Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 15:49 Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/gva Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Tekið var tillit til þess við ákvörðun refsinga að á fimmta ár er liðið síðan hann var handtekinn vegna málsins. Tafir á málinu væru ekki honum að kenna. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum á tveimur tölvum sínum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Myndefnið var haldlagt af lögreglu við húsleit á heimili ákærða í Hafnarfirði. Karlmaðurinn viðurkenndi brot sitt skýlaust við þingfestingu málsins í október og sagðist iðrast gjörða sinna. Féllst hann á kröfu lögreglu um upptöku á tölvunum sem voru haldlagðar. Við ákvörðun refsingar segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að líta beri til þess að hann hafi haft í vörslum sínum mikinn fjölda ljósmynda og hreyfimynda sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Á hinn bóginn horfði það manninum til málsbóta að hann játaði skýlaust, var samvinnufús við rannsókn málsins allt frá upphafi og kvaðst mjög iðrast gjörða sinna. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi allt frá því mál þetta kom upp verið í viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi vegna vanlíðunar, skammar og eftirsjár. Loks tók dómari tillit til þess að rannsókn málsins hófst 28. apríl 2015 og var hann yfirheyrður sama dag. Gekkst hann strax við brotum sínum og afhenti öll gögn. Ákæra var ekki gefin út fyrr en rúmum fjórum árum síðar. „Verður töf þessi á meðferð málsins hvorki rakin til ákærða né hefur hún verið réttlætt á annan hátt,“ segir í dómnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór með rannsókn málsins. Þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómur var kveðinn upp þann 11. október síðastliðinn. Dómsmál Hafnarfjörður Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fleiri fréttir Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Tekið var tillit til þess við ákvörðun refsinga að á fimmta ár er liðið síðan hann var handtekinn vegna málsins. Tafir á málinu væru ekki honum að kenna. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum á tveimur tölvum sínum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Myndefnið var haldlagt af lögreglu við húsleit á heimili ákærða í Hafnarfirði. Karlmaðurinn viðurkenndi brot sitt skýlaust við þingfestingu málsins í október og sagðist iðrast gjörða sinna. Féllst hann á kröfu lögreglu um upptöku á tölvunum sem voru haldlagðar. Við ákvörðun refsingar segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að líta beri til þess að hann hafi haft í vörslum sínum mikinn fjölda ljósmynda og hreyfimynda sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Á hinn bóginn horfði það manninum til málsbóta að hann játaði skýlaust, var samvinnufús við rannsókn málsins allt frá upphafi og kvaðst mjög iðrast gjörða sinna. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi allt frá því mál þetta kom upp verið í viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi vegna vanlíðunar, skammar og eftirsjár. Loks tók dómari tillit til þess að rannsókn málsins hófst 28. apríl 2015 og var hann yfirheyrður sama dag. Gekkst hann strax við brotum sínum og afhenti öll gögn. Ákæra var ekki gefin út fyrr en rúmum fjórum árum síðar. „Verður töf þessi á meðferð málsins hvorki rakin til ákærða né hefur hún verið réttlætt á annan hátt,“ segir í dómnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór með rannsókn málsins. Þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómur var kveðinn upp þann 11. október síðastliðinn.
Dómsmál Hafnarfjörður Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Innlent Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Fleiri fréttir Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Sjá meira