„Spurning hvort það þurfi ekki að breyta nafninu Svörtuloft í Skálkaskjól“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. október 2019 13:16 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, biðlar til forsætisráðherra að endurskoða og skýra betur þagnarskylduákvæði Seðlabankalaga. visir/vilhelm Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, biðlar til forsætisráðherra að endurskoða og skilgreina betur þagnarskylduákvæði um Seðlabankann. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem var blaðamanni Fréttablaðsins í vil, sýni að Seðlabankinn noti ákvæðið sem skálkaskjól. Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, skrifaði pistil á heimasíðu félagsins í tilefni úrskurðarins. „Í fyrsta lagi er auðvitað fráleitt að bankinn hafi ekki afhent þessi gögn strax í upphafi. Það er ótrúlegt að það sé ár síðan farið var fram á að bankinn afhenti þessi gögn og að bankinn hafi ekki ennþá afhent gögnin. Niðurstaða héraðsdóms er eins og vænta mátti. Það er augljóst að þetta eru opinberar upplýsingar sem ber að upplýsa um. Að bankinn skuli ennþá móast við og sé ekki ennþá búinn að afhenda þetta þó að dómurinn hafi veirð birtur á föstudaginn, það finnst mér með ólíkindum. Svona framkoma verður bara ekki liðin hjá opinberu stjórnvaldi sem hefur mikið opinbert vald; að það hagi sér gagnvart almenningi í þessu landi.“Í pistlinum beinti hann orðum sinum til Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráherra. „Í dómnum ber bankinn fyrir sig bankaleynd og þagnarskylduákvæði Seðlabankalaga sem alls ekki eiga við um laun og hlunnindi einstaka starfsmanna. Ég vil vekja athygli forsætisráðherra á því að það er kannski ástæða til þess að endurskoða lög um Seðlabanka og skýra betur þessi ákvæði um þagnarskyldu þannig bankinn geti ekki í framtíðinni hagað sér með þessum hætti.“ Seðlabankinn hefur núna tæpar tvær vikur til að ákveða hvort hann hyggist áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. „Nú er úrskurðanefnd um upplýsingamál búin að fella sinn úrskurð. Héraðsdómur Reykjaness er búinn að fella sinn úrskurð. Þarf Landsréttur virkilega að segja Seðlabankanum að birta þetta? Er ekki ný yfirstjórn komin í bankann? Er ekki rétt sem máltækið segir að nýir vendir sópa best? Það er spurning hvort það þurfi ekki að breyta nafninu Svörtuloft í Skálkaskjól“ segir Hjálmar en hús Seðlabanka Íslands gengur stundum undir nafninu Svörtuloft. Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, biðlar til forsætisráðherra að endurskoða og skilgreina betur þagnarskylduákvæði um Seðlabankann. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness, sem var blaðamanni Fréttablaðsins í vil, sýni að Seðlabankinn noti ákvæðið sem skálkaskjól. Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, skrifaði pistil á heimasíðu félagsins í tilefni úrskurðarins. „Í fyrsta lagi er auðvitað fráleitt að bankinn hafi ekki afhent þessi gögn strax í upphafi. Það er ótrúlegt að það sé ár síðan farið var fram á að bankinn afhenti þessi gögn og að bankinn hafi ekki ennþá afhent gögnin. Niðurstaða héraðsdóms er eins og vænta mátti. Það er augljóst að þetta eru opinberar upplýsingar sem ber að upplýsa um. Að bankinn skuli ennþá móast við og sé ekki ennþá búinn að afhenda þetta þó að dómurinn hafi veirð birtur á föstudaginn, það finnst mér með ólíkindum. Svona framkoma verður bara ekki liðin hjá opinberu stjórnvaldi sem hefur mikið opinbert vald; að það hagi sér gagnvart almenningi í þessu landi.“Í pistlinum beinti hann orðum sinum til Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráherra. „Í dómnum ber bankinn fyrir sig bankaleynd og þagnarskylduákvæði Seðlabankalaga sem alls ekki eiga við um laun og hlunnindi einstaka starfsmanna. Ég vil vekja athygli forsætisráðherra á því að það er kannski ástæða til þess að endurskoða lög um Seðlabanka og skýra betur þessi ákvæði um þagnarskyldu þannig bankinn geti ekki í framtíðinni hagað sér með þessum hætti.“ Seðlabankinn hefur núna tæpar tvær vikur til að ákveða hvort hann hyggist áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness til Landsréttar. „Nú er úrskurðanefnd um upplýsingamál búin að fella sinn úrskurð. Héraðsdómur Reykjaness er búinn að fella sinn úrskurð. Þarf Landsréttur virkilega að segja Seðlabankanum að birta þetta? Er ekki ný yfirstjórn komin í bankann? Er ekki rétt sem máltækið segir að nýir vendir sópa best? Það er spurning hvort það þurfi ekki að breyta nafninu Svörtuloft í Skálkaskjól“ segir Hjálmar en hús Seðlabanka Íslands gengur stundum undir nafninu Svörtuloft.
Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00 Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Lýsir viðhorfum hins opinbera til blaðamanna Hagsmunir almennings af því að efni námssamnings Seðlabanka Íslands við lykilstarfsmann hans, verði gert opinbert eru ríkari en hagsmunir bankans og starfsmannsins af því að efni hans fari leynt. 19. október 2019 08:00
Leituðu aldrei afstöðu Ingibjargar til beiðni blaðamannsins Seðlabanki Íslands byggði stefnu sína gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanns Fréttablaðsins, m.a. á því að "sanngjarnt væri og eðlilegt“ að fjárhagsmálefni Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, færu leynt. 21. október 2019 16:28
Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34