„Dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. október 2019 11:41 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, komu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. Þá segir hann að vera Íslands á gráa listanum hafi til þessa haft óveruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf en kappkosta verði að koma Íslandi af listanum. Hann auk dómsmálaráðherra ætla að gefa út skýrslu um stöðuna. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista FATF-hópsins yfir ríki sem ekki hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Nefndarmenn og ráðherrar voru sammála um að það væri bagalegt að Ísland sé á listanum og að ríkið geti beðið álitshnekki sökum þessa.Sjá einnig: Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista„Það var töluvert mikil óvissa um það hverjar afleiðingarnar gætu orðið og við lögðum í talsverða vinnu við að greina það á öllum sviðum og höfum síðan fylgst með því. Það er óhætt að segja að afleiðingarnar hafa verið afskaplega takmarkaðar fram til þessa en það skiptir samt sem áður miklu máli að tryggja að við förum af listanum sem allra fyrst,” segir Bjarni.Dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra ræða veru Íslands á gráum lista á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/VilhelmÞá setur hann spurningamerki við hvernig ákvarðanatöku um grálistun er háttað á vettvangi FATF. „Verklagsreglurnar á þessum vettvangi sem að snúa að því að það þurfi fulla samstöðu allra til þess að annars vegar komast að niðurstöðu í þessu ráðgjafaráði sem að leggur til grálistun og síðan þarf fulla samstöðu í sjálfu ráðinu til þess að vinda ofan af slíkri tillögu,” segir Bjarni. „Þetta er nú dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt vegna þess að það er samkomulag um að það sé ekki talað um það hvernig einstök ríki á vettvangnum ráðstafa sínu atkvæði," segir Bjarni Dómsmálaráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við öllum þeim atriðum sem eftir standa. „Við fjármálaráðherra ætlum að vinna skýrslu um heildarmyndina, hvað stjórnkerfið okkar hefur gert og lagt á sig síðustu misseri til að vera með þessi mál í lagi, við viljum að þau séu í lagi og við teljum að við höfum lagt í mikla vinnu í að svo sé,” segir Áslaug Arna. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ferlið við ákvörðun um grálistun FATF-hópsins, sem vaktar varnir ríkja gegn peningaþvætti, vera ógagnsætt. Þá segir hann að vera Íslands á gráa listanum hafi til þessa haft óveruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf en kappkosta verði að koma Íslandi af listanum. Hann auk dómsmálaráðherra ætla að gefa út skýrslu um stöðuna. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra komu fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun til að ræða veru Íslands á gráum lista FATF-hópsins yfir ríki sem ekki hafa nægar varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Nefndarmenn og ráðherrar voru sammála um að það væri bagalegt að Ísland sé á listanum og að ríkið geti beðið álitshnekki sökum þessa.Sjá einnig: Segir engar vísbendingar um veruleg áhrif af veru Íslands á gráum lista„Það var töluvert mikil óvissa um það hverjar afleiðingarnar gætu orðið og við lögðum í talsverða vinnu við að greina það á öllum sviðum og höfum síðan fylgst með því. Það er óhætt að segja að afleiðingarnar hafa verið afskaplega takmarkaðar fram til þessa en það skiptir samt sem áður miklu máli að tryggja að við förum af listanum sem allra fyrst,” segir Bjarni.Dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra ræða veru Íslands á gráum lista á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/VilhelmÞá setur hann spurningamerki við hvernig ákvarðanatöku um grálistun er háttað á vettvangi FATF. „Verklagsreglurnar á þessum vettvangi sem að snúa að því að það þurfi fulla samstöðu allra til þess að annars vegar komast að niðurstöðu í þessu ráðgjafaráði sem að leggur til grálistun og síðan þarf fulla samstöðu í sjálfu ráðinu til þess að vinda ofan af slíkri tillögu,” segir Bjarni. „Þetta er nú dálítið ófyrirsjáanlegt og ógagnsætt vegna þess að það er samkomulag um að það sé ekki talað um það hvernig einstök ríki á vettvangnum ráðstafa sínu atkvæði," segir Bjarni Dómsmálaráðherra segir að þegar hafi verið brugðist við öllum þeim atriðum sem eftir standa. „Við fjármálaráðherra ætlum að vinna skýrslu um heildarmyndina, hvað stjórnkerfið okkar hefur gert og lagt á sig síðustu misseri til að vera með þessi mál í lagi, við viljum að þau séu í lagi og við teljum að við höfum lagt í mikla vinnu í að svo sé,” segir Áslaug Arna.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira