Fótbolti

Evra valdi drauma­liðið frá tíma sínum hjá Manchester United og Juventus

Anton Ingi Leifsson skrifar
Evra fyrir leik Manchester United og Arsenal í ensku kvenna úrvalsdeildinni á dögunm.
Evra fyrir leik Manchester United og Arsenal í ensku kvenna úrvalsdeildinni á dögunm. vísir/getty
Patrice Evra var gestur þáttarins Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi en þar fór hann víðan völl.

Evra var svo beðinn um að velja draumalið sitt frá tíma sínum hjá Manchester United og Juventus en þar lék hann samanlagt 326 leiki.

Hann lék 273 leiki fyrir United og 53 fyrir Juventus en hann spilaði þar með mörgum frábærum leikmönnum.







Það eru þó ekki allir sem komast í liðið, skiljanlega, en meðal leikmanna sem Evra þurfti að skilja fyrir utan liðið voru leikmenn eins og Nemanja Vidic og Wayne Rooney.

Evra var að sjálfsögðu með sjálfan sig í liðinu, enda hans lið, en hluta af umræðunni úr þættinum í gær má sjá hér að neðan.

Liðið í heild sinni má sjá hér að ofan en nánari útlistun á hverjum leikmanni fyrir sig má lesa hér.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×