Microsoft tekið fram yfir Amazon um milljarða dollara varnarsamning Kjartan Kjartansson skrifar 26. október 2019 17:24 Varnarsamningurinn sem Microsoft hlaut nefnist JEDI og gengur út á að nútímavæða tölvukerfi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. AP/Michel Euler Bandaríska varnarmálaráðuneytið veitti tæknirisanum Microsoft samning um tölvuskýþjónustu að andvirði um tíu milljarða dollara í gær. Amazon hafði lengi verið talið líklegast til að hreppa hnossið en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur haft horn í síðu fyrirtækisins vegna umfjöllunar Washington Post um hann. Trump hefur ítrekað vegið að Jeff Bezos, eiganda Amazon og Washington Post, en forsetinn hefur sakað dagblaðið um „falsfréttir“ þegar umfjöllun þess kemur honum illa. Útboðsferlið fyrir skýþjónustu varnarmálaráðuneytisins hefur því einkennst af ásökunum um hagsmunaárekstra. Í yfirlýsingu lýsti talsmaður vefþjónustu Amazon undrun sinni á niðurstöðu útboðsins. Fyrirtækið íhuga nú hvernig það geti mótmælt henni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri mögulegir hagsmunaárekstrar hafa komið upp í útboðsferlinu. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að fjalla um það vegna þess að sonur hans vinnur hjá IBM sem sótti um að fá samninginn í upphafi. Þá lýsti fyrrverandi starfsmaður Amazon sem vann að útboðinu fyrir varnarmálaráðuneytið sig vanhæfan en hóf síðan aftur störf fyrir Amazon. Amazon Bandaríkin Donald Trump Microsoft Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríska varnarmálaráðuneytið veitti tæknirisanum Microsoft samning um tölvuskýþjónustu að andvirði um tíu milljarða dollara í gær. Amazon hafði lengi verið talið líklegast til að hreppa hnossið en Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur haft horn í síðu fyrirtækisins vegna umfjöllunar Washington Post um hann. Trump hefur ítrekað vegið að Jeff Bezos, eiganda Amazon og Washington Post, en forsetinn hefur sakað dagblaðið um „falsfréttir“ þegar umfjöllun þess kemur honum illa. Útboðsferlið fyrir skýþjónustu varnarmálaráðuneytisins hefur því einkennst af ásökunum um hagsmunaárekstra. Í yfirlýsingu lýsti talsmaður vefþjónustu Amazon undrun sinni á niðurstöðu útboðsins. Fyrirtækið íhuga nú hvernig það geti mótmælt henni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri mögulegir hagsmunaárekstrar hafa komið upp í útboðsferlinu. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig vanhæfan til að fjalla um það vegna þess að sonur hans vinnur hjá IBM sem sótti um að fá samninginn í upphafi. Þá lýsti fyrrverandi starfsmaður Amazon sem vann að útboðinu fyrir varnarmálaráðuneytið sig vanhæfan en hóf síðan aftur störf fyrir Amazon.
Amazon Bandaríkin Donald Trump Microsoft Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira