvæmt heimildum sem þeir hafa og sinna því aðhaldshluterki sem þeir hafa. Það á ekki og má ekki tala með þessum hætti um aðhald fjölmiðla að stórum aðilum í þessu landi sem hafa mikilla hagsmuna að gæta," segir Hjálmar. Í skriflegu svari frá Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra Ríkisútvarpsins, segir að hún telji ekki ástæðu til að svara þessum fullyrðingum forstjóra Samherja að öðru leyti en því að fjölmiðlar hafi ítrekað myndað og flutt fréttir af húsleitum, yfirheyrslum og opinberum rannsóknum. Ekki síst á árunum eftir hrun. Það sé beinlínis hlutverk fréttamiðla og því ekkert athugavert við það. Hjálmar segir fréttastofuna eðlilega hafa fylgt eftir sínum heimildum. „Fjölmiðlar sinna sínu aðhaldhaldshltuverki og þeir hafa sína heimildarmenn og þess vegna erum við með heimmildarvernd og svo framvegis. Vegna þess að það er svo mikilvægt að þetta aðhald sé til staðar í lýðræðissamfélögum. Þannig að spilling fái ekki þrifist," segir Hjálmar Jónsson, formaður blaðamannafélagsins.Í spilaranum hér að neðan er viðtalið í heild við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja.
Dómsmál Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira