Óþarfa ótti Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. október 2019 07:00 Merkilegur dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn föstudag. Þar var staðfest ákvörðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Seðlabanka Íslands bæri að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins samning frá 2016 um stuðning vegna námsleyfis þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Ellefu mánuðir eru nú liðnir frá því að blaðamaðurinn óskaði upphaflega eftir umræddum upplýsingum. Seðlabankinn hefur á þeim tíma beitt ýmsum meðölum til að koma í veg fyrir birtingu samningsins. Það tók bankann ellefu daga að svara erindinu en þar kom fram að bankinn teldi upplýsingarnar bundnar sérstakri þagnarskyldu og þar af leiðandi ekki eiga erindi við almenning. Þessi viðbrögð stofnunarinnar koma okkur sem störfum á fjölmiðlum ekki á óvart. Það er regla frekar en undantekning að upplýsingafulltrúar opinberra stofnanna líti á það sem skyldu sína að verja sína stofnun fyrir ágangi blaðamanna. Í stað þess að líta svo á að við séum í sama liði með það að markmiði að borgarar landsins fái fregnir af því hvað hið opinbera er að sýsla við, verða talsmenn hins opinbera varir um sig þegar blaðamaður slær á þráðinn. Þessu er ágætlega lýst í nýlegri skýrslu um traust á stjórnmálum. Þar er fjallað um „vítahring vantrausts“ þar sem tregða til að veita upplýsingar getur leitt til andrúmslofts tortryggni. Slíkt spilli ekki aðeins samskiptum stjórnvalda og almennings heldur dragi beinlínis úr getu stjórnsýslunnar til að sinna hlutverki sínu. Rúmt ár er liðið frá útkomu skýrslunnar. Við sem höfum það hlutverk að upplýsa almenning um störf hins opinbera höfum enga breytingu fundið frá því skýrslan kom út. Okkar eina ráð er að láta valda kafla úr skýrslunni fylgja með öllum okkar upplýsingabeiðnum, upplýsingafulltrúum ríkisins til leiðbeiningar. Ómögulegt er að segja til um hversu oft vinnslu mála hefur verið hætt á undanförnum árum vegna tregðu stofnana við að veita upplýsingar. Sem betur fer gefast ekki allir upp heldur kæra slíkar ákvarðanir til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Vinnsla mála hjá nefndinni tekur hins vegar langan tíma sem gerir fjölmiðlum oft erfitt um vik að fjalla um mikilvæg málefni sem upp koma í þjóðfélaginu. Það tók til dæmis þáverandi blaðamann Fréttablaðsins rúmlega eitt ár og tvær kærur að fá af hentar fundargerðir kjararáðs sem fengust þó einungis að hluta til. Þrátt fyrir dóminn sem féll á föstudaginn hefur Seðlabankinn enn ekki afhent blaðamanninum umræddan samning. Góðir blaðamenn eru í liði með því sem vel er gert. Ótti ríkisins við stéttina er óþarfi, hafi það ekkert að fela Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Seðlabankinn Sighvatur Arnmundsson Stjórnsýsla Mest lesið Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson Skoðun Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Sjá meira
Merkilegur dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn föstudag. Þar var staðfest ákvörðun úrskurðarnefndar um upplýsingamál að Seðlabanka Íslands bæri að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins samning frá 2016 um stuðning vegna námsleyfis þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Ellefu mánuðir eru nú liðnir frá því að blaðamaðurinn óskaði upphaflega eftir umræddum upplýsingum. Seðlabankinn hefur á þeim tíma beitt ýmsum meðölum til að koma í veg fyrir birtingu samningsins. Það tók bankann ellefu daga að svara erindinu en þar kom fram að bankinn teldi upplýsingarnar bundnar sérstakri þagnarskyldu og þar af leiðandi ekki eiga erindi við almenning. Þessi viðbrögð stofnunarinnar koma okkur sem störfum á fjölmiðlum ekki á óvart. Það er regla frekar en undantekning að upplýsingafulltrúar opinberra stofnanna líti á það sem skyldu sína að verja sína stofnun fyrir ágangi blaðamanna. Í stað þess að líta svo á að við séum í sama liði með það að markmiði að borgarar landsins fái fregnir af því hvað hið opinbera er að sýsla við, verða talsmenn hins opinbera varir um sig þegar blaðamaður slær á þráðinn. Þessu er ágætlega lýst í nýlegri skýrslu um traust á stjórnmálum. Þar er fjallað um „vítahring vantrausts“ þar sem tregða til að veita upplýsingar getur leitt til andrúmslofts tortryggni. Slíkt spilli ekki aðeins samskiptum stjórnvalda og almennings heldur dragi beinlínis úr getu stjórnsýslunnar til að sinna hlutverki sínu. Rúmt ár er liðið frá útkomu skýrslunnar. Við sem höfum það hlutverk að upplýsa almenning um störf hins opinbera höfum enga breytingu fundið frá því skýrslan kom út. Okkar eina ráð er að láta valda kafla úr skýrslunni fylgja með öllum okkar upplýsingabeiðnum, upplýsingafulltrúum ríkisins til leiðbeiningar. Ómögulegt er að segja til um hversu oft vinnslu mála hefur verið hætt á undanförnum árum vegna tregðu stofnana við að veita upplýsingar. Sem betur fer gefast ekki allir upp heldur kæra slíkar ákvarðanir til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Vinnsla mála hjá nefndinni tekur hins vegar langan tíma sem gerir fjölmiðlum oft erfitt um vik að fjalla um mikilvæg málefni sem upp koma í þjóðfélaginu. Það tók til dæmis þáverandi blaðamann Fréttablaðsins rúmlega eitt ár og tvær kærur að fá af hentar fundargerðir kjararáðs sem fengust þó einungis að hluta til. Þrátt fyrir dóminn sem féll á föstudaginn hefur Seðlabankinn enn ekki afhent blaðamanninum umræddan samning. Góðir blaðamenn eru í liði með því sem vel er gert. Ótti ríkisins við stéttina er óþarfi, hafi það ekkert að fela
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Eigum við að splæsa í mannréttindabrot fyrir 5-7 milljarða árlega gagnvart eldri borgurum? Gunnar Ármannsson Skoðun