Dregur Brexit-frumvarp til baka samþykki þingið ekki tímaáætlun Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2019 14:49 Boris Johnson hefur hótað því að boða til þingkosninga í landinu. AP Ríkisstjórn Bretlands mun draga Brexit-frumvarp sitt til baka fari svo að þingið samþykki ekki þriggja daga tímaáætlun stjórnarinnar um að koma frumvarpinu um útgöngu úr ESB í gegnum þingið. Boris Johnson forsætisráðherra greindi þingheimi frá því í dag að ef þingmenn myndu hafna áætlun stjórnarinnar og ESB myndi samþykkja frestun á útgöngu, fram yfir 31. október, myndi hann þrýsta á um að boðað verði til nýrra þingkosninga í landinu. Johnson sagði að þingið hafi að eigin rammleik komið sér í „sjálfheldu“ og að hann myndi á engan hátt samþykkja fleiri mánuði af þeirri stöðu sem upp er komin.BBC segir frá því að stjórnarandstæðingar á breska þinginu hafi lýst hótunum Johnson sem „barnalegum kúgunartilburðum“. Frumvarp stjórnar Johnson um útgöngu var kynnt í gærkvöldi og er það nú til umræðu í breska þinginu. Var það kynnt í kjölfar samkomulags bresku stjórnarinnar og ESB um nýjan útgöngusáttmála. Kosið verður um tímaáætlunina í breska þinginu klukkan 18 að íslenskum tíma í dag. Johnson hefur ítrekað sagt að hann muni tryggja að Bretland gangi úr ESB þann 31. október, með eða án samnings. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir að hann muni greiða atkvæði gegn tímaáætlun stjórnarinnar. Sagði hún áætlunina fela í sér misnotkun á þinginu og virðingarlausa tilraun til að komast hjá umræðu og ábyrgð. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06 Segir Boris hafa svarað efasemdamönnum Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segist vera sannfærður um að útganga Breta úr Evrópusambandinu verði að veruleika þann 31. október. 20. október 2019 10:01 Þingið greiðir ekki atkvæði aftur um Brexit-samning Johnson Forseti þingsins telur tillögu sem Johnson vildu greiða atkvæða um efnislega þá sömu og þingmenn tóku afstöðu til um helgina. 21. október 2019 15:40 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands mun draga Brexit-frumvarp sitt til baka fari svo að þingið samþykki ekki þriggja daga tímaáætlun stjórnarinnar um að koma frumvarpinu um útgöngu úr ESB í gegnum þingið. Boris Johnson forsætisráðherra greindi þingheimi frá því í dag að ef þingmenn myndu hafna áætlun stjórnarinnar og ESB myndi samþykkja frestun á útgöngu, fram yfir 31. október, myndi hann þrýsta á um að boðað verði til nýrra þingkosninga í landinu. Johnson sagði að þingið hafi að eigin rammleik komið sér í „sjálfheldu“ og að hann myndi á engan hátt samþykkja fleiri mánuði af þeirri stöðu sem upp er komin.BBC segir frá því að stjórnarandstæðingar á breska þinginu hafi lýst hótunum Johnson sem „barnalegum kúgunartilburðum“. Frumvarp stjórnar Johnson um útgöngu var kynnt í gærkvöldi og er það nú til umræðu í breska þinginu. Var það kynnt í kjölfar samkomulags bresku stjórnarinnar og ESB um nýjan útgöngusáttmála. Kosið verður um tímaáætlunina í breska þinginu klukkan 18 að íslenskum tíma í dag. Johnson hefur ítrekað sagt að hann muni tryggja að Bretland gangi úr ESB þann 31. október, með eða án samnings. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, segir að hann muni greiða atkvæði gegn tímaáætlun stjórnarinnar. Sagði hún áætlunina fela í sér misnotkun á þinginu og virðingarlausa tilraun til að komast hjá umræðu og ábyrgð.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06 Segir Boris hafa svarað efasemdamönnum Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segist vera sannfærður um að útganga Breta úr Evrópusambandinu verði að veruleika þann 31. október. 20. október 2019 10:01 Þingið greiðir ekki atkvæði aftur um Brexit-samning Johnson Forseti þingsins telur tillögu sem Johnson vildu greiða atkvæða um efnislega þá sömu og þingmenn tóku afstöðu til um helgina. 21. október 2019 15:40 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Atkvæði greidd um nýja samninginn Boris Johnson vill láta reyna á aðra atkvæðagreiðslu í þinginu. 21. október 2019 07:06
Segir Boris hafa svarað efasemdamönnum Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segist vera sannfærður um að útganga Breta úr Evrópusambandinu verði að veruleika þann 31. október. 20. október 2019 10:01
Þingið greiðir ekki atkvæði aftur um Brexit-samning Johnson Forseti þingsins telur tillögu sem Johnson vildu greiða atkvæða um efnislega þá sömu og þingmenn tóku afstöðu til um helgina. 21. október 2019 15:40