Réttað yfir fyrrverandi IRA-liða vegna morða Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. október 2019 08:00 John Downey leiddur af lögreglu á Norður-Írlandi. Eitt ódæðið sem hann er sakaður um beindist að vörðum Bretadrottningar. Vísir/Getty Réttað verður yfir fyrrverandi IRA-liða vegna sprengjuárásar á tvo hermenn árið 1972. Eftir friðarsamkomulagið 1998 var 200 IRA-liðum heitið friðhelgi. Mál Downeys og útganga Bretlands úr ESB er vatn á myllu öfgahópa í landinu.John Downey, 67 ára maður sem grunaður er um morð á tveimur breskum hermönnum árið 1972, gaf sig fram við lögregluna á Írlandi fyrr í mánuðinum og var í kjölfarið framseldur til Norður Írlands. Downey var meðlimur í hryðjuverkasamtökunum IR A og er einnig grunaður um fleiri ódæði. Á þriðjudag ákvað dómari að Downey yrði í varðhaldi fram að réttarhöldum enda væri mikil hætta á að hann reyndi að flýja.Þann 25. ágúst árið 1972 voru hermennirnir Alfred Johnston og James Eams að skoða bifreið á Irvinestown-veginum, nálægt Cherrymount í suðvesturhluta Norður Írlands, þegar hún sprakk og þeir létust báðir. Þetta var á mestu átakatímunum sem vörðu í 30 ár, eða allt þar til friðarsamkomulag var gert árið 1998.Downey, sem búsettur hefur verið á Írlandi undanfarna áratugi, var einn af þeim 200 liðsmönnum IRA sem Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra og Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, sömdu um að yrðu ekki ákærðir fyrir glæpi sína. Þegar íhaldsstjórn Davids Cameron komst til valda árið 2010 var þetta samkomulag sett í uppnám.Árið 2013 var Downey kærður fyrir tvær sprengjuárásir í Hyde Park og Regent’s Park í Lundúnum þann 20. júlí árið 1982, þar sem 11 hermenn létust. Downey mætti fyrir réttinn í Lundúnum en málinu var vísað frá þar sem lögregluyfirvöld á Norður-Írlandi höfðu fullvissað hann um að ekkert yrði aðhafst gegn honum á grundvelli samkomulagsinsHaustið 2018 gáfu lögregluyfirvöld á Norður-Írlandi út evrópska handtökutilskipun á hendu r Downey fyrir morðin frá árinu 1972. Á sama tíma höfðuðu fjölskyldur hermannanna í Lundúnum einkamál á hendur honum. Opinber beiðni um framsal frá Írlandi barst hæstaréttinum í Dyf linni 5. nóvember og var Downey handtekinn í Donegal sama dag en settur í stofufangelsi á meðan framsalsbeiðnin var í vinnslu. Í mars úrskurðaði hæstiréttur að framsal væri mögulegt og í október var hann framseldur.Sinn Fein hafa haldið uppi vörnum fyrir Downey og segja framsalið brjóta í bága við friðarsamkomulagið. Einnig að Downey sjálfur hafi átt þátt í því að samkomulagið var gert árið 1998. „Það er ljóst að breska ríkisstjórnin vinnur þetta mál í slæmri trú. Downey ætti að vera heima í Donegal með fjölskyldu sinni,“ sagði Frankie Molloy, þingmaður flokksins. Segja þeir málið skapa hættulegt fordæmi fyrir frekari ákærur. Sambandssinnar fagna hins vegar framsalinu og segja að löngu sé kominn tími á réttlæti fyrir fjölskyldur hermannanna.Þó að friðarsamkomulagið 1998 hafi verið bylting í samskiptum kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi má lítið út af bera til að átök blossi ekki upp á ný. Hafa ber í huga að enn eru voðaverk stunduð í landinu af skæruliðahópum, til að mynda af NIRA, sem lýsa sér sem arftaka IRA og hafa meðal annars sprengt á Norður-Írlandi og Englandi. Væntanleg útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið vatn á myllu slíkra hópa og hafa þeir heitið árásum á landamæraverði og aðrar stofnanir sem hindra frjálsar samgöngur og verslun á milli norðurs og suðurs. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Norður-Írland Tengdar fréttir Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Réttað verður yfir fyrrverandi IRA-liða vegna sprengjuárásar á tvo hermenn árið 1972. Eftir friðarsamkomulagið 1998 var 200 IRA-liðum heitið friðhelgi. Mál Downeys og útganga Bretlands úr ESB er vatn á myllu öfgahópa í landinu.John Downey, 67 ára maður sem grunaður er um morð á tveimur breskum hermönnum árið 1972, gaf sig fram við lögregluna á Írlandi fyrr í mánuðinum og var í kjölfarið framseldur til Norður Írlands. Downey var meðlimur í hryðjuverkasamtökunum IR A og er einnig grunaður um fleiri ódæði. Á þriðjudag ákvað dómari að Downey yrði í varðhaldi fram að réttarhöldum enda væri mikil hætta á að hann reyndi að flýja.Þann 25. ágúst árið 1972 voru hermennirnir Alfred Johnston og James Eams að skoða bifreið á Irvinestown-veginum, nálægt Cherrymount í suðvesturhluta Norður Írlands, þegar hún sprakk og þeir létust báðir. Þetta var á mestu átakatímunum sem vörðu í 30 ár, eða allt þar til friðarsamkomulag var gert árið 1998.Downey, sem búsettur hefur verið á Írlandi undanfarna áratugi, var einn af þeim 200 liðsmönnum IRA sem Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra og Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA, sömdu um að yrðu ekki ákærðir fyrir glæpi sína. Þegar íhaldsstjórn Davids Cameron komst til valda árið 2010 var þetta samkomulag sett í uppnám.Árið 2013 var Downey kærður fyrir tvær sprengjuárásir í Hyde Park og Regent’s Park í Lundúnum þann 20. júlí árið 1982, þar sem 11 hermenn létust. Downey mætti fyrir réttinn í Lundúnum en málinu var vísað frá þar sem lögregluyfirvöld á Norður-Írlandi höfðu fullvissað hann um að ekkert yrði aðhafst gegn honum á grundvelli samkomulagsinsHaustið 2018 gáfu lögregluyfirvöld á Norður-Írlandi út evrópska handtökutilskipun á hendu r Downey fyrir morðin frá árinu 1972. Á sama tíma höfðuðu fjölskyldur hermannanna í Lundúnum einkamál á hendur honum. Opinber beiðni um framsal frá Írlandi barst hæstaréttinum í Dyf linni 5. nóvember og var Downey handtekinn í Donegal sama dag en settur í stofufangelsi á meðan framsalsbeiðnin var í vinnslu. Í mars úrskurðaði hæstiréttur að framsal væri mögulegt og í október var hann framseldur.Sinn Fein hafa haldið uppi vörnum fyrir Downey og segja framsalið brjóta í bága við friðarsamkomulagið. Einnig að Downey sjálfur hafi átt þátt í því að samkomulagið var gert árið 1998. „Það er ljóst að breska ríkisstjórnin vinnur þetta mál í slæmri trú. Downey ætti að vera heima í Donegal með fjölskyldu sinni,“ sagði Frankie Molloy, þingmaður flokksins. Segja þeir málið skapa hættulegt fordæmi fyrir frekari ákærur. Sambandssinnar fagna hins vegar framsalinu og segja að löngu sé kominn tími á réttlæti fyrir fjölskyldur hermannanna.Þó að friðarsamkomulagið 1998 hafi verið bylting í samskiptum kaþólikka og mótmælenda á Norður-Írlandi má lítið út af bera til að átök blossi ekki upp á ný. Hafa ber í huga að enn eru voðaverk stunduð í landinu af skæruliðahópum, til að mynda af NIRA, sem lýsa sér sem arftaka IRA og hafa meðal annars sprengt á Norður-Írlandi og Englandi. Væntanleg útganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið vatn á myllu slíkra hópa og hafa þeir heitið árásum á landamæraverði og aðrar stofnanir sem hindra frjálsar samgöngur og verslun á milli norðurs og suðurs.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Norður-Írland Tengdar fréttir Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Útganga án samnings gæti hafið þreifingar um sameiningu Írlands og Norður-Írlands Forsætisráðherrann varaði jafnframt við því að ef bresk stjórnvöld færu þá leið gæti það grafið undan stöðu Skotlands sem hluta af hinu sameinaða konungdæmi. 27. júlí 2019 11:09