Gripinn með mikið magn barnakláms í Hafnarfirði en sleppur við fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2019 15:49 Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/gva Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Tekið var tillit til þess við ákvörðun refsinga að á fimmta ár er liðið síðan hann var handtekinn vegna málsins. Tafir á málinu væru ekki honum að kenna. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum á tveimur tölvum sínum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Myndefnið var haldlagt af lögreglu við húsleit á heimili ákærða í Hafnarfirði. Karlmaðurinn viðurkenndi brot sitt skýlaust við þingfestingu málsins í október og sagðist iðrast gjörða sinna. Féllst hann á kröfu lögreglu um upptöku á tölvunum sem voru haldlagðar. Við ákvörðun refsingar segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að líta beri til þess að hann hafi haft í vörslum sínum mikinn fjölda ljósmynda og hreyfimynda sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Á hinn bóginn horfði það manninum til málsbóta að hann játaði skýlaust, var samvinnufús við rannsókn málsins allt frá upphafi og kvaðst mjög iðrast gjörða sinna. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi allt frá því mál þetta kom upp verið í viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi vegna vanlíðunar, skammar og eftirsjár. Loks tók dómari tillit til þess að rannsókn málsins hófst 28. apríl 2015 og var hann yfirheyrður sama dag. Gekkst hann strax við brotum sínum og afhenti öll gögn. Ákæra var ekki gefin út fyrr en rúmum fjórum árum síðar. „Verður töf þessi á meðferð málsins hvorki rakin til ákærða né hefur hún verið réttlætt á annan hátt,“ segir í dómnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór með rannsókn málsins. Þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómur var kveðinn upp þann 11. október síðastliðinn. Dómsmál Hafnarfjörður Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot. Tekið var tillit til þess við ákvörðun refsinga að á fimmta ár er liðið síðan hann var handtekinn vegna málsins. Tafir á málinu væru ekki honum að kenna. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum um þúsund ljósmyndir og annað eins af myndskeiðum á tveimur tölvum sínum sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Myndefnið var haldlagt af lögreglu við húsleit á heimili ákærða í Hafnarfirði. Karlmaðurinn viðurkenndi brot sitt skýlaust við þingfestingu málsins í október og sagðist iðrast gjörða sinna. Féllst hann á kröfu lögreglu um upptöku á tölvunum sem voru haldlagðar. Við ákvörðun refsingar segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness að líta beri til þess að hann hafi haft í vörslum sínum mikinn fjölda ljósmynda og hreyfimynda sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt. Á hinn bóginn horfði það manninum til málsbóta að hann játaði skýlaust, var samvinnufús við rannsókn málsins allt frá upphafi og kvaðst mjög iðrast gjörða sinna. Í gögnum málsins kemur fram að hann hafi allt frá því mál þetta kom upp verið í viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi vegna vanlíðunar, skammar og eftirsjár. Loks tók dómari tillit til þess að rannsókn málsins hófst 28. apríl 2015 og var hann yfirheyrður sama dag. Gekkst hann strax við brotum sínum og afhenti öll gögn. Ákæra var ekki gefin út fyrr en rúmum fjórum árum síðar. „Verður töf þessi á meðferð málsins hvorki rakin til ákærða né hefur hún verið réttlætt á annan hátt,“ segir í dómnum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór með rannsókn málsins. Þótti hæfileg refsing tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómur var kveðinn upp þann 11. október síðastliðinn.
Dómsmál Hafnarfjörður Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Fleiri fréttir Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Sjá meira