„Það er verið að hafa áhorfendur í ensku úrvalsdeildinni að fífli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2019 09:00 Sokratis Papastathopoulos talar við Martin Atkinson dómara á meðan VAR skoðar mark Grikkjans. Markið var síðan dæmt af. Getty/Catherine Ivill Varsjáin er að þreyta frumraun sína í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og það er óhætt að segja að margir séu orðnir frekar pirraðir á henni. Ítrekað hefur komið upp sú staða að leikmenn og áhorfendur hafa þurft að bíða í langan tíma á meðan Varsjáin fer yfir einstök atvik. Þetta fer mikið í taugarnar á sumum ekki síst þar sem engar myndir eru sýndar á skjánum. Mark Chapman, Ian Wright og Peter Crouch ræddu Varsjána í þættinum Match of the Day Two á breska ríkisútvarpinu eins og sjá má hér fyrir neðan.Fans attending Premier League matches are "being treated like idiots." Do you think VAR needs to be made clearer? #bbcfootballpic.twitter.com/sjX8OTsEVZ — BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2019„Dómarinn lítur ekki á skjáinn í þessu landi en í Þýskalandi þá hafa dómararnir verið að fara fjörutíu eða fimmtíu sinnum til að skoða þetta sjálfir. Hvað á hann að sjá? Ekki nógu mikið að mínu mati. Hann verður að dæma markið gilt því það er ekkert augljóst við þetta,“ sagði Peter Crouch. Hann var að tala um mark Sokratis Papastathopoulos fyrir Arsenal í gær sem var dæmt af. Í stað þess að vinna leikinn 3-2 sá VAR til þess að Arsenal gerði 2-2 jafntefli við Crystal Palace. „Áhorfendurnir í stúkunni, sem hafa borgað sig inn á völlinn, hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi. Ég skil þetta bara ekki og enska úrvalsdeildin verður að gera eitthvað í þessu. Það gengur ekki upp að fólk sitji bara og viti ekkert hvað sé í gangi,“ sagði Ian Wright. BBC skoðaði betur kringumstæðurnar varðandi mark Sokratis Papastathopoulos sem var dæmt af. Það er ekki fyrr en einni mínútu og tuttugu sekúndum eftir að boltinn fer í markið að Varsjáin vaknar af værum blundi og lætur Martin Atkinson dómara vita að hún ætli að skoða markið betur. Markið er síðan dæmt af einni mínútu og 55 sekúndum eftir að boltinn fer í markið. Á þessum tíma er ekkert útskýrt fyrir áhorfendunum á vellinum og þau vita því ekkert hvað sé verið að skoða. „Þetta eru tvær mínútur af ringulreið. Þetta kerfi virðir að vettugi undirstöðu leiksins, sem er fólkið sem borgar fyrir að horfa á fótbolta viku eftir viku. Það er verið að hafa áhorfendur í ensku úrvalsdeildinni að fífli,“ sagði Mark Chapman. Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira
Varsjáin er að þreyta frumraun sína í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili og það er óhætt að segja að margir séu orðnir frekar pirraðir á henni. Ítrekað hefur komið upp sú staða að leikmenn og áhorfendur hafa þurft að bíða í langan tíma á meðan Varsjáin fer yfir einstök atvik. Þetta fer mikið í taugarnar á sumum ekki síst þar sem engar myndir eru sýndar á skjánum. Mark Chapman, Ian Wright og Peter Crouch ræddu Varsjána í þættinum Match of the Day Two á breska ríkisútvarpinu eins og sjá má hér fyrir neðan.Fans attending Premier League matches are "being treated like idiots." Do you think VAR needs to be made clearer? #bbcfootballpic.twitter.com/sjX8OTsEVZ — BBC Sport (@BBCSport) October 28, 2019„Dómarinn lítur ekki á skjáinn í þessu landi en í Þýskalandi þá hafa dómararnir verið að fara fjörutíu eða fimmtíu sinnum til að skoða þetta sjálfir. Hvað á hann að sjá? Ekki nógu mikið að mínu mati. Hann verður að dæma markið gilt því það er ekkert augljóst við þetta,“ sagði Peter Crouch. Hann var að tala um mark Sokratis Papastathopoulos fyrir Arsenal í gær sem var dæmt af. Í stað þess að vinna leikinn 3-2 sá VAR til þess að Arsenal gerði 2-2 jafntefli við Crystal Palace. „Áhorfendurnir í stúkunni, sem hafa borgað sig inn á völlinn, hafa ekki hugmynd um hvað er í gangi. Ég skil þetta bara ekki og enska úrvalsdeildin verður að gera eitthvað í þessu. Það gengur ekki upp að fólk sitji bara og viti ekkert hvað sé í gangi,“ sagði Ian Wright. BBC skoðaði betur kringumstæðurnar varðandi mark Sokratis Papastathopoulos sem var dæmt af. Það er ekki fyrr en einni mínútu og tuttugu sekúndum eftir að boltinn fer í markið að Varsjáin vaknar af værum blundi og lætur Martin Atkinson dómara vita að hún ætli að skoða markið betur. Markið er síðan dæmt af einni mínútu og 55 sekúndum eftir að boltinn fer í markið. Á þessum tíma er ekkert útskýrt fyrir áhorfendunum á vellinum og þau vita því ekkert hvað sé verið að skoða. „Þetta eru tvær mínútur af ringulreið. Þetta kerfi virðir að vettugi undirstöðu leiksins, sem er fólkið sem borgar fyrir að horfa á fótbolta viku eftir viku. Það er verið að hafa áhorfendur í ensku úrvalsdeildinni að fífli,“ sagði Mark Chapman.
Enski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Sjá meira