Stundaglasið Davíð Þorláksson skrifar 23. október 2019 07:39 Íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til að vilja hafa lög hér aðeins flóknari og aðeins meira íþyngjandi heldur en í öðrum Evrópulöndum. Ein af þeim lögum eru samkeppnislögin. Nú hefur verið lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að lögin verði færð aðeins nær því sem gerist í Evrópu. Það er gott skref. Samkeppnislög eru til staðar til að vernda almenning annars vegar og minni fyrirtæki hins vegar fyrir stærri fyrirtækjum. Af ríflega 20.000 fyrirtækjum með starfsmenn í landinu eru 99% lítil og meðalstór og langflest með færri en 10 starfsmenn. Virk samkeppni lækkar verð og bætir þjónustu, almenningi og þjóðarbúinu í heild til hagsbóta. Séu samkeppnislög hins vegar of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu. Það er sérstaklega vont nú þegar gefur á bátinn í efnahagsmálum. Slíkt hefur þveröfug áhrif því það skilar sér óhjákvæmilega á endanum í hærra verði til neytenda. Í þessum efnum, eins og öðrum, borgar sig ekki að við séum að reyna að finna upp hjólið. Langbest er að líta til reynslu annarra þjóða í Evrópu og hafa sömu reglur og þar gilda. Þegar við höfum hlutina aðeins meira íþyngjandi nokkrum sinnum á ári í 25 ár þá sitjum við að lokum uppi með lagaumhverfi sem veldur því að atvinnulífið getur ekki skapað jafn mörg og jafn örugg störf, getur ekki greitt jafn há laun og getur ekki greitt jafn háa skatta til samneyslunnar. Lífsgæði allra versna. Stundaglasið er að fyllast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Samkeppnismál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa tilhneigingu til að vilja hafa lög hér aðeins flóknari og aðeins meira íþyngjandi heldur en í öðrum Evrópulöndum. Ein af þeim lögum eru samkeppnislögin. Nú hefur verið lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að lögin verði færð aðeins nær því sem gerist í Evrópu. Það er gott skref. Samkeppnislög eru til staðar til að vernda almenning annars vegar og minni fyrirtæki hins vegar fyrir stærri fyrirtækjum. Af ríflega 20.000 fyrirtækjum með starfsmenn í landinu eru 99% lítil og meðalstór og langflest með færri en 10 starfsmenn. Virk samkeppni lækkar verð og bætir þjónustu, almenningi og þjóðarbúinu í heild til hagsbóta. Séu samkeppnislög hins vegar of íþyngjandi standa þau í vegi fyrir eðlilegri hagræðingu og framleiðni í atvinnulífinu. Það er sérstaklega vont nú þegar gefur á bátinn í efnahagsmálum. Slíkt hefur þveröfug áhrif því það skilar sér óhjákvæmilega á endanum í hærra verði til neytenda. Í þessum efnum, eins og öðrum, borgar sig ekki að við séum að reyna að finna upp hjólið. Langbest er að líta til reynslu annarra þjóða í Evrópu og hafa sömu reglur og þar gilda. Þegar við höfum hlutina aðeins meira íþyngjandi nokkrum sinnum á ári í 25 ár þá sitjum við að lokum uppi með lagaumhverfi sem veldur því að atvinnulífið getur ekki skapað jafn mörg og jafn örugg störf, getur ekki greitt jafn há laun og getur ekki greitt jafn háa skatta til samneyslunnar. Lífsgæði allra versna. Stundaglasið er að fyllast.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar